Myrti soninn til að sleppa við öldrunarheimilisvist Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júlí 2018 06:47 Anna Mae Blessing hefur verið ákærð fyrir morðið á syni sínum. Lögreglan í Maricopa-sýslu Bandarísk kona á tíræðisaldri er sögð hafa skotið son sinn, sem var 72 ára gamall, til bana vegna hugmynda hans um að hún yrði vistuð á öldrunarheimili. Anna Mae Blessing, sem ákærð hefur verið fyrir morðið, á að hafa íhugað tilboð sonar síns í nokkra daga áður en hún svo ákvað að skjóta hann. Á vef breska ríkisútvarpsins er Blessing sögð hafa öskrað, þegar hún var flutt handjárnuð af heimili sínu í Arizona á mánudag: „Þú tókst líf mitt, þannig að ég mun taka þitt.“ Þá á hún að hafa tjáð lögreglumönnum að hún hafi haft í hyggju að svipta sig lífi. Blessing bjó ásamt syni sínum og kærustu hans. Fram kemur í tilkynningu lögreglunnar að sonurinn hafi viljað koma móður sinni fyrir á öldrunarheimili því sambúðin hafi verið orðin stirð. Blessing á því að hafa falið tvær skammbyssur innanklæða og boðað til fjölskyldufundar í svefnherbergi sonarins. Mæðginin eru sögð hafa hnakkrifist og lauk rifrildinu með því að Blessing dró upp aðra byssuna og skaut að syni sínum. Hún á að hafa hæft son sinn, sem ekki hefur verið nafngreindur, með tveimur skotum. Annað fór í háls hans en hitt í kjálkann.Fannst í hægindastólnum Því næst hafi Blessing miðað byssunni að tengdadóttur sinni, sem er 57 ára, en henni hafi tekist að slá byssuna úr höndum konunnar. Þá er Blessing sögð hafa dregið upp hina skammbyssuna en aftur tókst tengdadótturinni að slá byssuna úr greipum hennar. Því næst er kærastan sögð hafa hlaupið út og hringt á lögregluna. Þegar lögreglumenn komu á vettvang eiga þeir að hafa fundið Blessing í hægindastól í herberginu sínu. Haft er eftir Blessing á vef breska ríkisútvarpsins að henni þætti réttast að „svæfa hana“ fyrir gjörðir sínar. Blessing hefur sem fyrr segir verið ákærð fyrir morðið og verði hún fundin sek má hún búast við löngum dómi. Bandaríkin Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Sjá meira
Bandarísk kona á tíræðisaldri er sögð hafa skotið son sinn, sem var 72 ára gamall, til bana vegna hugmynda hans um að hún yrði vistuð á öldrunarheimili. Anna Mae Blessing, sem ákærð hefur verið fyrir morðið, á að hafa íhugað tilboð sonar síns í nokkra daga áður en hún svo ákvað að skjóta hann. Á vef breska ríkisútvarpsins er Blessing sögð hafa öskrað, þegar hún var flutt handjárnuð af heimili sínu í Arizona á mánudag: „Þú tókst líf mitt, þannig að ég mun taka þitt.“ Þá á hún að hafa tjáð lögreglumönnum að hún hafi haft í hyggju að svipta sig lífi. Blessing bjó ásamt syni sínum og kærustu hans. Fram kemur í tilkynningu lögreglunnar að sonurinn hafi viljað koma móður sinni fyrir á öldrunarheimili því sambúðin hafi verið orðin stirð. Blessing á því að hafa falið tvær skammbyssur innanklæða og boðað til fjölskyldufundar í svefnherbergi sonarins. Mæðginin eru sögð hafa hnakkrifist og lauk rifrildinu með því að Blessing dró upp aðra byssuna og skaut að syni sínum. Hún á að hafa hæft son sinn, sem ekki hefur verið nafngreindur, með tveimur skotum. Annað fór í háls hans en hitt í kjálkann.Fannst í hægindastólnum Því næst hafi Blessing miðað byssunni að tengdadóttur sinni, sem er 57 ára, en henni hafi tekist að slá byssuna úr höndum konunnar. Þá er Blessing sögð hafa dregið upp hina skammbyssuna en aftur tókst tengdadótturinni að slá byssuna úr greipum hennar. Því næst er kærastan sögð hafa hlaupið út og hringt á lögregluna. Þegar lögreglumenn komu á vettvang eiga þeir að hafa fundið Blessing í hægindastól í herberginu sínu. Haft er eftir Blessing á vef breska ríkisútvarpsins að henni þætti réttast að „svæfa hana“ fyrir gjörðir sínar. Blessing hefur sem fyrr segir verið ákærð fyrir morðið og verði hún fundin sek má hún búast við löngum dómi.
Bandaríkin Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Sjá meira