Vísar niðurstöðu rektors Karolinska alfarið á bug Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. júní 2018 10:21 Rektor Karólínska háskólasjúkrahússins segir að málið hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir fræðasamfélagið í heild. Vísir Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir og prófessor við Háskóla Íslands, segir niðurstöðu rektors Karolinska stofnunarinnar í Stokkhólmi að hann sé einn sjö einstaklinga sem hafi gerst sekir um vísindalegt misferli, vera sér afar þungbæra. Hann segist afar ósáttur við aðdraganda hennar og niðurstöðu. Þetta segir Tómas í pistli á Facebook síðu sinni. Þar segir hann að niðurstaða rektors Karolinska, sem byggir á rannsókn sænsku vísindasiðanefndarinnar frá því í fyrra, hafa verið gagnrýnda fyrir ónákvæm vinnubrögð. „Engin ný efnisatriði virðast hafa komið fram í málinu og í umsögn rektorsins um þátt minn í umræddri vísindagrein gætir ónákvæmni og mér eru hreinlega eignaðir hlutir sem ég hafði aldrei aðkomu að. Ég fékk heldur ekki tækifæri til að fylgja eftir þeim gögnum sem ég afhenti nefndinni, þvert á gefin loforð. Það eru mér mikil vonbrigði að vera á grundvelli slíkra vinnubragða sakaður um vísindalegt misferli – ákvörðun sem ekki er hægt að áfrýja,“ skrifar Tómas.Marg hafi mátt gera betur Þar segir hann að margt hafi mátt gera betur í plastbarkamálinu og að margt af því hafi ekki komið í ljós fyrr en eftir á. „Þetta hefur verið rakið ítarlega í gegnum tíðina og ég ætla ekki að endurtaka það hér. Ég vísa því hins vegar alfarið á bug að hafa í greininni í Lancet vísvitandi sett fram staðhæfingar gegn betri vitund. Á starfsævi minni hef ég skrifað 210 vísindagreinar og aldrei fengið ámæli fyrir þau vísindastörf.“ Tómas Guðbjartsson og Andamarian Beyene sumarið 2012. Beyene lést eftir plastbarkaaðgerð.Vísir/VilhelmOle Petter Ottersen, rektor Karolinska birti niðurstöðu sína í gær. Að mati hans eiga 31 höfundur sök í málinu fyrir framlag til sjö vísindagreina en þeir séu aftur á móti ekki ábyrgir fyrir vísindalegu misferli. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til alvarlegra ágalla í þeim upplýsingum sem voru lagðar fram. Þær hafi bæði verði ónákvæmar og villandi. Í vísindagreinum læknanna hefðu verið settar fram afbakaðar og falsaðar lýsingar á ástandi sjúklinganna fyrir og eftir aðgerð. Þá kemur það auk þess fram í rannsókninni að skortur hafi verið á læknisfræðilegum rökstuðningi fyrir því að láta sjúklinga gangast undir aðgerðina. Tómas rekur í pistli sínum hvernig rannsókn Karolinska hefur farið fram og gagnrýnir þar vinnubrögð stofnunarinnar. Hann segist hafa á síðastliðnum fimm árum farið sjálfviljugur í ítarleg viðtöl við rannsóknarnefndir Karolinska stofnunarinnar, Karolinska sjúkrahússins, Landspítalans, Pál Hreinsson fyrir hönd Landspítala og Háskóla íslands og sænsku lögregluna. „Fyrir allar þessar nefndir lagði ég að eigin frumkvæði næstum 5000 bls. af gögnum sem forsvarsmenn allra nefndanna sögðu hafa skipt sköpum við að upplýsa málið. Í ítarlegum skýrslum ofangreindra nefnda fæ ég gagnrýni fyrir ýmislegt sem betur hefði mátt fara en hvergi er komist að þeirri niðurstöðu að ég hafi vísvitandi haft rangt við eða ekki haft hagsmuni sjúklingsins í fyrirrúmi.“Segist ekki hafa fengið að hitta þrjár nefndir Tómas segir jafnframt að þrjár nefndir á vegum Karolinska stofnunarinnar hafi hann aldrei fengið að hitta, þrátt fyrir ítrekaðar óskir um slíkt. „Sú fyrsta var nefnd Bengt Gerdins, sem skilaði áliti þegar árið 2015, en margir gagnrýndu þá nefnd harðlega fyrir að hafa rannsakað málið án þess að afla sér neinna gagna frá Íslandi. Þáverandi rektor Karólínska, Anders Hamsten, setti því á stofn nýja nefnd sem aðeins kallaði eftir gögnum en ekki tók viðtöl. Sú rannsókn var enn ófullkomnari en sú fyrri og ákvað rektor á grundvelli hennar að fría Paolo Macchiarini af öllum ásökunum um vísindamisferli í ágúst 2015,“ skrifar Tómas. Hann segir Karolinska stofnunina síðan hafa snúði þeirri ákvörðun við hálfu ári síðar eftir sýningu sænska sjónvarpsins á heimildaþáttum um Paolo Macchiarini og í kjölfarið hafi rektorinn þurft að segja af sér. „Upp úr því fékk sænska siðanefndin (CEPN) verkefnið að upplýsa málið en virtist aðallega byggja álit sitt á þá tveggja ára gamalli skýrslu Bengt Gerdin. Niðurstaða CEPN lá fyrir sl. haust og komst nefndin að þeirri niðurstöðu að allir 28 höfundar greinarinnar væru samsekir um vísindalegt misferli.Benti á ónákvæmni og rangfærslur Tómas segist hafa gagnrýnt skýrslu CEPN harðlega í bréfi til rektors Karolinska stofnunarinnar og bent á ónákvæmni og rangfærslur í skriflegum úrskurði þeirra. „Rannsakendur CEPN höfðu fengið aðgang að gögnum mínum en áður en ég afhenti þau nefndinni hafði ég sett sem skilyrði að ég fengi að hitta rannsakendurna og fylgja gögnunum eftir – sem þeir samþykktu. Þetta loforð brutu þeir síðar, og það án skýringa. Í úrskurði sínum ýjaði CEPN síðan að því að gögnin sem ég hefði lagt fram, og aðallega voru afrit af tölvupóstum, gætu talist hlutdræg, án þess þó að færa fyrir því nokkrar rök.“ Tómas ítrekar að lokum að þær ákvarðanir sem hann hafi tekið í tengslum við plastbarkaaðgerðina hafi verið teknar í góðri trú. „Ég er þó fyrstur til að viðurkenna að ég harma að hafa ekki sýnt meiri aðgæslu í samskiptum mínum við Karólínska sjúkrahúsið og Paolo Macchiarini sem ég lagði of mikið traust á.“ Heilbrigðismál Plastbarkamálið Tengdar fréttir Alvarlegast að plastbarkamálið varði mannréttindasáttmálann: „Ber okkur öllum skylda til að læra af þessu hörmulega máli“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir örlög sjúklingsins það mikilvægasta í plastbarkamálinu. 10. nóvember 2017 20:00 Tómas sagður á meðal þeirra sjö sem beri ábyrgð á vísindalegu misferli Rektor Karólínska háskólasjúkrahússins segir að málið hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir fræðasamfélagið í heild. 25. júní 2018 15:22 Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Paulo Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam Beyene. 5. desember 2017 19:32 Yfirlýsing frá Tómasi: Harmar að hafa ekki sýnt meiri aðgæslu Í yfirlýsingunni segist Tómas harma að hafa ekki sýnt meiri aðgæslu í samskiptum við Karolinska-sjúkrahúsið og Paolo Macchiarini. "Sem ég lagði of mikið traust á,“ segir Tómas um ítalska lækninn. 7. nóvember 2017 15:51 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir og prófessor við Háskóla Íslands, segir niðurstöðu rektors Karolinska stofnunarinnar í Stokkhólmi að hann sé einn sjö einstaklinga sem hafi gerst sekir um vísindalegt misferli, vera sér afar þungbæra. Hann segist afar ósáttur við aðdraganda hennar og niðurstöðu. Þetta segir Tómas í pistli á Facebook síðu sinni. Þar segir hann að niðurstaða rektors Karolinska, sem byggir á rannsókn sænsku vísindasiðanefndarinnar frá því í fyrra, hafa verið gagnrýnda fyrir ónákvæm vinnubrögð. „Engin ný efnisatriði virðast hafa komið fram í málinu og í umsögn rektorsins um þátt minn í umræddri vísindagrein gætir ónákvæmni og mér eru hreinlega eignaðir hlutir sem ég hafði aldrei aðkomu að. Ég fékk heldur ekki tækifæri til að fylgja eftir þeim gögnum sem ég afhenti nefndinni, þvert á gefin loforð. Það eru mér mikil vonbrigði að vera á grundvelli slíkra vinnubragða sakaður um vísindalegt misferli – ákvörðun sem ekki er hægt að áfrýja,“ skrifar Tómas.Marg hafi mátt gera betur Þar segir hann að margt hafi mátt gera betur í plastbarkamálinu og að margt af því hafi ekki komið í ljós fyrr en eftir á. „Þetta hefur verið rakið ítarlega í gegnum tíðina og ég ætla ekki að endurtaka það hér. Ég vísa því hins vegar alfarið á bug að hafa í greininni í Lancet vísvitandi sett fram staðhæfingar gegn betri vitund. Á starfsævi minni hef ég skrifað 210 vísindagreinar og aldrei fengið ámæli fyrir þau vísindastörf.“ Tómas Guðbjartsson og Andamarian Beyene sumarið 2012. Beyene lést eftir plastbarkaaðgerð.Vísir/VilhelmOle Petter Ottersen, rektor Karolinska birti niðurstöðu sína í gær. Að mati hans eiga 31 höfundur sök í málinu fyrir framlag til sjö vísindagreina en þeir séu aftur á móti ekki ábyrgir fyrir vísindalegu misferli. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til alvarlegra ágalla í þeim upplýsingum sem voru lagðar fram. Þær hafi bæði verði ónákvæmar og villandi. Í vísindagreinum læknanna hefðu verið settar fram afbakaðar og falsaðar lýsingar á ástandi sjúklinganna fyrir og eftir aðgerð. Þá kemur það auk þess fram í rannsókninni að skortur hafi verið á læknisfræðilegum rökstuðningi fyrir því að láta sjúklinga gangast undir aðgerðina. Tómas rekur í pistli sínum hvernig rannsókn Karolinska hefur farið fram og gagnrýnir þar vinnubrögð stofnunarinnar. Hann segist hafa á síðastliðnum fimm árum farið sjálfviljugur í ítarleg viðtöl við rannsóknarnefndir Karolinska stofnunarinnar, Karolinska sjúkrahússins, Landspítalans, Pál Hreinsson fyrir hönd Landspítala og Háskóla íslands og sænsku lögregluna. „Fyrir allar þessar nefndir lagði ég að eigin frumkvæði næstum 5000 bls. af gögnum sem forsvarsmenn allra nefndanna sögðu hafa skipt sköpum við að upplýsa málið. Í ítarlegum skýrslum ofangreindra nefnda fæ ég gagnrýni fyrir ýmislegt sem betur hefði mátt fara en hvergi er komist að þeirri niðurstöðu að ég hafi vísvitandi haft rangt við eða ekki haft hagsmuni sjúklingsins í fyrirrúmi.“Segist ekki hafa fengið að hitta þrjár nefndir Tómas segir jafnframt að þrjár nefndir á vegum Karolinska stofnunarinnar hafi hann aldrei fengið að hitta, þrátt fyrir ítrekaðar óskir um slíkt. „Sú fyrsta var nefnd Bengt Gerdins, sem skilaði áliti þegar árið 2015, en margir gagnrýndu þá nefnd harðlega fyrir að hafa rannsakað málið án þess að afla sér neinna gagna frá Íslandi. Þáverandi rektor Karólínska, Anders Hamsten, setti því á stofn nýja nefnd sem aðeins kallaði eftir gögnum en ekki tók viðtöl. Sú rannsókn var enn ófullkomnari en sú fyrri og ákvað rektor á grundvelli hennar að fría Paolo Macchiarini af öllum ásökunum um vísindamisferli í ágúst 2015,“ skrifar Tómas. Hann segir Karolinska stofnunina síðan hafa snúði þeirri ákvörðun við hálfu ári síðar eftir sýningu sænska sjónvarpsins á heimildaþáttum um Paolo Macchiarini og í kjölfarið hafi rektorinn þurft að segja af sér. „Upp úr því fékk sænska siðanefndin (CEPN) verkefnið að upplýsa málið en virtist aðallega byggja álit sitt á þá tveggja ára gamalli skýrslu Bengt Gerdin. Niðurstaða CEPN lá fyrir sl. haust og komst nefndin að þeirri niðurstöðu að allir 28 höfundar greinarinnar væru samsekir um vísindalegt misferli.Benti á ónákvæmni og rangfærslur Tómas segist hafa gagnrýnt skýrslu CEPN harðlega í bréfi til rektors Karolinska stofnunarinnar og bent á ónákvæmni og rangfærslur í skriflegum úrskurði þeirra. „Rannsakendur CEPN höfðu fengið aðgang að gögnum mínum en áður en ég afhenti þau nefndinni hafði ég sett sem skilyrði að ég fengi að hitta rannsakendurna og fylgja gögnunum eftir – sem þeir samþykktu. Þetta loforð brutu þeir síðar, og það án skýringa. Í úrskurði sínum ýjaði CEPN síðan að því að gögnin sem ég hefði lagt fram, og aðallega voru afrit af tölvupóstum, gætu talist hlutdræg, án þess þó að færa fyrir því nokkrar rök.“ Tómas ítrekar að lokum að þær ákvarðanir sem hann hafi tekið í tengslum við plastbarkaaðgerðina hafi verið teknar í góðri trú. „Ég er þó fyrstur til að viðurkenna að ég harma að hafa ekki sýnt meiri aðgæslu í samskiptum mínum við Karólínska sjúkrahúsið og Paolo Macchiarini sem ég lagði of mikið traust á.“
Heilbrigðismál Plastbarkamálið Tengdar fréttir Alvarlegast að plastbarkamálið varði mannréttindasáttmálann: „Ber okkur öllum skylda til að læra af þessu hörmulega máli“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir örlög sjúklingsins það mikilvægasta í plastbarkamálinu. 10. nóvember 2017 20:00 Tómas sagður á meðal þeirra sjö sem beri ábyrgð á vísindalegu misferli Rektor Karólínska háskólasjúkrahússins segir að málið hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir fræðasamfélagið í heild. 25. júní 2018 15:22 Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Paulo Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam Beyene. 5. desember 2017 19:32 Yfirlýsing frá Tómasi: Harmar að hafa ekki sýnt meiri aðgæslu Í yfirlýsingunni segist Tómas harma að hafa ekki sýnt meiri aðgæslu í samskiptum við Karolinska-sjúkrahúsið og Paolo Macchiarini. "Sem ég lagði of mikið traust á,“ segir Tómas um ítalska lækninn. 7. nóvember 2017 15:51 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Alvarlegast að plastbarkamálið varði mannréttindasáttmálann: „Ber okkur öllum skylda til að læra af þessu hörmulega máli“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir örlög sjúklingsins það mikilvægasta í plastbarkamálinu. 10. nóvember 2017 20:00
Tómas sagður á meðal þeirra sjö sem beri ábyrgð á vísindalegu misferli Rektor Karólínska háskólasjúkrahússins segir að málið hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir fræðasamfélagið í heild. 25. júní 2018 15:22
Macchiarini hafnar því að hafa blekkt Tómas Paulo Macchiarini segir að ígræðsla plastbarka hafi ekki verið fyrsti kostur þegar ákveðið var að framkvæma aðgerð á Andemariam Beyene. 5. desember 2017 19:32
Yfirlýsing frá Tómasi: Harmar að hafa ekki sýnt meiri aðgæslu Í yfirlýsingunni segist Tómas harma að hafa ekki sýnt meiri aðgæslu í samskiptum við Karolinska-sjúkrahúsið og Paolo Macchiarini. "Sem ég lagði of mikið traust á,“ segir Tómas um ítalska lækninn. 7. nóvember 2017 15:51
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent