Þriggja hesta kapphlaup um Íslandsmeistaratitilinn Hjörvar Ólafsson skrifar 25. júní 2018 13:00 Elín Metta Jensen skoraði tvö í gærkvöld. vísir/ernir Baráttan á toppi Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu er æsispennandi, en útlit er fyrir að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn muni standa á milli þriggja liða fram á haustið. Þór/KA sem er ríkjandi Íslandsmeistari hirti toppsætið af Breiðabliki með 2-0 sigri í leik liðanna fyrir norðan í gær. Sandra María Jessen skorað bæði mörk Þórs/KA í leiknum, en hún er í baráttu við Elínu Mettu Jensen, framherja Vals, og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur, framherja Breiðabliks, um markadrottningatitilinn. Sandra María hefur skorað sjö mörk eftir mörkin sín tvö í leiknum í gær, en Berglind Björg einu marki meira. Þór/KA trónir á toppi deildarinnar með 19 stig þegar sjö umferðir eru búnar af deildinni, en Breiðablik er einu stigi á eftir í öðru sæti deildarinnar Elín Metta skoraði sömuleiðis tvö mörk þegar Valur bar sigurorð af FH, 4-2, í leik liðanna í Kaplakrika. Hún Thelma Björk Einarsdóttir og Crystal Thomas komu Val tveimur mörkum yfir áður en Jasmín Erla Ingadóttir minnkaði muninn fyrir FH. Elín Metta róaði taugar Valsmanna með því að koma liðinu 3-1 yfir, en Hanna Marie Barker jók spennuna á nýjan leik þegar hún kom FH inn í leikinn á nýjan leik með marki þegar rúmlega 20 mínútur voru eftir af leiknum. Elín Metta innsiglaði hins vegar sigurinn þegar hún skoraði annað mark sitt undir lok leiksins. Valur, sem hefur haft betur í síðustu sex leikjum sínum í deild og bikar, hefur 18 stig, en liðið hefur jafn mörg stig og Breiðablik og er sæti ofar vegna hagstæðari markatölu. Valur fær svo topplið deildarinnar, Þór/KA, í heimsókn í næsta deildarleik sínum og mætir svo Breiðabliki í toppslag á Kópavogsvelli í umferðinni þar á eftir. Línur gætu því skýrst í toppbaráttunni í næstu tveimur umferðum deildarinnar. Það eykur svo ánægjuna við sigurgöngu Valskvenna að Dóra María Lárusdóttir hefur jafnað sig á krossbandsslitum og er farin að leika með liðinu að nýju. Dóra María hefur komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum liðsins og finni hún sitt fyrra form gæti hún skipt sköpum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Grindavík náði síðan í öflugt stig í fallbaráttu deildarinnar þegar liðið sótti stig til Vestmannaeyja með því að gera 1-1 jafntefli á móti ÍBV. Rio Hardy náði forystunni fyrir Grindavík, en Caroline Van Slambrouck sá til þess að liðin skildu jöfn. Breski framherjinn Hardy, sem gekk til liðs við Grindavík fyrir tímabilið, hefur reynst liðinu vel, en þetta var fjórða mark hennar í deildinni á yfirstandandi leiktíð. Grindavík hefur sex stig eftir þessi úrslit og er þremur stigum frá fallsæti eins og sakir standa, en KR sem situr í öðru fallsætinu á leik til góða á Suðurnesjarliðið. ÍBV hefur aftur á móti átta stig og vonir liðsins um að blanda sér í toppbaráttuna orðnar fjarlægar og liðið mun sogast í niður fallbaráttu deildarinnar ef fram heldur sem horfir. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Baráttan á toppi Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu er æsispennandi, en útlit er fyrir að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn muni standa á milli þriggja liða fram á haustið. Þór/KA sem er ríkjandi Íslandsmeistari hirti toppsætið af Breiðabliki með 2-0 sigri í leik liðanna fyrir norðan í gær. Sandra María Jessen skorað bæði mörk Þórs/KA í leiknum, en hún er í baráttu við Elínu Mettu Jensen, framherja Vals, og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur, framherja Breiðabliks, um markadrottningatitilinn. Sandra María hefur skorað sjö mörk eftir mörkin sín tvö í leiknum í gær, en Berglind Björg einu marki meira. Þór/KA trónir á toppi deildarinnar með 19 stig þegar sjö umferðir eru búnar af deildinni, en Breiðablik er einu stigi á eftir í öðru sæti deildarinnar Elín Metta skoraði sömuleiðis tvö mörk þegar Valur bar sigurorð af FH, 4-2, í leik liðanna í Kaplakrika. Hún Thelma Björk Einarsdóttir og Crystal Thomas komu Val tveimur mörkum yfir áður en Jasmín Erla Ingadóttir minnkaði muninn fyrir FH. Elín Metta róaði taugar Valsmanna með því að koma liðinu 3-1 yfir, en Hanna Marie Barker jók spennuna á nýjan leik þegar hún kom FH inn í leikinn á nýjan leik með marki þegar rúmlega 20 mínútur voru eftir af leiknum. Elín Metta innsiglaði hins vegar sigurinn þegar hún skoraði annað mark sitt undir lok leiksins. Valur, sem hefur haft betur í síðustu sex leikjum sínum í deild og bikar, hefur 18 stig, en liðið hefur jafn mörg stig og Breiðablik og er sæti ofar vegna hagstæðari markatölu. Valur fær svo topplið deildarinnar, Þór/KA, í heimsókn í næsta deildarleik sínum og mætir svo Breiðabliki í toppslag á Kópavogsvelli í umferðinni þar á eftir. Línur gætu því skýrst í toppbaráttunni í næstu tveimur umferðum deildarinnar. Það eykur svo ánægjuna við sigurgöngu Valskvenna að Dóra María Lárusdóttir hefur jafnað sig á krossbandsslitum og er farin að leika með liðinu að nýju. Dóra María hefur komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum liðsins og finni hún sitt fyrra form gæti hún skipt sköpum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Grindavík náði síðan í öflugt stig í fallbaráttu deildarinnar þegar liðið sótti stig til Vestmannaeyja með því að gera 1-1 jafntefli á móti ÍBV. Rio Hardy náði forystunni fyrir Grindavík, en Caroline Van Slambrouck sá til þess að liðin skildu jöfn. Breski framherjinn Hardy, sem gekk til liðs við Grindavík fyrir tímabilið, hefur reynst liðinu vel, en þetta var fjórða mark hennar í deildinni á yfirstandandi leiktíð. Grindavík hefur sex stig eftir þessi úrslit og er þremur stigum frá fallsæti eins og sakir standa, en KR sem situr í öðru fallsætinu á leik til góða á Suðurnesjarliðið. ÍBV hefur aftur á móti átta stig og vonir liðsins um að blanda sér í toppbaráttuna orðnar fjarlægar og liðið mun sogast í niður fallbaráttu deildarinnar ef fram heldur sem horfir.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira