Maðurinn sem átti ekki að fá að spila á HM skoraði og Ástralía er úr leik Anton Ingi Leifsson skrifar 26. júní 2018 15:45 Guerrero fagnar marki sínu í dag. Vísir/afp Perú vann 2-0 sigur á Ástralíu er liðin mættust í síðusut umferð C-riðils á HM í knattspyrnu. Leikið var á Ólympíuleikvanginum í Sochi. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð fjörugur og bæði lið fengu sín færi til þess að skora. Ástralar þurftu sigur og treysta á að Danmörk tapaði gegn Frökkum en Perú var úr leik. Það var þó Perú sem komst yfir á átjándu mínútu leiksins en það gerði Andre Carillo. Hann skoraði þá glæsilegt mark með viðstöðulausu skoti eftir sendingu frá fyrirliðanum Paolo Guerrero. Eftir markið fengu Ástralir nokkur ágætis færi til þess að jafna metin en allt kom fyrir ekki og Perú leiddi með einu marki gegn engu í hálfleik. Ljóst að mikið þurfti að ganga á svo að Ástralir kæmust áfram.Tim Cahill var að spila á sínu fjórða HM-móti.Ekki batnaði ástandið er Guerrero skoraði annað mark Perú á fimmtu mínútu síðari hálfleiks eftir darraðadans. Það sem meira er; Guerrero átti ekki að fá að spila á HM eftir að hann féll á lyfjaprófi í október í fyrra. Fyrirliðar allra liðana í C-riðlinum tóku sig hins vegar saman og sendu sameiginlega yfirlýsingu til FIFA og eftir það ákvað FIFA að taka hann úr banninu. Það kom í bakið á Áströlum núna því þetta mark gerði út um þeirra vonir. Lítið markvert gerðist það sem eftir lifði leiksins en Perú endar því með þrjú stig í þriðja sætinu. Ástralar enda á botninum með eitt, Danir í því öðru með fimm og Frakkar á toppnum með sjö stig. Síðar í dag ræðst við hverja Danmörk og Frakkland spila í 16-liða úrslitunum en þau spila gegn liðunum í fyrsta og öðru sætinu í riðli okkar Íslendinga.Ágætis bið: #PER have won their first #WorldCup game since 1978, when they beat #IRN 4-1.The 40 year wait is over. pic.twitter.com/3QY3K8j6CE— Squawka Football (@Squawka) June 26, 2018 HM 2018 í Rússlandi
Perú vann 2-0 sigur á Ástralíu er liðin mættust í síðusut umferð C-riðils á HM í knattspyrnu. Leikið var á Ólympíuleikvanginum í Sochi. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð fjörugur og bæði lið fengu sín færi til þess að skora. Ástralar þurftu sigur og treysta á að Danmörk tapaði gegn Frökkum en Perú var úr leik. Það var þó Perú sem komst yfir á átjándu mínútu leiksins en það gerði Andre Carillo. Hann skoraði þá glæsilegt mark með viðstöðulausu skoti eftir sendingu frá fyrirliðanum Paolo Guerrero. Eftir markið fengu Ástralir nokkur ágætis færi til þess að jafna metin en allt kom fyrir ekki og Perú leiddi með einu marki gegn engu í hálfleik. Ljóst að mikið þurfti að ganga á svo að Ástralir kæmust áfram.Tim Cahill var að spila á sínu fjórða HM-móti.Ekki batnaði ástandið er Guerrero skoraði annað mark Perú á fimmtu mínútu síðari hálfleiks eftir darraðadans. Það sem meira er; Guerrero átti ekki að fá að spila á HM eftir að hann féll á lyfjaprófi í október í fyrra. Fyrirliðar allra liðana í C-riðlinum tóku sig hins vegar saman og sendu sameiginlega yfirlýsingu til FIFA og eftir það ákvað FIFA að taka hann úr banninu. Það kom í bakið á Áströlum núna því þetta mark gerði út um þeirra vonir. Lítið markvert gerðist það sem eftir lifði leiksins en Perú endar því með þrjú stig í þriðja sætinu. Ástralar enda á botninum með eitt, Danir í því öðru með fimm og Frakkar á toppnum með sjö stig. Síðar í dag ræðst við hverja Danmörk og Frakkland spila í 16-liða úrslitunum en þau spila gegn liðunum í fyrsta og öðru sætinu í riðli okkar Íslendinga.Ágætis bið: #PER have won their first #WorldCup game since 1978, when they beat #IRN 4-1.The 40 year wait is over. pic.twitter.com/3QY3K8j6CE— Squawka Football (@Squawka) June 26, 2018