„Síminn hefur ekki stoppað“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júlí 2018 09:46 Hluti íbúða Bjargs rís nú í Spönginni. Félagið er með um 1400 íbúðir í byggingu. Björn Traustason, framkvæmdastjóri íbúðafélagsins Bjargs, segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á þeim 1400 íbúðum félagsins, sem nú rísa víða um land. Félagið greindi frá því á dögunum að það hyggðist leigja út íbúðir á umtalsvert lægra verði en gengur og gerist á almenna leigumarkaðnum. Til að mynda verður tveggja herbergja íbúð hjá Bjargi leigð út á 96 til 130 þúsund krónur. Íbúðir hjá Bjargi eru ætlaðar tekjulágum fjölskyldum sem eru á vinnumarkaði. Björn hvetur áhugasama til að skrá sig í Bjarg, vilji þeir eiga möguleika á íbúð, en ljóst er að margir hafa svarað kallinu. „Síminn hefur ekki stoppað,“ segir Björn, aðspurður um viðbrögðin við tilkynningu miðvikudagsins - án þess þó að gefa upp nákvæma tölu um fjölda skráninga. Skráningar í Bjarg hafi staðið yfir í um tvo mánuði en óhætt sé að segja að áhuginn hafi aukist mikið eftir að mynd var komin á leiguverð félagsins.Sjá einnig: Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í SpöngBjörn útskýrir að skráningarkerfi Bjargs sé í raun tvískipt. Í fyrri umferðinni, þeirri sem stendur nú yfir, skráir fólk sig á lista hjá Bjargi og fær fyrir vikið tölu sem gefur til kynna staðsetningu þess í röðinni. Síðari umferðin fer í gang þegar tilteknar íbúðir eru auglýstar. Hafi fólk áhuga á ákveðum íbúðaklasa skráir það sig á biðlista fyrir þeim íbúðum. Talan sem fólk fékk í fyrri umferðinni ræður svo röð úthlutana. Fram til 31. júlí geta áhugasamir þó skráð sig á lista hjá Bjargi, án þess þó að lenda sjálfkrafa aftast í röðinni. Björn segir að fram til mánaðamóta skrái fólk sig í pott og verður röð þeirra dregin að handahófi í ágústbyrjun. Hafi fólk frekari spurningar, til að mynda um skráninguna eða tekjuviðmið, ráðleggur Björn að leita svaranna á heimasíðu Bjargs. Húsnæðismál Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 1.200 íbúða byggð í Nýja Skerjafirði Borgarráð samþykkti tillögu að rammaskipulagi í síðustu viku. 4. júlí 2018 14:54 Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í Spöng Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. 23. febrúar 2018 08:21 Fyrsta skrefið tekið í dag til endurreisnar verkamannabústaða Forseti Alþýðusambandsins segir að endurreisn verkamannabústaðakerfisins hafi í raun hafist í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin af fyrstu íbúðunum af fimmtán hundruð sem byggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar er með áætlanir um að byggja. 23. febrúar 2018 19:15 Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Björn Traustason, framkvæmdastjóri íbúðafélagsins Bjargs, segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á þeim 1400 íbúðum félagsins, sem nú rísa víða um land. Félagið greindi frá því á dögunum að það hyggðist leigja út íbúðir á umtalsvert lægra verði en gengur og gerist á almenna leigumarkaðnum. Til að mynda verður tveggja herbergja íbúð hjá Bjargi leigð út á 96 til 130 þúsund krónur. Íbúðir hjá Bjargi eru ætlaðar tekjulágum fjölskyldum sem eru á vinnumarkaði. Björn hvetur áhugasama til að skrá sig í Bjarg, vilji þeir eiga möguleika á íbúð, en ljóst er að margir hafa svarað kallinu. „Síminn hefur ekki stoppað,“ segir Björn, aðspurður um viðbrögðin við tilkynningu miðvikudagsins - án þess þó að gefa upp nákvæma tölu um fjölda skráninga. Skráningar í Bjarg hafi staðið yfir í um tvo mánuði en óhætt sé að segja að áhuginn hafi aukist mikið eftir að mynd var komin á leiguverð félagsins.Sjá einnig: Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í SpöngBjörn útskýrir að skráningarkerfi Bjargs sé í raun tvískipt. Í fyrri umferðinni, þeirri sem stendur nú yfir, skráir fólk sig á lista hjá Bjargi og fær fyrir vikið tölu sem gefur til kynna staðsetningu þess í röðinni. Síðari umferðin fer í gang þegar tilteknar íbúðir eru auglýstar. Hafi fólk áhuga á ákveðum íbúðaklasa skráir það sig á biðlista fyrir þeim íbúðum. Talan sem fólk fékk í fyrri umferðinni ræður svo röð úthlutana. Fram til 31. júlí geta áhugasamir þó skráð sig á lista hjá Bjargi, án þess þó að lenda sjálfkrafa aftast í röðinni. Björn segir að fram til mánaðamóta skrái fólk sig í pott og verður röð þeirra dregin að handahófi í ágústbyrjun. Hafi fólk frekari spurningar, til að mynda um skráninguna eða tekjuviðmið, ráðleggur Björn að leita svaranna á heimasíðu Bjargs.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Gera ráð fyrir 1.200 íbúða byggð í Nýja Skerjafirði Borgarráð samþykkti tillögu að rammaskipulagi í síðustu viku. 4. júlí 2018 14:54 Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í Spöng Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. 23. febrúar 2018 08:21 Fyrsta skrefið tekið í dag til endurreisnar verkamannabústaða Forseti Alþýðusambandsins segir að endurreisn verkamannabústaðakerfisins hafi í raun hafist í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin af fyrstu íbúðunum af fimmtán hundruð sem byggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar er með áætlanir um að byggja. 23. febrúar 2018 19:15 Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Gera ráð fyrir 1.200 íbúða byggð í Nýja Skerjafirði Borgarráð samþykkti tillögu að rammaskipulagi í síðustu viku. 4. júlí 2018 14:54
Hefja byggingu á annað hundrað íbúða í Spöng Fyrsta skóflustungan að 155 nýjum leiguíbúðum sem Bjarg íbúðafélag byggir verður tekin í dag við Móaveg í Spönginni í Reykjavík. 23. febrúar 2018 08:21
Fyrsta skrefið tekið í dag til endurreisnar verkamannabústaða Forseti Alþýðusambandsins segir að endurreisn verkamannabústaðakerfisins hafi í raun hafist í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin af fyrstu íbúðunum af fimmtán hundruð sem byggingarfélag verkalýðshreyfingarinnar er með áætlanir um að byggja. 23. febrúar 2018 19:15
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent