Finnst við vera með betra lið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júní 2018 09:00 Haukur Helgi Pálsson fékk tækifæri til að tryggja Íslandi sigur á Búlgaríu í undankeppni heimsmeistaramótsins í gær en skot hans geigaði. Fréttablaðið/Anton „Við erum svekktir með úrslitin í þessum mikilvæga leik,“ sagði Martin Hermannsson í samtali við Fréttablaðið eftir tveggja stiga tap íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, 88-86, fyrir því búlgarska í Botevgrad í undankeppni HM í gær. Ísland þarf núna að vinna Finnland í Helsinki á mánudaginn til að komast áfram í milliriðla undankeppninnar. Búlgaría vann leikinn í gær fyrst og síðast á frábærri 50% þriggja stiga nýtingu. Það var sama hvað íslenska vörnin gerði, Búlgarar hittu lygilega vel fyrir utan. „Það er erfitt að spila leik þar sem þú færð alltaf þrist í andlitið frá mönnum sem áttu ekkert að setja skotin niður. Það svíður rosalega. Þristarnir voru margir hverjir erfiðir og lítið sem við gátum gert meira en að vera í andlitinu á þeim. Þetta var bara þeirra dagur,“ sagði Martin sem skoraði 14 stig líkt og Haukur Helgi Pálsson. Hlynur Bæringsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 16 stig. Líkt og í fyrri leiknum gegn Búlgaríu í Laugardalshöllinni, sem tapaðist 74-77, fór íslenska liðið illa að ráði sínu í leiknum í gær. Staðan í hálfleik var 45-43, Búlgörum í vil og þeir byrjuðu seinni hálfleikinn svo betur, skoruðu 10 af fyrstu 12 stigum hans og komust 55-45 yfir. Þá rann hamur á Hlyn sem setti niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru og dró íslenska liðið aftur inn í leikinn. Frábær frammistaða hjá fyrirliðanum. Íslendingar komust átta stigum yfir, 58-66, þegar tvær mínútur voru eftir af 3. leikhluta en misstu svo tökin og Búlgarar náðu yfirhöndinni. Ísland gafst þó ekki upp og fékk tækifæri til að jafna eða vinna leikinn í lokasókninni. Hún var hins vegar illa útfærð og endaði með þriggja stiga skoti Hauks Helga sem klikkaði. Búlgarar fögnuðu því tveggja stiga sigri, 88-86. „Mér finnst við vera með miklu betra lið en Búlgaría og vera með þá allan tímann. Í Höllinni vorum við svo með unninn leik en köstuðum honum frá okkur,“ sagði Martin. „En ég var ánægður með okkur undir lokin í leiknum í dag [í gær], að gefast ekki upp. Við héldum áfram og fengum tækifæri til að vinna leikinn. Nýju strákarnir komu líka vel inn í þetta og gáfu okkur kraft.“ Sterkir Finnar eru síðasti andstæðingur Íslendinga í riðlinum. Ekkert annað en sigur í Helsinki á mánudaginn dugar til að komast áfram í milliriðla. „Við fáum annað tækifæri og það þýðir ekki að svekkja sig of mikið,“ sagði Martin að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Sjá meira
„Við erum svekktir með úrslitin í þessum mikilvæga leik,“ sagði Martin Hermannsson í samtali við Fréttablaðið eftir tveggja stiga tap íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, 88-86, fyrir því búlgarska í Botevgrad í undankeppni HM í gær. Ísland þarf núna að vinna Finnland í Helsinki á mánudaginn til að komast áfram í milliriðla undankeppninnar. Búlgaría vann leikinn í gær fyrst og síðast á frábærri 50% þriggja stiga nýtingu. Það var sama hvað íslenska vörnin gerði, Búlgarar hittu lygilega vel fyrir utan. „Það er erfitt að spila leik þar sem þú færð alltaf þrist í andlitið frá mönnum sem áttu ekkert að setja skotin niður. Það svíður rosalega. Þristarnir voru margir hverjir erfiðir og lítið sem við gátum gert meira en að vera í andlitinu á þeim. Þetta var bara þeirra dagur,“ sagði Martin sem skoraði 14 stig líkt og Haukur Helgi Pálsson. Hlynur Bæringsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 16 stig. Líkt og í fyrri leiknum gegn Búlgaríu í Laugardalshöllinni, sem tapaðist 74-77, fór íslenska liðið illa að ráði sínu í leiknum í gær. Staðan í hálfleik var 45-43, Búlgörum í vil og þeir byrjuðu seinni hálfleikinn svo betur, skoruðu 10 af fyrstu 12 stigum hans og komust 55-45 yfir. Þá rann hamur á Hlyn sem setti niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru og dró íslenska liðið aftur inn í leikinn. Frábær frammistaða hjá fyrirliðanum. Íslendingar komust átta stigum yfir, 58-66, þegar tvær mínútur voru eftir af 3. leikhluta en misstu svo tökin og Búlgarar náðu yfirhöndinni. Ísland gafst þó ekki upp og fékk tækifæri til að jafna eða vinna leikinn í lokasókninni. Hún var hins vegar illa útfærð og endaði með þriggja stiga skoti Hauks Helga sem klikkaði. Búlgarar fögnuðu því tveggja stiga sigri, 88-86. „Mér finnst við vera með miklu betra lið en Búlgaría og vera með þá allan tímann. Í Höllinni vorum við svo með unninn leik en köstuðum honum frá okkur,“ sagði Martin. „En ég var ánægður með okkur undir lokin í leiknum í dag [í gær], að gefast ekki upp. Við héldum áfram og fengum tækifæri til að vinna leikinn. Nýju strákarnir komu líka vel inn í þetta og gáfu okkur kraft.“ Sterkir Finnar eru síðasti andstæðingur Íslendinga í riðlinum. Ekkert annað en sigur í Helsinki á mánudaginn dugar til að komast áfram í milliriðla. „Við fáum annað tækifæri og það þýðir ekki að svekkja sig of mikið,“ sagði Martin að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti