Kroos hetja Þjóðverja í sigri á Svíum Einar Sigurvinsson skrifar 23. júní 2018 20:00 Toni Kross skoraði sigurmark leiksins á 95. mínútu. getty Sigurmark Toni Kroos á 95. mínútu tryggði Þýskalandi 2-1 sigur á Svíþjóð í lokaleik 2. umferðar F-riðils á HM í knattspyrnu. Þýskaland byrjaði leikinn af miklum krafti og strax á 3. mínútu leiksins fengu þeir gott færi. Julian Draxler fékk þá boltann inni á markteig Svía en skot hans fór af varnarmanni og aftur fyrir. Þýskaland réði lögum og lofum á vellinum framan af en eitt hættulegasta færi fyrri hálfleiks féll þó í skaut Svía. Marcus Berg slapp þar einn í gegn á móti Manuel Neuer en skot hans fór beint í fyrirliðann í markinu. Svíar vildu meina Jerome Boateng hefði brotið á Berg í sókninni og höfðu sennilega eitthvað til síns máls, en dómari leiksins dæmdi ekki vítaspyrnu og kaus að skoða atvikið ekki nánar með aðstoð VAR. Svíar tóku forystuna á 32. mínútu. Toni Kroos gerði þar sjaldséð mistök þegar hann gaf boltann beint á Marcus Berg sem kom boltanum á Viktor Claesson. Claesson kom boltanum fyrir markið á Ola Toivonen sem kláraði færið vel með því að vippa yfir Manuel Neuer í marki Þýskaland. Þýskaland byrjaði síðari hálfleikinn af miklum krafti og á 46. mínútu tókst Marco Reus að jafna leikinn. Hann skoraði eftir sendingu fyrir markið frá Mario Gomez sem kom inn á í hálfleik. Þrátt fyrir stórsókn Þjóðverja náðu heimsmeistararnir ekki að finna leiðina í netið og leyndi pirringur leikmanna sér ekki. Á 82. mínútu var Jérôme Boateng vikið af velli eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald eftir tæklingu á Marcus Berg. Einum færri Þjóðverjar héldu áfram að sækja stíft á mark Svía og náði loksins að finna sigurmarkið í blálok leiksins. Þá fengu Þjóðverjar aukaspyrnu rétt við vítateig Svía. Marco Reus lagði boltann fyrir Toni Kroos sem skoraði með glæsilegu skoti upp í fjærhornið. Úrslitin þýða að enn er allt opið fyrir lokaumferðina F-riðli. Mexíkó situr í efsta sæti riðilsins með sex stig en Þýskaland og Svíþjóð hafa bæði þrjú stig. HM 2018 í Rússlandi
Sigurmark Toni Kroos á 95. mínútu tryggði Þýskalandi 2-1 sigur á Svíþjóð í lokaleik 2. umferðar F-riðils á HM í knattspyrnu. Þýskaland byrjaði leikinn af miklum krafti og strax á 3. mínútu leiksins fengu þeir gott færi. Julian Draxler fékk þá boltann inni á markteig Svía en skot hans fór af varnarmanni og aftur fyrir. Þýskaland réði lögum og lofum á vellinum framan af en eitt hættulegasta færi fyrri hálfleiks féll þó í skaut Svía. Marcus Berg slapp þar einn í gegn á móti Manuel Neuer en skot hans fór beint í fyrirliðann í markinu. Svíar vildu meina Jerome Boateng hefði brotið á Berg í sókninni og höfðu sennilega eitthvað til síns máls, en dómari leiksins dæmdi ekki vítaspyrnu og kaus að skoða atvikið ekki nánar með aðstoð VAR. Svíar tóku forystuna á 32. mínútu. Toni Kroos gerði þar sjaldséð mistök þegar hann gaf boltann beint á Marcus Berg sem kom boltanum á Viktor Claesson. Claesson kom boltanum fyrir markið á Ola Toivonen sem kláraði færið vel með því að vippa yfir Manuel Neuer í marki Þýskaland. Þýskaland byrjaði síðari hálfleikinn af miklum krafti og á 46. mínútu tókst Marco Reus að jafna leikinn. Hann skoraði eftir sendingu fyrir markið frá Mario Gomez sem kom inn á í hálfleik. Þrátt fyrir stórsókn Þjóðverja náðu heimsmeistararnir ekki að finna leiðina í netið og leyndi pirringur leikmanna sér ekki. Á 82. mínútu var Jérôme Boateng vikið af velli eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald eftir tæklingu á Marcus Berg. Einum færri Þjóðverjar héldu áfram að sækja stíft á mark Svía og náði loksins að finna sigurmarkið í blálok leiksins. Þá fengu Þjóðverjar aukaspyrnu rétt við vítateig Svía. Marco Reus lagði boltann fyrir Toni Kroos sem skoraði með glæsilegu skoti upp í fjærhornið. Úrslitin þýða að enn er allt opið fyrir lokaumferðina F-riðli. Mexíkó situr í efsta sæti riðilsins með sex stig en Þýskaland og Svíþjóð hafa bæði þrjú stig.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti