Vilja að Trump missi áfengisleyfið Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2018 06:18 Trump International hótelið í Washington DC er hið glæsilegasta. TIH Hópur trúarleiðtoga og lögmenntaðra í Bandaríkjunum segja að hótel í eigu Bandaríkjaforsetans Donalds Trump ætti að missa áfengisleyfi sitt. Hópurinn sendi inn formlega kvörtun til leyfisveitandans Alcoholic Beverage Control Board þar sem fram kom að Trump International hótelið í Washington DC hafi fyrirgert sér réttinum til áfengissölu vegna „svívirðilegrar framkomu“ stofnandans. Reglur borgarinnar kveða á um að aðeins fólk með „gott geðslag“ (e. good character) hafi heimild til að selja áfengi í Washington. Hópurinn telur hins vegar að forsetinn, stofnandi umrædds hótels, sé „ekki með gott geðslag.“ Hópurinn samanstendur af fyrrverandi dómurum, sem og rabbínum og prestum. Meðal helsta röksemda hans fyrir leyfissviptingunni eru ásakanir á hendur forsetanum um kynferðislega áreitni sem og „ótal rasískar athugasemdir hans“ í gegnum árin. Í því samhengi er minnst á ummæli hans um að Afríkuríki væru „skítaholur.“ Hópurinn segir jafnframt að Trump hafi árum saman logið um ríkidæmi sitt, sem og að hafa átt í sambandi við klámstjörnu meðan hann var giftur annarri konu - núverandi eiginkonu sinni Melaniu Trump. Þrátt fyrir að hópurinn segist gera sér grein fyrir því að siðferismatið eigi sér yfirleitt stað fyrir leyfisveitinguna telur hann að framganga Trump kalli á endurskoðun. Þó svo að Trump sé ríkur og valdamikill geri það hann ekki undanþeginn kröfunni um gott geðslag. Synir Trump hafa haldið um stjórnartaumana í fyrirtækjum hans eftir að hann tók við embætti forseta. Hann á þó ennþá öll hlutabréfin sín í Trump Organization. Donald Trump Tengdar fréttir Hóteleigandi lagði Trump Aðaleigandi lúxushótels í Panamaborg fer nú aftur með stjórn byggingarinnar eftir að honum tókst að leggja The Trump Organization, sem hafði farið með rekstur hótelsins, fyrir þarlendum dómstólum. 6. mars 2018 07:05 Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29 Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Hópur trúarleiðtoga og lögmenntaðra í Bandaríkjunum segja að hótel í eigu Bandaríkjaforsetans Donalds Trump ætti að missa áfengisleyfi sitt. Hópurinn sendi inn formlega kvörtun til leyfisveitandans Alcoholic Beverage Control Board þar sem fram kom að Trump International hótelið í Washington DC hafi fyrirgert sér réttinum til áfengissölu vegna „svívirðilegrar framkomu“ stofnandans. Reglur borgarinnar kveða á um að aðeins fólk með „gott geðslag“ (e. good character) hafi heimild til að selja áfengi í Washington. Hópurinn telur hins vegar að forsetinn, stofnandi umrædds hótels, sé „ekki með gott geðslag.“ Hópurinn samanstendur af fyrrverandi dómurum, sem og rabbínum og prestum. Meðal helsta röksemda hans fyrir leyfissviptingunni eru ásakanir á hendur forsetanum um kynferðislega áreitni sem og „ótal rasískar athugasemdir hans“ í gegnum árin. Í því samhengi er minnst á ummæli hans um að Afríkuríki væru „skítaholur.“ Hópurinn segir jafnframt að Trump hafi árum saman logið um ríkidæmi sitt, sem og að hafa átt í sambandi við klámstjörnu meðan hann var giftur annarri konu - núverandi eiginkonu sinni Melaniu Trump. Þrátt fyrir að hópurinn segist gera sér grein fyrir því að siðferismatið eigi sér yfirleitt stað fyrir leyfisveitinguna telur hann að framganga Trump kalli á endurskoðun. Þó svo að Trump sé ríkur og valdamikill geri það hann ekki undanþeginn kröfunni um gott geðslag. Synir Trump hafa haldið um stjórnartaumana í fyrirtækjum hans eftir að hann tók við embætti forseta. Hann á þó ennþá öll hlutabréfin sín í Trump Organization.
Donald Trump Tengdar fréttir Hóteleigandi lagði Trump Aðaleigandi lúxushótels í Panamaborg fer nú aftur með stjórn byggingarinnar eftir að honum tókst að leggja The Trump Organization, sem hafði farið með rekstur hótelsins, fyrir þarlendum dómstólum. 6. mars 2018 07:05 Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29 Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Hóteleigandi lagði Trump Aðaleigandi lúxushótels í Panamaborg fer nú aftur með stjórn byggingarinnar eftir að honum tókst að leggja The Trump Organization, sem hafði farið með rekstur hótelsins, fyrir þarlendum dómstólum. 6. mars 2018 07:05
Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29
Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48