Kennir vetrardekkjum á BMW um glæfralegan akstur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2018 13:00 Frá vettvangi slyssins í gær. Hægra megin á myndinni sést blái BMW bíllinn. Karlmaður á fertugsaldri á BMW Cabrio e36 segist hafa gert heimskuleg mistök þegar hann ók bíl sínum af krafti á annan bíl á Arnarnesveginum síðdegis í gær. Síðarnefndi bíllinn var hluti af líkfylgd en gestir voru að fylgja líkbíl á leið í kirkjugarð eftir útför í kirkju.DV greindi frá árekstrinum í gær. Þar lýsti einn aðstandandi, Arnar Hreiðarsson, því hvernig BMW bíllinn hefði komið reykspólandi út úr hringtorginu , þversum yfir umferðareyju og á fullri ferð á bíl sem ekið var í gagnstæða átt. Dóttir Arnars og tengdasonur voru í bílnum en slösuðust ekki alvarleg að hans sögn. Bíll þeirra er þó mikið skemmdur. Prúðbúnir kirkjugestir þurftu margir hverjir að staldra við á meðan hugað var að parinu í bílnum og lögregla ræddi við vitni.Sást aka glannalega í gegnum fleiri hringtorg Lögregla var fljót á svæðið, yfirheyrði ökumann BMW-bifreiðarinnar og ræddu svo við vitni sem tjáði lögreglu að það hefði orðið vitni að ofsaakstri sama bíls í gegnum fleiri hringtorg augnablikum fyrr. Ökumaður og eigandi BMW bílsins, Valur Hoe Guðmundsson, gerir grein fyrir sér í Facebook-hópnum BMW á Íslandi. Þar viðurkennir hann að eiga við fíkniefnavanda að stríða. Það hafi alls ekki verið ætlun hans að „keyra niður líkfylgd“. Valur Hoe hefur hlotið dóma fyrir fíkniefnamisferli og akstur undir áhrifum. Þá segir hann að fólk sem hafi ekki átt BMW cabrioe36 eigi ekki að dæma sig. Hann segist vera dæmdur glæpamaður en þó góður drengur. „Ég var alls ekki óður en heimskuleg mistök á vetrardekkjum að aftan,“ segir Valur um akstur sinn. „Þessi bíll er búinn að vera bölvun frá fyrsta degi sem ég eignaðist hann.“Ekki náðist í lögregluna í Hafnarfirði við vinnslu fréttarinnar. Lögreglumál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri á BMW Cabrio e36 segist hafa gert heimskuleg mistök þegar hann ók bíl sínum af krafti á annan bíl á Arnarnesveginum síðdegis í gær. Síðarnefndi bíllinn var hluti af líkfylgd en gestir voru að fylgja líkbíl á leið í kirkjugarð eftir útför í kirkju.DV greindi frá árekstrinum í gær. Þar lýsti einn aðstandandi, Arnar Hreiðarsson, því hvernig BMW bíllinn hefði komið reykspólandi út úr hringtorginu , þversum yfir umferðareyju og á fullri ferð á bíl sem ekið var í gagnstæða átt. Dóttir Arnars og tengdasonur voru í bílnum en slösuðust ekki alvarleg að hans sögn. Bíll þeirra er þó mikið skemmdur. Prúðbúnir kirkjugestir þurftu margir hverjir að staldra við á meðan hugað var að parinu í bílnum og lögregla ræddi við vitni.Sást aka glannalega í gegnum fleiri hringtorg Lögregla var fljót á svæðið, yfirheyrði ökumann BMW-bifreiðarinnar og ræddu svo við vitni sem tjáði lögreglu að það hefði orðið vitni að ofsaakstri sama bíls í gegnum fleiri hringtorg augnablikum fyrr. Ökumaður og eigandi BMW bílsins, Valur Hoe Guðmundsson, gerir grein fyrir sér í Facebook-hópnum BMW á Íslandi. Þar viðurkennir hann að eiga við fíkniefnavanda að stríða. Það hafi alls ekki verið ætlun hans að „keyra niður líkfylgd“. Valur Hoe hefur hlotið dóma fyrir fíkniefnamisferli og akstur undir áhrifum. Þá segir hann að fólk sem hafi ekki átt BMW cabrioe36 eigi ekki að dæma sig. Hann segist vera dæmdur glæpamaður en þó góður drengur. „Ég var alls ekki óður en heimskuleg mistök á vetrardekkjum að aftan,“ segir Valur um akstur sinn. „Þessi bíll er búinn að vera bölvun frá fyrsta degi sem ég eignaðist hann.“Ekki náðist í lögregluna í Hafnarfirði við vinnslu fréttarinnar.
Lögreglumál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira