Húsaleiga hækkað mun meira en kaupverð íbúða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júní 2018 08:58 Hæsta leiguverðið fyrir tveggja herbergja íbúðir er í austurhluta Reykjavíkur og hæsta verðið fyrir þriggja herbergja íbúðir er í vesturhluta borgarinnar, en miðborg Reykjavíkur telst til vesturhlutans samkvæmt Hagsjánni. vísir/vilhelm Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hafði í maí síðastliðnum hækkkað um 7,2 prósent frá því í maí í fyrra en á sama tíma hefur verð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu aðeins hækkað um 2,9 prósent. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans í dag. Þar segir að breytingar á leigu-og kaupverði fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu höfðu fylgst nokkuð náið allt frá árinu 2011 en þá var farið að birta vísitölu leiguverðs. „Um mitt sumar 2015 mældist töluverð lækkun á húsaleigu þannig að vísitala leiguverðs dróst töluvert aftur úr vísitölu kaupverðs. Upp frá því dró heldur sundur með þróun kaup- og leiguverðs allt þar til í júní í fyrra þegar verulega dró úr hækkunum kaupverðs. Síðan hefur dregið saman með þessum stærðum og leiguverð hækkað töluvert meira en kaupverð íbúða,“ segir í Hagsjánni. Hæsta leiguverðið fyrir tveggja herbergja íbúðir er í austurhluta Reykjavíkur og hæsta verðið fyrir þriggja herbergja íbúðir er í vesturhluta borgarinnar, en miðborg Reykjavíkur telst til vesturhlutans samkvæmt Hagsjánni: „Leiguverð fyrir 2ja herbergja íbúðir í maí er nær alls staðar töluvert hærra en á 3ja herbergja íbúðum, nema í Kópavogi. Leiguverð 3ja herbergja íbúða er svo líka nær alls staðar hærra en á stærstu íbúðunum. Munur á leiguverði 2ja og 3ja herbergja íbúða var mestur í Breiðholti, um 30%, en er að meðaltali um 8% á öllum svæðum. Munurinn á 3ja herbergja íbúðum og þeim stærri er mestur á Akureyri, um 30%, en er að meðaltali um 6%. Hæsta leiguverðið fyrir 2ja herbergja íbúðir er í austurhluta Reykjavíkur og hæsta verðið fyrir 3ja herbergja íbúðir er í vesturhluta Reykjavíkur. Miðborg Reykjavíkur telst hér til vesturhlutans. Hér er leiguverðið borið saman milli maímánaða 2017 og 2018. Vísitala leiguverðs hækkaði um 7,2% á milli þessara tímabila. Mesta breyting á leiguverði á þessum tíma er 26% hækkun 4-5ja herbergja íbúða í vesturhluta Reykjavíkur og þar á eftir koma 3ja herbergja íbúðir í austurhluta Reykjavíkur. Minnstu breytingarnar eru 7% lækkun á stærstu íbúðunum í Garðabæ og Hafnarfirði og um 5% hækkun á 3ja herbergja íbúðum í Breiðholti. Eins og oft hefur verið undirstrikað í Hagsjám Hagfræðideildar er jafnan um að ræða mikla dreifingu á bak við meðaltöl ýmissa stærða á fasteignamarkaði. Þá eru einnig töluverðar sveiflur á milli mælinga í einstökum mánuðum. Þessar aðstæður eiga ekki síður við um leigumarkaðinn en kaup- og sölumarkaðinn,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Húsnæðismál Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hafði í maí síðastliðnum hækkkað um 7,2 prósent frá því í maí í fyrra en á sama tíma hefur verð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu aðeins hækkað um 2,9 prósent. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans í dag. Þar segir að breytingar á leigu-og kaupverði fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu höfðu fylgst nokkuð náið allt frá árinu 2011 en þá var farið að birta vísitölu leiguverðs. „Um mitt sumar 2015 mældist töluverð lækkun á húsaleigu þannig að vísitala leiguverðs dróst töluvert aftur úr vísitölu kaupverðs. Upp frá því dró heldur sundur með þróun kaup- og leiguverðs allt þar til í júní í fyrra þegar verulega dró úr hækkunum kaupverðs. Síðan hefur dregið saman með þessum stærðum og leiguverð hækkað töluvert meira en kaupverð íbúða,“ segir í Hagsjánni. Hæsta leiguverðið fyrir tveggja herbergja íbúðir er í austurhluta Reykjavíkur og hæsta verðið fyrir þriggja herbergja íbúðir er í vesturhluta borgarinnar, en miðborg Reykjavíkur telst til vesturhlutans samkvæmt Hagsjánni: „Leiguverð fyrir 2ja herbergja íbúðir í maí er nær alls staðar töluvert hærra en á 3ja herbergja íbúðum, nema í Kópavogi. Leiguverð 3ja herbergja íbúða er svo líka nær alls staðar hærra en á stærstu íbúðunum. Munur á leiguverði 2ja og 3ja herbergja íbúða var mestur í Breiðholti, um 30%, en er að meðaltali um 8% á öllum svæðum. Munurinn á 3ja herbergja íbúðum og þeim stærri er mestur á Akureyri, um 30%, en er að meðaltali um 6%. Hæsta leiguverðið fyrir 2ja herbergja íbúðir er í austurhluta Reykjavíkur og hæsta verðið fyrir 3ja herbergja íbúðir er í vesturhluta Reykjavíkur. Miðborg Reykjavíkur telst hér til vesturhlutans. Hér er leiguverðið borið saman milli maímánaða 2017 og 2018. Vísitala leiguverðs hækkaði um 7,2% á milli þessara tímabila. Mesta breyting á leiguverði á þessum tíma er 26% hækkun 4-5ja herbergja íbúða í vesturhluta Reykjavíkur og þar á eftir koma 3ja herbergja íbúðir í austurhluta Reykjavíkur. Minnstu breytingarnar eru 7% lækkun á stærstu íbúðunum í Garðabæ og Hafnarfirði og um 5% hækkun á 3ja herbergja íbúðum í Breiðholti. Eins og oft hefur verið undirstrikað í Hagsjám Hagfræðideildar er jafnan um að ræða mikla dreifingu á bak við meðaltöl ýmissa stærða á fasteignamarkaði. Þá eru einnig töluverðar sveiflur á milli mælinga í einstökum mánuðum. Þessar aðstæður eiga ekki síður við um leigumarkaðinn en kaup- og sölumarkaðinn,“ segir í Hagsjá Landsbankans.
Húsnæðismál Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira