Sjö ára börn spila skotleikinn Fortnite Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. júní 2018 19:15 Börn, jafnvel yngri en sjö ára, spila reglulega skotleikinn Fortnite sem er bannaður börnum yngri en tólf ára. Leikurinn snýst um að skjóta þá sem eru í kring í von um að standa uppi sem eini aðilinn eftirlifandi. Skólastjórnendur segja tímabært að foreldrar sameinist um að grípa inn í tölvunotkun barna enda sé um vaxandi vanda að ræða. „Í rauninni er þetta allt sett fram á mjög teiknimyndalegan máta. Þannig leikurinn er ekki eins og aðrir skotleikir að mínu mati, en jú það eru byssur í leiknum og þú þarft að skjóta aðra til að sigra,“ segir John Andri, sölumaður í Elko. Leikurinn vinsæli er bannaður innan tólf ára aldurs vegna ofbeldis. Þó er hann aðgengilegur í öllum Playstation tölvum og snjallsímum. Börn allt niður í 7 ára aldur spila leikinn reglulega, sem er áhyggjuefni að mati skólastjóra í Reykjavik. Þá segir fyrrum tölvufíkill mikilvægt að foreldrar fylgist með tölvunotkun barna sinna. Í dag vanti upp á að foreldrar standi saman í því að setja takmörk og grípa inn í. „Þetta er ofbeldisleikur þó það séu til verri leikir en Fortnite. Þá er þetta skotleikur, hann gengur út á að drepa andstæðinginn og safna byssum,“ segir Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson, fyrrum tölvufíkill.Leikurinn Fortniteskjáskot úr fréttÍ gær fjallaði Vísir um vaxandi tölvufíkn en sálfræðingurinn Eyjólfur Örn Jónsson hefur miklar áhyggjur af vandanum sem hann segir aukast hratt, sérstaklega meðal ungra barna. „Það er aukning, engin spurning. Eftir því sem að tækninni fleytir áfram og leikirnir verða flottari og flóknari þá fellur stærri hópur fyrir þessu. Nú sjáum við, með tilkomu Fortnite, að stelpurnar eru í auknum mæli að sækja tölvuleiki. Þær hafa verið minna áberandi þar, en nú sjáum við þær birtast í stærri hópum, segir Eyjólfur Örn Jónsson,“ sálfræðingur. John tekur undir með Eyjólfi og segir marga foreldra hafa áhyggjur af tölvuleikjanotkun barna sinna. Nýverið kynntu Apple og Google nýja útfærslu af stýrikerfi sem býður upp á tímastjórnun í símum og tölvum. „Þá getur þú sett foreldralæsingu, til að mynda fyrir tölvuleiki. Þannig er hægt að setja tímamörk, þannig að barnið sé í tölvuleiknum í ákveðið marga klukkutíma eða á ákveðnum tíma dags,“ segir John. Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sálfræðingur hefur áhyggjur af fjölgun ungra barna með tölvufíkn: Dæmi eru um að börn hóti að svipta sig lífi verði tölvur teknar af þeim Í alvarlegustu tilfellum sofa börn á lyklaborðum og eiga ekki eðlileg samskipti. 23. júní 2018 19:15 Viðurkenna tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Fleiri fréttir Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða Sjá meira
Börn, jafnvel yngri en sjö ára, spila reglulega skotleikinn Fortnite sem er bannaður börnum yngri en tólf ára. Leikurinn snýst um að skjóta þá sem eru í kring í von um að standa uppi sem eini aðilinn eftirlifandi. Skólastjórnendur segja tímabært að foreldrar sameinist um að grípa inn í tölvunotkun barna enda sé um vaxandi vanda að ræða. „Í rauninni er þetta allt sett fram á mjög teiknimyndalegan máta. Þannig leikurinn er ekki eins og aðrir skotleikir að mínu mati, en jú það eru byssur í leiknum og þú þarft að skjóta aðra til að sigra,“ segir John Andri, sölumaður í Elko. Leikurinn vinsæli er bannaður innan tólf ára aldurs vegna ofbeldis. Þó er hann aðgengilegur í öllum Playstation tölvum og snjallsímum. Börn allt niður í 7 ára aldur spila leikinn reglulega, sem er áhyggjuefni að mati skólastjóra í Reykjavik. Þá segir fyrrum tölvufíkill mikilvægt að foreldrar fylgist með tölvunotkun barna sinna. Í dag vanti upp á að foreldrar standi saman í því að setja takmörk og grípa inn í. „Þetta er ofbeldisleikur þó það séu til verri leikir en Fortnite. Þá er þetta skotleikur, hann gengur út á að drepa andstæðinginn og safna byssum,“ segir Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson, fyrrum tölvufíkill.Leikurinn Fortniteskjáskot úr fréttÍ gær fjallaði Vísir um vaxandi tölvufíkn en sálfræðingurinn Eyjólfur Örn Jónsson hefur miklar áhyggjur af vandanum sem hann segir aukast hratt, sérstaklega meðal ungra barna. „Það er aukning, engin spurning. Eftir því sem að tækninni fleytir áfram og leikirnir verða flottari og flóknari þá fellur stærri hópur fyrir þessu. Nú sjáum við, með tilkomu Fortnite, að stelpurnar eru í auknum mæli að sækja tölvuleiki. Þær hafa verið minna áberandi þar, en nú sjáum við þær birtast í stærri hópum, segir Eyjólfur Örn Jónsson,“ sálfræðingur. John tekur undir með Eyjólfi og segir marga foreldra hafa áhyggjur af tölvuleikjanotkun barna sinna. Nýverið kynntu Apple og Google nýja útfærslu af stýrikerfi sem býður upp á tímastjórnun í símum og tölvum. „Þá getur þú sett foreldralæsingu, til að mynda fyrir tölvuleiki. Þannig er hægt að setja tímamörk, þannig að barnið sé í tölvuleiknum í ákveðið marga klukkutíma eða á ákveðnum tíma dags,“ segir John.
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sálfræðingur hefur áhyggjur af fjölgun ungra barna með tölvufíkn: Dæmi eru um að börn hóti að svipta sig lífi verði tölvur teknar af þeim Í alvarlegustu tilfellum sofa börn á lyklaborðum og eiga ekki eðlileg samskipti. 23. júní 2018 19:15 Viðurkenna tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Fleiri fréttir Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða Sjá meira
Sálfræðingur hefur áhyggjur af fjölgun ungra barna með tölvufíkn: Dæmi eru um að börn hóti að svipta sig lífi verði tölvur teknar af þeim Í alvarlegustu tilfellum sofa börn á lyklaborðum og eiga ekki eðlileg samskipti. 23. júní 2018 19:15
Viðurkenna tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. 20. júní 2018 06:00