Tvær enskar fótboltagoðsagnir segja fólki að láta Raheem Sterling í friði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2018 10:00 Raheem Sterling gengur svekktur af velli eftir 24. markalausa landsleikinn í röð. Vísir/Getty Ensku fótboltagoðsagnirnar David Beckham og Geoff Hurst hafa báðir talað fyrir því á opinberum vettvangi að fólk hætti að gagnrýna enska landsliðsmanninn Raheem Sterling í miðri sigurgöngu enska landsliðsins á HM. Raheem Sterling og félagar í enska landsliðinu í fótbolta eru komnir alla leið í undanúrslitin á HM í Rússlandi en Raheem Sterling hefur enn ekki náð að skora í keppninni þrátt fyrir að vera búinn að spila í 336 mínútur. Frammistaða Raheem Sterling hefur kallað á talsverða gagnrýni og það mátti sjá á honum í síðasta leik á móti Svíum að sjálfstraustið var ekki alltof mikið þegar hann var kominn í ákjósanlegar stöðu nálægt markinu. „Hann hefur fengið dálitla gagnrýni en hann hefur spilað vel. Hann gerði meira í síðasta leik en í leikjunum á undan. Hann er lykilmaður í að hreyfa vörnina og leit út fyrir að vera í mjög góðu standi allan leikinn. Sterling fékk færi og gat gert meira með þau en hann var frábær,“ sagði Geoff Hurst við Metro en Hurst skoraði þrennu í úrslitaleik HM 1966. Gary Neville, fyrrum aðstoðarþjálfari og leikmaður enska landsliðsins, var mjög ósáttur með gagnrýnina sem Raheem Sterling fékk á samfélagsmiðlum á meðan Svíaleiknum stóð og kallaði hana „algjörlega ógeðslega“ í færslu sinni. Það vakti athygli David Beckham sem svaraði á Instagram. „Ég hef ekki séð þetta en þetta er algjörlega rangt. Við erum komin í undanúrslit á HM og allir leikmenn liðsins eiga hrós skilið. Við erum sem ein þjóð sameinuð að baki liðinu,“ skrifaði Beckham. The Times slær viðbrögðum Beckham upp á forsíðu sinni í morgun. David Beckham og Geoff Hurst hafa komið Raheem Sterling til varnar. Þrátt fyrir markaleysi Raheem Sterling og gagnrýni þá er næstum því 100 prósent öruggt að Raheem Sterling verður í byrjunarliðinu á móti Króatíu á miðvikudagskvöldið. Það er samt ekkert skrýtið að fólk hafi áhyggjur af markaleysi stráksins ekki síst þar sem það er greinilega ofarlega í huga hans því hann reynir mjög mikið sjálfur þegar hann nálgast mark mótherjanna. Ekkert mark á 336 mínútum á HM er ekki glæsileg tölfræði fyrir sóknarmann ekki síst þar sem tveir miðverðir liðsins hafa skorað þrjú mörk saman. Raheem Sterling lagði reyndar upp eitt mark en sú stoðsending kom í 6-1 stórsigrinum á Panama. Raheem Sterling hefur ekki skorað fyrir enska landsliðið síðan í leik á móti Eistlandi 9. oktbóer 2015. Síðan þá hefur hann spilað 24 landsleiki í röð án þess að skora og er nú með aðeins 2 landsliðsmörk í 42 leikjum fyrir enska landsliðið. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira
Ensku fótboltagoðsagnirnar David Beckham og Geoff Hurst hafa báðir talað fyrir því á opinberum vettvangi að fólk hætti að gagnrýna enska landsliðsmanninn Raheem Sterling í miðri sigurgöngu enska landsliðsins á HM. Raheem Sterling og félagar í enska landsliðinu í fótbolta eru komnir alla leið í undanúrslitin á HM í Rússlandi en Raheem Sterling hefur enn ekki náð að skora í keppninni þrátt fyrir að vera búinn að spila í 336 mínútur. Frammistaða Raheem Sterling hefur kallað á talsverða gagnrýni og það mátti sjá á honum í síðasta leik á móti Svíum að sjálfstraustið var ekki alltof mikið þegar hann var kominn í ákjósanlegar stöðu nálægt markinu. „Hann hefur fengið dálitla gagnrýni en hann hefur spilað vel. Hann gerði meira í síðasta leik en í leikjunum á undan. Hann er lykilmaður í að hreyfa vörnina og leit út fyrir að vera í mjög góðu standi allan leikinn. Sterling fékk færi og gat gert meira með þau en hann var frábær,“ sagði Geoff Hurst við Metro en Hurst skoraði þrennu í úrslitaleik HM 1966. Gary Neville, fyrrum aðstoðarþjálfari og leikmaður enska landsliðsins, var mjög ósáttur með gagnrýnina sem Raheem Sterling fékk á samfélagsmiðlum á meðan Svíaleiknum stóð og kallaði hana „algjörlega ógeðslega“ í færslu sinni. Það vakti athygli David Beckham sem svaraði á Instagram. „Ég hef ekki séð þetta en þetta er algjörlega rangt. Við erum komin í undanúrslit á HM og allir leikmenn liðsins eiga hrós skilið. Við erum sem ein þjóð sameinuð að baki liðinu,“ skrifaði Beckham. The Times slær viðbrögðum Beckham upp á forsíðu sinni í morgun. David Beckham og Geoff Hurst hafa komið Raheem Sterling til varnar. Þrátt fyrir markaleysi Raheem Sterling og gagnrýni þá er næstum því 100 prósent öruggt að Raheem Sterling verður í byrjunarliðinu á móti Króatíu á miðvikudagskvöldið. Það er samt ekkert skrýtið að fólk hafi áhyggjur af markaleysi stráksins ekki síst þar sem það er greinilega ofarlega í huga hans því hann reynir mjög mikið sjálfur þegar hann nálgast mark mótherjanna. Ekkert mark á 336 mínútum á HM er ekki glæsileg tölfræði fyrir sóknarmann ekki síst þar sem tveir miðverðir liðsins hafa skorað þrjú mörk saman. Raheem Sterling lagði reyndar upp eitt mark en sú stoðsending kom í 6-1 stórsigrinum á Panama. Raheem Sterling hefur ekki skorað fyrir enska landsliðið síðan í leik á móti Eistlandi 9. oktbóer 2015. Síðan þá hefur hann spilað 24 landsleiki í röð án þess að skora og er nú með aðeins 2 landsliðsmörk í 42 leikjum fyrir enska landsliðið.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira