Fótbolti

Aron: Gott að hafa átök á æfingum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frá æfingunni í morgun. Aron bregður á leik með Gylfa.
Frá æfingunni í morgun. Aron bregður á leik með Gylfa. Vilhelm
„Það er búið að ganga mjög vel og það hefur verið harka í þessu, eins og við töluðum um. Það er ákveðin keyrsla á æfingum og menn eru vel gíraðir í þetta.“

Þetta sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, á blaðamannafundi íslenska liðsins í morgun. Það var greinilegt á hans máli að menn væru búnir að jafna sig á tapinu gegn Nígeríu á föstudag.

„Það hafa verið smá átök á æfingum? Það virkar alltaf vel fyrir leiki. Það er gott að hafa smá keyrslu og tempó. Ég er á því að menn séu búnir að ná sér líkamlega og nú þurfum við bara að gera okkar. Það lítur alla vega þannig út að menn séu með einbeitinguna í lagi fyrir leikinn á morgun.“

Hann segir ljóst hvert verkefnið er. „Við munum gera allt sem við getum á vellinum og sjáum svo hvað gerist. Við höfum verk að vinna og ætlum að gera það á morgun.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×