Enski boltinn

Hjarta enska landsliðsins liggur í kringum Manchester og Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fyndin liðsuppstilling enska landsliðsins fyrir leikinn á móti Panama.
Fyndin liðsuppstilling enska landsliðsins fyrir leikinn á móti Panama. Vísir/Getty
Enska þjóðin er löngu búin að gleyma tapinu vandræðalega á móti íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum enska landsliðsins á HM í Rússlandi.

Það sem gerir alla í Englandi enn spenntari fyrir árangri enska liðsins er að þarna er á ferðinni sannkallað framtíðarlið. Meðalaldur liðsins er í kringum 26 ár sem er með því lægsta í keppninni.

Meðal þess sem menn hafa verið að skoða er hvar 23 leikmenn enska liðsins ólust upp. Þar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós.

13 af 23 leikmönnum enska landsliðsins ólust nefnilega upp í kringum Manchester og Liverpool. Auk þeirra ólust tveir til viðbótar norður í Sunderland.





Meginhluti enska landsliðsins í dag, eða fimmtán manns, eru því frá Norður-Englandi.

Norður-kjarni enska landsliðsins hefur verið að stækka hægt og bítandi í undanförum heimsmeistarakeppnum. Tíu leikmenn voru þaðan í HM-hópnum 2014 en aðeins sex í HM-hópnum 2010.





Kortið sem BBC tók saman.Skjámynd/BBC
Leikmennirnir fimmtán sem eru frá svæðinu í kringum Manchester og Liverpool eru eftirtaldir.

Marcus Rashford og Danny Welbeck eru frá Manchester og Trent Alexander-Arnold er frá Liverpool.

Kyle Walker, Jamie Vardy og Harry Maguire eru allir frá Sheffield.

Danny Rose er frá Doncaster, John Stones er frá Barnsley og Fabian Delph er frá Bradford.

Jesse Lingard er frá Warrington og Phil Jones er frá Clayton-le-Woods.

Jordan Henderson og Jordan Pickford eru síðan frá Sunderland sem er reyndar mun norðar.

Þrír leikmenn enska liðsins í dag eru annars frá höfuðborginni London. Það eru þeir Harry Kane, Ruben Loftus-Cheek og Raheem Sterling. Tveir aðrir ólust upp nálægt London en það eru Dele Alli sem er frá Milton Keynes og Ashley Young sem er frá Stevenage.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×