Enski boltinn

Fótboltinn kemur heim vinsælasta lagið á Englandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stuðningsmenn Englands bíða eftir miðvikudeginum.
Stuðningsmenn Englands bíða eftir miðvikudeginum. vísir/getty
Stuðningsmannalag enska landsliðsins, Three lions, er komið á toppið á vinsældarlistann í England þrátt fyrir að vera 22 ára gamalt.

Lagið er oft nefnt fótboltaþjóðsöngur Englendinga, lagið eftir grínistana David Baddiel og Frank Skinner, hefur verið spilað mikið enda Englendingar komnir í undanúrslitin á HM. Í laginu er talað um hið fræga að fótboltinn sé að koma heim.

Það hefur verið spilað það mikið í Englandi að það er komið á toppinn á vinsældarlistanum þar í landi og Marvin Humes, útvarpsmaður á The Official Vodafone var í skýjunum í þætti sínum í dag:

„Þvílíkur dagur! Three lions er númer eitt. Strákarnir okkar í Rússlandi eru að gera okkur svo stolt. Þjóðin hefur sameinast og vonandi er þetta bara byrjunin á fagnaðarlátunum,” sagði Marvin.

Eftir sigur gegn Kólumbíu í vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslitunum fylgdu Englendingar því eftir með 2-0 sigri á Svíþjóð. Í þessari viku fór lagið upp um 32 sæti!

Hér að neðan má heyra þetta frábæra lag sem virðist heldur betur koma Englendingum í gírinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×