Fótbolti

Heimir um Jóa Berg: Að öllum líkindum leikfær

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhann Berg á æfingunni í morgun.
Jóhann Berg á æfingunni í morgun. Vísir/Getty
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari færði þjóðinni góðar fréttir á blaðamannafundi í Rostov í morgun þegar hann staðfesti að Jóhann Berg Guðmundsson væri klár í slaginn fyrir leikinn gegn Króatíu á morgun.

„Það eru allir leikmenn klárir. Jói æfði með okkur í mrogun og lítur vel út. Hann hefur verið að lagast með hverjum deginu og hann tók fullan þátt í æfingunni í dag,“ sagði Heimir.

„Hann verður að öllum líkindum leikfær á morgun,“ bætti hann enn fremur við.

Þetta eru frábær tíðindi fyrir íslenska landsliðið en Jóhann Berg þurfti að fara meiddur af velli í síðari hálfleik gegn Argentínu. Jóhann Berg meiddist á kálfa og missti af leiknum gegn Nígeríu af þeim sökum.

Hann hefur verið í stífri endurhæfingu síðan þá sem virðist hafa borið góðan árangur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×