Þýsku ferðamennirnir sem óskuðu eftir hjálp björgunarsveita í morgun eru fundnir. Björgunarsveitarmenn frá Landsbjörgu, bæði frá Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu, lögðu af stað upp á Fimmvörðuháls á fimmta tímanum í nótt til að koma mönnunum til bjargar.
Sjá einnig: Ferðamenn í hættu á Fimmvörðuhálsi
Þeir kölluðu eftir aðstoð, en afleitt veður er á þessum slóðum, og höfðust mennirnir við í tjaldi, blautir og kaldir. Þeir voru þó ekki taldir í lífshættu.
Björgunarmenn fundu mennina á sjöunda tímanum, en þá hafði Þyrla gæslunnar flogið austur með leitarmenn. Hóparnir eru nú á leið til byggða.
Ferðamennirnir á Fimmvörðuhálsi fundnir

Tengdar fréttir

Ferðamenn í hættu á Fimmvörðuhálsi
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út í nótt vegna tveggja ferðamanna sem halda til í tjaldi á Fimmvörðuhálsi.