Fyrrverandi „Kaupþingsprins“ selur 240 milljóna glæsivillu í Skerjafirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2018 12:30 Húsið er allt hið glæsilegasta. Stórglæsilegt 457 fermetra einbýlishús við Skildinganes 44 í Skerjafirði hefur verið sett á sölu. Húsið hlýtur að teljast eitt það dýrasta á landinu en fasteignamat er rúmar 240 milljónir króna að því er fram kemur á fasteignavef Vísis. Íbúar og eigendur hússins eru hjónin Ingvar Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Kaupþings, og Helga María Garðarsdóttir, stjórnarformaður Ægis sjávarfangs. Þau hjón sjá um rekstur fyrirtækisins sem framleiðir niðursoðna þorsklifur.Sjá einnig: Bandaríska sendiráðið leigir glæsivillu af Kaupþingsprinsi Húsið, sem er teiknað af Sigurði Hallgrímssyni arkítekt, var byggt árið 2009 og stendur við sjávarlóð í Skerjafirði. Hjónin fluttu í húsið árið sem það var byggt en höfðu þar áður búið í annarri glæsivillu við Skildinganes.Þá er ljóst að mikið hefur verið lagt í innanhúshönnun hússins en um hana sá Guðbjörg Magnúsdóttir, innanhúsarkítekt. Þá er húsið tvær hæðir og skiptist m.a. í mjög stóra stofu, borðstofu, eldhús með sjónvarpskrók, fjögur herbergi, fjölskylduherbergi, tvö baðherbergi, snyrtingu og fataherbergi. Þá státar eignin af tvöföldum bílskúr, grónum garði, heitum potti og útisturtu. Ingvar var einn af aðalmönnunum í Kaupþingi þegar bankinn féll. Hann átti hlutabréf í bankanum að verðmæti rúmlega tveir milljarðar við fall bankans og vakti athygli að hann breyttist skyndilega í eignarhaldsfélagið Ingvar Vilhjálmsson ehf á hluthafalista bankans daginn áður en bankinn fór í þrot í október árið 2008. Á sama tíma skráði hann höllina í Skildinganesi 44 á eiginkonu sína.Leðursófasett er í einni af stofum hússins.Mynd/EignamiðlunMikil birta er í borðstofunni.Mynd/EignamiðlunÞað er aldeilis pláss í eldhúsinu.Mynd/EignamiðlunViðurinn fær að njóta sín á baðherberginu.MYNd/EignamiðlunHúsið er á besta stað í Skerjafirði, rétt við sjóinn.MYNd/Eignamiðlun Hús og heimili Tengdar fréttir Starfsmenn Kaupþings tóku stöðu gegn krónunni Nokkrir háttsettir menn hjá Kaupþingi fyrir hrun tóku stöðu gegn krónunni áður en hún féll í mars árið 2008. Veftímaritið Kjarninn birti í dag skýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið PwC vann fyrir slitastjórn Kaupþings. 24. október 2013 10:11 Ingvari gert að greiða Kaupþingi 2,6 milljarða Héraðsdómur fellst á að rifta skuli niðurfellingu persónulegrar ábyrgðar og flutningi skuldar í hlutafélag. 3. nóvember 2011 11:00 Ígildi 57 bankagjaldkera Ingvar Vilhjálmsson, forstöðumaður KB banka, er ígildi fimmtíu og sjö bankagjaldkera sé litið til upplýsinga í opinberum álgningarskrám. Bankagjaldkerar hafa að meðaltali eitthundrað og sjötíuþúsund krónur á mánuði, en forstöðumaðurinn hefur hinsvegar rúmar níu komma þrjár milljónir. Ingvar Vilhjálmsson seigr að upplýsingarnar séu rangar og hann hyggst hyggst kæra álagninguna. 2. ágúst 2005 00:01 Bandaríska sendiráðið leigir glæsivillu af Kaupþingsprinsi Bandaríska sendiráðið hefur tekið á leigu rúmlega 200 fermetra glæsivillu í Skerjafirðinum, nánar tiltekið í Skildinganesi 25. Eigendur villunnar eru Helga María Garðarsdóttir og Birna Geirsdóttir, eiginkona og tengdamóðir Kaupþingsprinsins Ingvars Vilhjálmssonar. 1. september 2009 11:45 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Stórglæsilegt 457 fermetra einbýlishús við Skildinganes 44 í Skerjafirði hefur verið sett á sölu. Húsið hlýtur að teljast eitt það dýrasta á landinu en fasteignamat er rúmar 240 milljónir króna að því er fram kemur á fasteignavef Vísis. Íbúar og eigendur hússins eru hjónin Ingvar Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Kaupþings, og Helga María Garðarsdóttir, stjórnarformaður Ægis sjávarfangs. Þau hjón sjá um rekstur fyrirtækisins sem framleiðir niðursoðna þorsklifur.Sjá einnig: Bandaríska sendiráðið leigir glæsivillu af Kaupþingsprinsi Húsið, sem er teiknað af Sigurði Hallgrímssyni arkítekt, var byggt árið 2009 og stendur við sjávarlóð í Skerjafirði. Hjónin fluttu í húsið árið sem það var byggt en höfðu þar áður búið í annarri glæsivillu við Skildinganes.Þá er ljóst að mikið hefur verið lagt í innanhúshönnun hússins en um hana sá Guðbjörg Magnúsdóttir, innanhúsarkítekt. Þá er húsið tvær hæðir og skiptist m.a. í mjög stóra stofu, borðstofu, eldhús með sjónvarpskrók, fjögur herbergi, fjölskylduherbergi, tvö baðherbergi, snyrtingu og fataherbergi. Þá státar eignin af tvöföldum bílskúr, grónum garði, heitum potti og útisturtu. Ingvar var einn af aðalmönnunum í Kaupþingi þegar bankinn féll. Hann átti hlutabréf í bankanum að verðmæti rúmlega tveir milljarðar við fall bankans og vakti athygli að hann breyttist skyndilega í eignarhaldsfélagið Ingvar Vilhjálmsson ehf á hluthafalista bankans daginn áður en bankinn fór í þrot í október árið 2008. Á sama tíma skráði hann höllina í Skildinganesi 44 á eiginkonu sína.Leðursófasett er í einni af stofum hússins.Mynd/EignamiðlunMikil birta er í borðstofunni.Mynd/EignamiðlunÞað er aldeilis pláss í eldhúsinu.Mynd/EignamiðlunViðurinn fær að njóta sín á baðherberginu.MYNd/EignamiðlunHúsið er á besta stað í Skerjafirði, rétt við sjóinn.MYNd/Eignamiðlun
Hús og heimili Tengdar fréttir Starfsmenn Kaupþings tóku stöðu gegn krónunni Nokkrir háttsettir menn hjá Kaupþingi fyrir hrun tóku stöðu gegn krónunni áður en hún féll í mars árið 2008. Veftímaritið Kjarninn birti í dag skýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið PwC vann fyrir slitastjórn Kaupþings. 24. október 2013 10:11 Ingvari gert að greiða Kaupþingi 2,6 milljarða Héraðsdómur fellst á að rifta skuli niðurfellingu persónulegrar ábyrgðar og flutningi skuldar í hlutafélag. 3. nóvember 2011 11:00 Ígildi 57 bankagjaldkera Ingvar Vilhjálmsson, forstöðumaður KB banka, er ígildi fimmtíu og sjö bankagjaldkera sé litið til upplýsinga í opinberum álgningarskrám. Bankagjaldkerar hafa að meðaltali eitthundrað og sjötíuþúsund krónur á mánuði, en forstöðumaðurinn hefur hinsvegar rúmar níu komma þrjár milljónir. Ingvar Vilhjálmsson seigr að upplýsingarnar séu rangar og hann hyggst hyggst kæra álagninguna. 2. ágúst 2005 00:01 Bandaríska sendiráðið leigir glæsivillu af Kaupþingsprinsi Bandaríska sendiráðið hefur tekið á leigu rúmlega 200 fermetra glæsivillu í Skerjafirðinum, nánar tiltekið í Skildinganesi 25. Eigendur villunnar eru Helga María Garðarsdóttir og Birna Geirsdóttir, eiginkona og tengdamóðir Kaupþingsprinsins Ingvars Vilhjálmssonar. 1. september 2009 11:45 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Starfsmenn Kaupþings tóku stöðu gegn krónunni Nokkrir háttsettir menn hjá Kaupþingi fyrir hrun tóku stöðu gegn krónunni áður en hún féll í mars árið 2008. Veftímaritið Kjarninn birti í dag skýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið PwC vann fyrir slitastjórn Kaupþings. 24. október 2013 10:11
Ingvari gert að greiða Kaupþingi 2,6 milljarða Héraðsdómur fellst á að rifta skuli niðurfellingu persónulegrar ábyrgðar og flutningi skuldar í hlutafélag. 3. nóvember 2011 11:00
Ígildi 57 bankagjaldkera Ingvar Vilhjálmsson, forstöðumaður KB banka, er ígildi fimmtíu og sjö bankagjaldkera sé litið til upplýsinga í opinberum álgningarskrám. Bankagjaldkerar hafa að meðaltali eitthundrað og sjötíuþúsund krónur á mánuði, en forstöðumaðurinn hefur hinsvegar rúmar níu komma þrjár milljónir. Ingvar Vilhjálmsson seigr að upplýsingarnar séu rangar og hann hyggst hyggst kæra álagninguna. 2. ágúst 2005 00:01
Bandaríska sendiráðið leigir glæsivillu af Kaupþingsprinsi Bandaríska sendiráðið hefur tekið á leigu rúmlega 200 fermetra glæsivillu í Skerjafirðinum, nánar tiltekið í Skildinganesi 25. Eigendur villunnar eru Helga María Garðarsdóttir og Birna Geirsdóttir, eiginkona og tengdamóðir Kaupþingsprinsins Ingvars Vilhjálmssonar. 1. september 2009 11:45