RÚV ekki stofnað dótturfélag um samkeppnisrekstur þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. júní 2018 18:30 Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri. RÚV hefur látið hjá líða að stofna dótturfélag utan um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli um aðskilnað samkeppnisrekstrar og almannaþjónustu. Ríkisútvarpið ohf. hefur látið hjá líða að stofna dótturfélag utan um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um en auglýsingasala RÚV á að vera í dótturfélagi. Menntamálaráðherra fundaði í gærmorgun með útvarpsstjóra vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði sem hefur verið harðlega gagnrýnd af einkareknum fjölmiðlum. Hlutverk og skyldur Ríkisútvarpsins vegna almannaþjónustu koma fram í 3. gr. laganna um Ríkisútvarpið. Í 4. gr. laganna segir: „Ríkisútvarpið skal stofna og reka dótturfélög, sem að fullu leyti eru í eigu þess, fyrir aðra starfsemi en þá sem kveðið er á um í 3. gr.“ Í greinargerð með frumvarpi til laganna er þetta ákvæði útskýrt þannig að starfsemi í samkeppnisrekstri þurfi að vera fjárhagslega aðgreind frá móðurfélaginu og sala auglýsinga- og kostunar í dagskrá móðurfélagsins (RÚV) þurfi að vera í dótturfélagi. Gildistöku þessa ákvæðis var frestað í fimm ár þegar lögin um RÚV voru samþykkt á Alþingi árið 2013 eða til 1. janúar 2018. Frá byrjun þessa árs hefur hvílt lagaskylda á RÚV að stofna dótturfélag utan um þessa starfsemi. Ríkisútvarpið hefur hins vegar ekki stofnað dótturfélag eða dótturfélög og látið samkeppnisrekstur sinn, þann hluta rekstrarins sem er í beinni samkeppni við einkarekna fjölmiðla, standa inni í sama félagi og rekstur almannaþjónustunnar. Fréttastofan óskaði í dag eftir skýringum hjá RÚV á því hvers vegna stofnunin hefði ekki stofnað dótturfélag. Hvorki Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri né Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri veittu kost á viðtali. Margrét segir hins vegar í skriflegu svari að unnið sé að útfærslu 4. greinarinnar í samstarfi RÚV og mennta- og menningarmálaráðuneytisins. „Það eru ýmis lagaleg álitaefni sem finna þarf lausn á áður en næstu skref verða tekin,“ segir hún. Á stjórnarfundi RÚV ohf. í dag stóð meðal annars til að ræða framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði. Fréttastofan náði tali af Kára Jónassyni formanni stjórnar RÚV fyrir fundinn og sagðist hann vona að RÚV færi að lögum og reglum. Kvartanir vegna auglýsingasölu RÚV væru til meðferðar hjá bæði Samkeppniseftirlitinu og Fjölmiðlanefnd og stjórn félagsins biði niðurstöðu þessara stofnana áður en hún myndi eitthvað aðhafast.Framganga RÚV á auglýsingamarkaði harðlega gagnrýnd Framganga RÚV á auglýsingamarkaði hefur sætt harðri gagnrýni á síðustu vikum en það var sjónvarpsstöðin Hringbraut sem kvartaði til bæði Samkeppniseftirlitsins og Fjölmiðlanefndar. Stjórnendur Hringbrautar telja að RÚV hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á markaði með auglýsingar með því að samtvinna sölu á auglýsingum fyrir heimsmeistarakeppnina í fótbolta við sölu á auglýsingaplássi fyrir óskylda dagskrárliði. Var auglýsendum meðal annars boðið að kaupa 10 milljóna króna auglýsingapakka sem fól í sér auglýsingar allt árið. Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Ríkisútvarpið ohf. hefur látið hjá líða að stofna dótturfélag utan um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um en auglýsingasala RÚV á að vera í dótturfélagi. Menntamálaráðherra fundaði í gærmorgun með útvarpsstjóra vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði sem hefur verið harðlega gagnrýnd af einkareknum fjölmiðlum. Hlutverk og skyldur Ríkisútvarpsins vegna almannaþjónustu koma fram í 3. gr. laganna um Ríkisútvarpið. Í 4. gr. laganna segir: „Ríkisútvarpið skal stofna og reka dótturfélög, sem að fullu leyti eru í eigu þess, fyrir aðra starfsemi en þá sem kveðið er á um í 3. gr.“ Í greinargerð með frumvarpi til laganna er þetta ákvæði útskýrt þannig að starfsemi í samkeppnisrekstri þurfi að vera fjárhagslega aðgreind frá móðurfélaginu og sala auglýsinga- og kostunar í dagskrá móðurfélagsins (RÚV) þurfi að vera í dótturfélagi. Gildistöku þessa ákvæðis var frestað í fimm ár þegar lögin um RÚV voru samþykkt á Alþingi árið 2013 eða til 1. janúar 2018. Frá byrjun þessa árs hefur hvílt lagaskylda á RÚV að stofna dótturfélag utan um þessa starfsemi. Ríkisútvarpið hefur hins vegar ekki stofnað dótturfélag eða dótturfélög og látið samkeppnisrekstur sinn, þann hluta rekstrarins sem er í beinni samkeppni við einkarekna fjölmiðla, standa inni í sama félagi og rekstur almannaþjónustunnar. Fréttastofan óskaði í dag eftir skýringum hjá RÚV á því hvers vegna stofnunin hefði ekki stofnað dótturfélag. Hvorki Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri né Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri veittu kost á viðtali. Margrét segir hins vegar í skriflegu svari að unnið sé að útfærslu 4. greinarinnar í samstarfi RÚV og mennta- og menningarmálaráðuneytisins. „Það eru ýmis lagaleg álitaefni sem finna þarf lausn á áður en næstu skref verða tekin,“ segir hún. Á stjórnarfundi RÚV ohf. í dag stóð meðal annars til að ræða framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði. Fréttastofan náði tali af Kára Jónassyni formanni stjórnar RÚV fyrir fundinn og sagðist hann vona að RÚV færi að lögum og reglum. Kvartanir vegna auglýsingasölu RÚV væru til meðferðar hjá bæði Samkeppniseftirlitinu og Fjölmiðlanefnd og stjórn félagsins biði niðurstöðu þessara stofnana áður en hún myndi eitthvað aðhafast.Framganga RÚV á auglýsingamarkaði harðlega gagnrýnd Framganga RÚV á auglýsingamarkaði hefur sætt harðri gagnrýni á síðustu vikum en það var sjónvarpsstöðin Hringbraut sem kvartaði til bæði Samkeppniseftirlitsins og Fjölmiðlanefndar. Stjórnendur Hringbrautar telja að RÚV hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á markaði með auglýsingar með því að samtvinna sölu á auglýsingum fyrir heimsmeistarakeppnina í fótbolta við sölu á auglýsingaplássi fyrir óskylda dagskrárliði. Var auglýsendum meðal annars boðið að kaupa 10 milljóna króna auglýsingapakka sem fól í sér auglýsingar allt árið.
Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira