Drake hefur tjáð ást sína á heimaborg sinni Toronto ótal sinnum bæði í tónlist sinni og í viðtölum.
Hann er alþjóðlegur sendiherra NBA liðs borgarinnar, Toronto Raptors, hefur opnað bari og veitingastaði í borginni, og síðast en ekki síst komið ótal kanadískum tónlistarmönnum á framfæri í gegnum plötufyrirtæki sitt, OVO Sound.
Eins og Vísir fjallaði um á dögunum sló nýja plata Drakes, Scorpion, heldur betur í gegn.
Samkvæmt markaðsráðgjafanum Gordon Hendren hafa vinsældir Drakes aukið tekjur borgarinnar um um það bil 440 milljónir Kanadadollara, sem samsvarar 36 milljörðum íslenskra króna.
VICE News fjallar hér að neðan um vinsældir Drakes og áhrif hans á hagkerfi Torontoborgar.