Ætla að sniðganga miðstjórnarfundi ASÍ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. júní 2018 11:20 Formennirnir eru afar ósáttir með vinnubrögð miðstjórnar ASÍ og framganga þeirra á fundi 6. júní síðastliðinn hafi verið kornið sem fyllti mælinn Fréttablaðið/Ernireyjolfsson/Eyþór Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR hafa ákveðið að sniðganga miðstjórnarfundi ASÍ. Þetta kemur fram í bréfi sem Sólveig og Ragnar skrifuðu til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. Miðstjórnarfundur ASÍ fer fram í dag klukkan 12.30 og ljóst er að Sólveig og Ragnar verða ekki þar. Í bréfinu, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að formennirnir séu afar ósáttir með vinnubrögð miðstjórnar ASÍ og að framganga þeirra á fundi 6. júní síðastliðinn hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Sólveig og Ragnar eru áheyrnarfulltrúar á miðstjórnarfundum sem þýðir að þau geta setið fundi, lagt fram tillögur en þau hafa ekki rétt til að greiða atkvæði. Á síðasta miðstjórnarfundi báru Sólveig og Ragnar fram tillögu þess efnis að umdeildar auglýsingar ASÍ yrðu teknar út birtingu en Sigurður Bessason, fyrrverandi formaður Eflingar, lagði í kjölfarið fram frávísunartillögu sem meirihluti miðstjórnar ASÍ samþykkti sem þýðir að tillaga þeirra fékk ekki efnislega meðferð. Að sögn Sólveigar og Ragnars sýni sú ákvörðun að ekki sé vilji til að vinna með nýju fólki með nýjar áherslur. Sólveig og Ragnar eru formenn tveggja stærstu stéttarfélaga innan ASÍ. „Af orðræðunni innan miðstjórnar ASÍ að dæma er ljóst að áfram verður farið í einu og öllu eftir þeim áherslum og þeirri aðferðarfræði sem forseti ASÍ hefur boðað og miðstjórn ASÍ samþykkt í formi nýafstaðinnar myndbandaherferðar,“ segir í bréfi formannanna.Myndböndin sem formennirnir vísa í er auglýsingaherferð á vegum ASÍ. Í einu myndbandinu er meðal annars sagt: „Meira er nefnilega stundum minna“. Ragnar Þór lýsti yfir vanþóknun sinni á stöðuuppfærslu á dögunum. Hann telur auglýsingaherferðina beinast gegn nýju fólki í hreyfingunni og þar á meðal sjálfum sér. „Á meðan herferðin er augljóslega ætluð gegn nýju fólki innan okkar raða sem hafnar aðferðarfræði síðustu ára og áratuga og boðar róttækari verkalýðsbaráttu og hvassari orðræðu, er yfirskriftin sterkari saman eins mikil öfugmæli og hugsast getur þar sem boðskapur ASÍ fer vægast sagt illa í okkar félagsmenn. Það sem er enn dapurlegra er að herferðin gæti verið skrifuð af viðsemjendum okkar sem sitja sjálfsagt skellihlæjandi með hendur í skauti á meðan forseti ASÍ sólundar sjóðum félagsmanna sinna í áróður gegn eigin fólki“ Sólveig og Ragnar sjá ekki ástæðu til þess að sitja fundi með núverandi miðstjórn ASÍ og ætla þess í stað að vinna að áherslumálum sínum utan ASÍ fram að næsta þingi Alþýðusambandsins sem verður haldið í haust, 24-26. október. Tengdar fréttir Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍ Aðalfundur Framsýnar tekur afstöðu til tillögu stjórnar félagsins um að fylgja í fótspor VR og Verkalýðsfélags Akraness lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson í kvöld. 28. maí 2018 18:51 „Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51 Ólga innan VR með vinnubrögð formannsins Ekki einhugur um vantraust á forseta ASÍ 25. maí 2018 19:00 Gylfi segir Ragnar Þór skrumskæla sannleikann Gylfi Arnbjörnsson telur Ragnar Þór Ingólfsson hafa rangt við í andstöðu við sig. 25. maí 2018 15:58 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR hafa ákveðið að sniðganga miðstjórnarfundi ASÍ. Þetta kemur fram í bréfi sem Sólveig og Ragnar skrifuðu til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. Miðstjórnarfundur ASÍ fer fram í dag klukkan 12.30 og ljóst er að Sólveig og Ragnar verða ekki þar. Í bréfinu, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að formennirnir séu afar ósáttir með vinnubrögð miðstjórnar ASÍ og að framganga þeirra á fundi 6. júní síðastliðinn hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Sólveig og Ragnar eru áheyrnarfulltrúar á miðstjórnarfundum sem þýðir að þau geta setið fundi, lagt fram tillögur en þau hafa ekki rétt til að greiða atkvæði. Á síðasta miðstjórnarfundi báru Sólveig og Ragnar fram tillögu þess efnis að umdeildar auglýsingar ASÍ yrðu teknar út birtingu en Sigurður Bessason, fyrrverandi formaður Eflingar, lagði í kjölfarið fram frávísunartillögu sem meirihluti miðstjórnar ASÍ samþykkti sem þýðir að tillaga þeirra fékk ekki efnislega meðferð. Að sögn Sólveigar og Ragnars sýni sú ákvörðun að ekki sé vilji til að vinna með nýju fólki með nýjar áherslur. Sólveig og Ragnar eru formenn tveggja stærstu stéttarfélaga innan ASÍ. „Af orðræðunni innan miðstjórnar ASÍ að dæma er ljóst að áfram verður farið í einu og öllu eftir þeim áherslum og þeirri aðferðarfræði sem forseti ASÍ hefur boðað og miðstjórn ASÍ samþykkt í formi nýafstaðinnar myndbandaherferðar,“ segir í bréfi formannanna.Myndböndin sem formennirnir vísa í er auglýsingaherferð á vegum ASÍ. Í einu myndbandinu er meðal annars sagt: „Meira er nefnilega stundum minna“. Ragnar Þór lýsti yfir vanþóknun sinni á stöðuuppfærslu á dögunum. Hann telur auglýsingaherferðina beinast gegn nýju fólki í hreyfingunni og þar á meðal sjálfum sér. „Á meðan herferðin er augljóslega ætluð gegn nýju fólki innan okkar raða sem hafnar aðferðarfræði síðustu ára og áratuga og boðar róttækari verkalýðsbaráttu og hvassari orðræðu, er yfirskriftin sterkari saman eins mikil öfugmæli og hugsast getur þar sem boðskapur ASÍ fer vægast sagt illa í okkar félagsmenn. Það sem er enn dapurlegra er að herferðin gæti verið skrifuð af viðsemjendum okkar sem sitja sjálfsagt skellihlæjandi með hendur í skauti á meðan forseti ASÍ sólundar sjóðum félagsmanna sinna í áróður gegn eigin fólki“ Sólveig og Ragnar sjá ekki ástæðu til þess að sitja fundi með núverandi miðstjórn ASÍ og ætla þess í stað að vinna að áherslumálum sínum utan ASÍ fram að næsta þingi Alþýðusambandsins sem verður haldið í haust, 24-26. október.
Tengdar fréttir Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍ Aðalfundur Framsýnar tekur afstöðu til tillögu stjórnar félagsins um að fylgja í fótspor VR og Verkalýðsfélags Akraness lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson í kvöld. 28. maí 2018 18:51 „Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51 Ólga innan VR með vinnubrögð formannsins Ekki einhugur um vantraust á forseta ASÍ 25. maí 2018 19:00 Gylfi segir Ragnar Þór skrumskæla sannleikann Gylfi Arnbjörnsson telur Ragnar Þór Ingólfsson hafa rangt við í andstöðu við sig. 25. maí 2018 15:58 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍ Aðalfundur Framsýnar tekur afstöðu til tillögu stjórnar félagsins um að fylgja í fótspor VR og Verkalýðsfélags Akraness lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson í kvöld. 28. maí 2018 18:51
„Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51
Gylfi segir Ragnar Þór skrumskæla sannleikann Gylfi Arnbjörnsson telur Ragnar Þór Ingólfsson hafa rangt við í andstöðu við sig. 25. maí 2018 15:58