Ekkert sem bendi til kjarnorkuafvopnunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2018 08:39 Norður-kóreskur horfir hér yfir landamærin til Suður-Kóreu. Vísir/epa Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að sér sé ekki kunnugt um að kjarnorkuafvopnun sé hafin í Norður-Kóreu. Í samkomulagi sem Kim Jong-un, leiðtogi ríkisins og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu fyrr í þessum mánuði var kveðið á um löndin tvö myndu vinna saman að kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Þrátt fyrir það segir varnarmálaráðherran James Mattis að hann búist ekki við því að afvopnunin hefjist á næstunni. Mattis ræddi við blaðamenn í gærkvöldi um þá óvissu sem er uppi um næstu skref eftir Singapúrfund leiðtoganna tveggja.Sjá einnig: Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Strax eftir fundinn sagði Trump að stjórnvöld í Pjongjang væru þegar farin að losa sig við kjarnavopn og að skotsvæði þeirra yrðu rifin niður á næstunni. Í staðinn hét Trump því að láta af sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna og Suður-Kóreu á Kóreuskaganum.James Mattis horfir hér á breska varnarmálaráðherrann Michael Fallon.Vísir/GettyFyrr í þessari viku var greint frá því að fyrirhuguðum æfingum hersveitanna í ágúst næstkomandi hafi því verið blásnar af. Mattis sagði hins vegar í gærkvöldi, aðspurður hvort Norður-Kóreumenn hefðu gripið til einhverra aðgerða eftir fundinn, að hann teldi svo ekki vera. Í það minnsta hefði hann ekki heyrt af neinum tilraunum stjórnvalda í Pjongjang til að verða við ákvæðum Singapúrsamningsins. Það kæmi honum þó ekki á óvart enda væru ríkin tvö ekki búin að sammælast um framkvæmd og smáatriði samningsins. Það verði gert á komandi fundum. Varnarmálaráðherrann segist hins vegar ekki vita hvenær bandarískir erindrekar muni funda næst með fulltrúum Norður-Kóreu. Hann býst þó við að fundur þeirra muni eiga sér stað einhvern tímann á næstu vikum. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Fyrst vopnin, svo þvinganirnar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea verði áfram beitt viðskiptaþvingunum þangað til að stjórnvöld ríkisins hafa sýnt fram á algjöra kjarnorkuafvopnun. 14. júní 2018 06:29 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segir að sér sé ekki kunnugt um að kjarnorkuafvopnun sé hafin í Norður-Kóreu. Í samkomulagi sem Kim Jong-un, leiðtogi ríkisins og Bandaríkjaforsetinn Donald Trump undirrituðu fyrr í þessum mánuði var kveðið á um löndin tvö myndu vinna saman að kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Þrátt fyrir það segir varnarmálaráðherran James Mattis að hann búist ekki við því að afvopnunin hefjist á næstunni. Mattis ræddi við blaðamenn í gærkvöldi um þá óvissu sem er uppi um næstu skref eftir Singapúrfund leiðtoganna tveggja.Sjá einnig: Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Strax eftir fundinn sagði Trump að stjórnvöld í Pjongjang væru þegar farin að losa sig við kjarnavopn og að skotsvæði þeirra yrðu rifin niður á næstunni. Í staðinn hét Trump því að láta af sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna og Suður-Kóreu á Kóreuskaganum.James Mattis horfir hér á breska varnarmálaráðherrann Michael Fallon.Vísir/GettyFyrr í þessari viku var greint frá því að fyrirhuguðum æfingum hersveitanna í ágúst næstkomandi hafi því verið blásnar af. Mattis sagði hins vegar í gærkvöldi, aðspurður hvort Norður-Kóreumenn hefðu gripið til einhverra aðgerða eftir fundinn, að hann teldi svo ekki vera. Í það minnsta hefði hann ekki heyrt af neinum tilraunum stjórnvalda í Pjongjang til að verða við ákvæðum Singapúrsamningsins. Það kæmi honum þó ekki á óvart enda væru ríkin tvö ekki búin að sammælast um framkvæmd og smáatriði samningsins. Það verði gert á komandi fundum. Varnarmálaráðherrann segist hins vegar ekki vita hvenær bandarískir erindrekar muni funda næst með fulltrúum Norður-Kóreu. Hann býst þó við að fundur þeirra muni eiga sér stað einhvern tímann á næstu vikum.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Fyrst vopnin, svo þvinganirnar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea verði áfram beitt viðskiptaþvingunum þangað til að stjórnvöld ríkisins hafa sýnt fram á algjöra kjarnorkuafvopnun. 14. júní 2018 06:29 Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Fyrst vopnin, svo þvinganirnar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea verði áfram beitt viðskiptaþvingunum þangað til að stjórnvöld ríkisins hafa sýnt fram á algjöra kjarnorkuafvopnun. 14. júní 2018 06:29
Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu. 14. júní 2018 06:00
Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45