VAR-dómur kom Áströlum til bjargar á móti Dönum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2018 14:00 Christian Eriksen talar máli Dana við spænska dómarann. Vísir/Getty Danmörk og Ástralía gerðu 1-1 jafntefli í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi en myndbandadómur réð úrslitum í leiknum. Christian Eriksen kom Dönum yfir með glæsilegu marki í upphafi leiks en Mile Jedinak jafnaði metin úr vítaspyrnu rétt fyrir hálfleik. Vítaspyrnan var umdeild en þar var á ferðinni mjög stangur dómur með hjálp myndbandadómgæslu. Þetta VAR aldrei víti að mati Dana og þeir eru ekki þeir einu. Danir voru mun betri framan af leik en Ástralir unnu sig inn í leikinn og voru síðan mun hættulegri í seinni hálfleiknum. Mörkin urðu aftur á móti ekki fleiri. Þótt að Dönum hafði fundið á sér brotið með þessum vítaspyrnudómi þá áttu Ástralir stigið skilið miðað við spilamennskuna í leiknum sjálfum. Ástralir sóttu líka af mun meiri krafti í seinni hálfleiknum og gátu auðveldlega náð inn sigurmarki sérstaklega í blálokin þegar danski markvörðurinn Kasper Schmeichel varði mjög vel í tvígang með nokkurra sekúndna millibili. Þetta var fyrsta stig Ástrala í keppninni og þeir eru því enn á lífi. Danir eru með fjögur stig en hefði farið langt með að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum mðe sigri í þessum leik.#DEN sit top of Group C with #FRA yet to play. #AUS still harbour hopes of qualifying for the knockout stages https://t.co/ZLqz7Z9m9Epic.twitter.com/CwC8s7MclI — Telegraph Football (@TeleFootball) June 21, 2018 Christian Eriksen kom Dönum í 1-0 á 7. mínútu með frábæru skoti utarlega úr teignum eftir skemmtilega og sniðuga sendingu frá Nicolai Jørgensen. Ástralir byrjuðu illa en unnu sig inn í leikinn. Þeir voru búnir að eiga ágætar mínútur þegar þeir fengu vítaspyrnu. Spænski dómarinn Antonio Mateu Lahoz dæmdi ekkert í fyrstu þegar boltinn var skallaður af stuttu færi í hönd Yussuf Poulsen. Hann fékk stuttu síðar skilaboð frá myndbandadómurum sínum. Spænski dómarinn var fljótur að dæma víti eftir að hafa séð myndbandið en þó að allir séu sammála um að boltinn fór í hönd leikmannsins þá var þetta aldrei viljandi auk þess sem skallinn fór í hann af stuttu færi. Yussuf Poulsen var þarna að fá dæmda á sig vítaspyrnu í öðrum leiknum í röð og það hafði ekki gerst á HM í 80 ár. Yussuf fékk líka gult spjald og verður í banni á móti Frökkum. HM 2018 í Rússlandi
Danmörk og Ástralía gerðu 1-1 jafntefli í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi en myndbandadómur réð úrslitum í leiknum. Christian Eriksen kom Dönum yfir með glæsilegu marki í upphafi leiks en Mile Jedinak jafnaði metin úr vítaspyrnu rétt fyrir hálfleik. Vítaspyrnan var umdeild en þar var á ferðinni mjög stangur dómur með hjálp myndbandadómgæslu. Þetta VAR aldrei víti að mati Dana og þeir eru ekki þeir einu. Danir voru mun betri framan af leik en Ástralir unnu sig inn í leikinn og voru síðan mun hættulegri í seinni hálfleiknum. Mörkin urðu aftur á móti ekki fleiri. Þótt að Dönum hafði fundið á sér brotið með þessum vítaspyrnudómi þá áttu Ástralir stigið skilið miðað við spilamennskuna í leiknum sjálfum. Ástralir sóttu líka af mun meiri krafti í seinni hálfleiknum og gátu auðveldlega náð inn sigurmarki sérstaklega í blálokin þegar danski markvörðurinn Kasper Schmeichel varði mjög vel í tvígang með nokkurra sekúndna millibili. Þetta var fyrsta stig Ástrala í keppninni og þeir eru því enn á lífi. Danir eru með fjögur stig en hefði farið langt með að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum mðe sigri í þessum leik.#DEN sit top of Group C with #FRA yet to play. #AUS still harbour hopes of qualifying for the knockout stages https://t.co/ZLqz7Z9m9Epic.twitter.com/CwC8s7MclI — Telegraph Football (@TeleFootball) June 21, 2018 Christian Eriksen kom Dönum í 1-0 á 7. mínútu með frábæru skoti utarlega úr teignum eftir skemmtilega og sniðuga sendingu frá Nicolai Jørgensen. Ástralir byrjuðu illa en unnu sig inn í leikinn. Þeir voru búnir að eiga ágætar mínútur þegar þeir fengu vítaspyrnu. Spænski dómarinn Antonio Mateu Lahoz dæmdi ekkert í fyrstu þegar boltinn var skallaður af stuttu færi í hönd Yussuf Poulsen. Hann fékk stuttu síðar skilaboð frá myndbandadómurum sínum. Spænski dómarinn var fljótur að dæma víti eftir að hafa séð myndbandið en þó að allir séu sammála um að boltinn fór í hönd leikmannsins þá var þetta aldrei viljandi auk þess sem skallinn fór í hann af stuttu færi. Yussuf Poulsen var þarna að fá dæmda á sig vítaspyrnu í öðrum leiknum í röð og það hafði ekki gerst á HM í 80 ár. Yussuf fékk líka gult spjald og verður í banni á móti Frökkum.