Brast í grát vegna eftirsjár í kjölfar kynþáttafordóma á netinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júní 2018 09:30 Roseanne Barr er umdeild. Vísir/AFP Bandaríska leikkonan Roseanne Barr brast í grát í tilfinningaþrungnu viðtali sem birt var á sunnudag. Barr lýsti yfir eftirsjár vegna tísts úr smiðju hennar, sem þrungið var kynþáttafordómum, og varð til þess að nýendurvaktir sjónvarpsþættir hennar, Roseanne, voru teknir af dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar ABC. Barr veitti vini sínum, rabbínanum Shmuley Boteach, umrætt viðtal sem hann birti í hlaðvarpsþætti sínum og ræddi áðurnefnt tíst. Í tístinu var að finna svívirðingar um fyrrverandi ráðgjafa Baracks Obama, Valerie Jarrett, og líkti Barr henni við apa. Jarrett er svört en apasamlíkingin hefur löngum verið ógeðfellt vopn í höndum rasista.Sjá einnig: Roseanne tekin af dagskrá eftir rasískt tíst Í viðtalinu sagði Barr tíst sitt tekið úr samhengi og að fólk hefði misskilið það sem hún skrifaði. Hún sagðist þó þurfa að horfast í augu við að tístið hefði sært fólk. „Þegar þú særir fólk, jafnvel þegar þú ætlaðir ekki að gera það, það er óafsakanlegt. Ég vil ekki flýja og blaðra um afsakanir,“ sagði Barr með kökkinn í hálsinum og bætti við að með tístinu hefði fáviska af hennar hálfu komið skýrt í ljós. Þá sagði hún að eftirköstin hefðu verið sérstaklega erfið þar sem hún „elskaði þá sem væru af afrísk-amerísku bergi brotnir.“ Á sínum tíma sagðist Barr hafa birt umrætt tíst undir áhrifum frá svefnlyfinu Ambien. Hún hefði aldrei tíst téðum ummælum um Jarrett allsgáð en sú afsökun féll í afar grýttan jarðveg hjá netverjum. Þá var þetta ekki í fyrsta skipti sem Barr lýsir yfir umdeildum skoðunum sínum á netinu en hún hefur ítrekað tíst framandlegum samsæriskenningum og níði um Clinton-fjölskylduna og aðra í demókrataflokknum. Sjálf er Barr yfirlýstur stuðningsmaður Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta og repúblikana. Viðtal Shmuley Boteach við Barr má hlusta á í heild hér. Þá má lesa handrit af viðtalinu hér. Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill að Bee hljóti sömu örlög og Roseanne Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að þáttur Samantha Bee verði tekin af dagskrá eftir að hún lét ónærgætin ummæli um dóttur Trump í þætti hennar. 1. júní 2018 15:00 Segja rasisma ekki vera fylgikvilla Ambien Leikkonan Roseanne Barr sagði í dag að hún hefði skrifað rasískt tíst sem leiddu til þess að hætt var með sjónvarpsþáttar hennar vegna þess að hún hefði verið undir áhrifum svefnlyfsins Ambien. 30. maí 2018 18:29 Roseanne þættirnir halda áfram án Roseanne Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur pantað nýja þáttaröð byggða á gamanþáttunum Roseanne. 22. júní 2018 08:04 Mest lesið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira
Bandaríska leikkonan Roseanne Barr brast í grát í tilfinningaþrungnu viðtali sem birt var á sunnudag. Barr lýsti yfir eftirsjár vegna tísts úr smiðju hennar, sem þrungið var kynþáttafordómum, og varð til þess að nýendurvaktir sjónvarpsþættir hennar, Roseanne, voru teknir af dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar ABC. Barr veitti vini sínum, rabbínanum Shmuley Boteach, umrætt viðtal sem hann birti í hlaðvarpsþætti sínum og ræddi áðurnefnt tíst. Í tístinu var að finna svívirðingar um fyrrverandi ráðgjafa Baracks Obama, Valerie Jarrett, og líkti Barr henni við apa. Jarrett er svört en apasamlíkingin hefur löngum verið ógeðfellt vopn í höndum rasista.Sjá einnig: Roseanne tekin af dagskrá eftir rasískt tíst Í viðtalinu sagði Barr tíst sitt tekið úr samhengi og að fólk hefði misskilið það sem hún skrifaði. Hún sagðist þó þurfa að horfast í augu við að tístið hefði sært fólk. „Þegar þú særir fólk, jafnvel þegar þú ætlaðir ekki að gera það, það er óafsakanlegt. Ég vil ekki flýja og blaðra um afsakanir,“ sagði Barr með kökkinn í hálsinum og bætti við að með tístinu hefði fáviska af hennar hálfu komið skýrt í ljós. Þá sagði hún að eftirköstin hefðu verið sérstaklega erfið þar sem hún „elskaði þá sem væru af afrísk-amerísku bergi brotnir.“ Á sínum tíma sagðist Barr hafa birt umrætt tíst undir áhrifum frá svefnlyfinu Ambien. Hún hefði aldrei tíst téðum ummælum um Jarrett allsgáð en sú afsökun féll í afar grýttan jarðveg hjá netverjum. Þá var þetta ekki í fyrsta skipti sem Barr lýsir yfir umdeildum skoðunum sínum á netinu en hún hefur ítrekað tíst framandlegum samsæriskenningum og níði um Clinton-fjölskylduna og aðra í demókrataflokknum. Sjálf er Barr yfirlýstur stuðningsmaður Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta og repúblikana. Viðtal Shmuley Boteach við Barr má hlusta á í heild hér. Þá má lesa handrit af viðtalinu hér.
Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill að Bee hljóti sömu örlög og Roseanne Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að þáttur Samantha Bee verði tekin af dagskrá eftir að hún lét ónærgætin ummæli um dóttur Trump í þætti hennar. 1. júní 2018 15:00 Segja rasisma ekki vera fylgikvilla Ambien Leikkonan Roseanne Barr sagði í dag að hún hefði skrifað rasískt tíst sem leiddu til þess að hætt var með sjónvarpsþáttar hennar vegna þess að hún hefði verið undir áhrifum svefnlyfsins Ambien. 30. maí 2018 18:29 Roseanne þættirnir halda áfram án Roseanne Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur pantað nýja þáttaröð byggða á gamanþáttunum Roseanne. 22. júní 2018 08:04 Mest lesið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira
Trump vill að Bee hljóti sömu örlög og Roseanne Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að þáttur Samantha Bee verði tekin af dagskrá eftir að hún lét ónærgætin ummæli um dóttur Trump í þætti hennar. 1. júní 2018 15:00
Segja rasisma ekki vera fylgikvilla Ambien Leikkonan Roseanne Barr sagði í dag að hún hefði skrifað rasískt tíst sem leiddu til þess að hætt var með sjónvarpsþáttar hennar vegna þess að hún hefði verið undir áhrifum svefnlyfsins Ambien. 30. maí 2018 18:29
Roseanne þættirnir halda áfram án Roseanne Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur pantað nýja þáttaröð byggða á gamanþáttunum Roseanne. 22. júní 2018 08:04