Segir menntun skipta máli við ráðningu forstjóra Vegagerðarinnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. júlí 2018 19:15 Bergþóra Þorkelsdóttir var skipaður forstjóri Vegagerðarinnar í síðustu viku, en samgöngu og sveitarstjórnarráðherra skipar í embættið. Umræddur ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson vék frá ráðningu vegna vinskaps hans og Bergþóru og var Lilja Alfreðsdóttir sett ráðherra. Svo fór að samgönguráðherra gleymdi að auglýsa starfið í Lögbirtingablaðinu eins og lög gera ráð fyrir. Því þurfti að framlengja umsóknarfresti um tvær vikur. En vegna framlengingar fjölgaði umsækjendum úr 15 í 25. Skipuð var þriggja manna nefnd til að meta hæfni umsækjenda. Sérstaka athygli vakti að engrar sérmenntunar á borð við verkfræðimenntun var krafist í auglýstu starfi, líkt og gert var árið 2008 þegar Hreinn Haraldsson var ráðinn. Ekki náðist í Ara Kristinn Jónsson, formann nefndarinnar við vinnslu fréttarinnar.Bergþóra Þorkelsdóttir er menntaður dýralæknir en hefur sinnt stjórnunarstöðum síðustu tuttugu ár.vísir/gvaVerkfræðingafélag Íslands hefur gagnrýnt ráðninguna, en félagið óskaði eftir skýringum frá ráðuneytinu vegna hæfniskrafna. Félagið gerir alvarlegar athugasemdir við að ekki sé gerð krafa um viðeigandi háskólamenntun. „Við hjá Verkfræðingafélaginu gerðum athugasemd við það að í auglýsingunni var sagt var menntun eða reynsla væri nægjanleg. Við teljum að í svona mikilvægum störfum á borð við stjórnun umfangsmikla ríkisstofnanna líkt og Vegagerðin er, þurfi menntun og reynslu, segir Páll Gíslason, formaður Verkfræðingafélags Íslands. Í skriflegu svari frá ráðuneytinu kemur fram að: „Ráðuneytið ákvað að leggja fyrst og fremst áherslu á að finna hæfasta stjórnandann sem völ væri á, óháð tiltekinni menntun. Leitað var eftir einstaklingi með leiðtogahæfileika, sem væri framsýnn í hugsun, hefði sýnt hæfni í samskiptum og samvinnu og hefði metnað til að ná árangri í þágu almennings og atvinnulífs“ „Forstjórinn er sá sem rekur Vegagerðina, sem er veghaldari og rekur því vegakerfi landsins. Mikilvægt er að til staðar sé ekki einungis stjórnunarþekking. Það þarf eitthvað fleira. Þetta snýst um að menn geri kröfur um menntun og reynslu þegar verið er að ráða í mikilvæg störf ríkisins,“ segir Páll. Ráðningar Tengdar fréttir Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17 Segist ekkert hafa rætt við Sigurð Inga um skipan vegamálastjóra Fjórir voru kallaðir í viðtöl. Bergþóra Þorkelsdóttir var metin hæfust, bæði af hæfisnefnd og ráðherra. 2. júlí 2018 14:05 Skipun forstjóra Vegagerðarinnar: Níu stiga munur á tveimur efstu í einkunnagjöf hæfnisnefndar Nýskipaður forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, dýralæknir, fékk alls 365 stig af 400 mögulegum í einkunnagjöf hæfnisnefndar sem skipuð var til að meta umsækjendur um starf forstjórans. 2. júlí 2018 20:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Það er óákveðið“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Bergþóra Þorkelsdóttir var skipaður forstjóri Vegagerðarinnar í síðustu viku, en samgöngu og sveitarstjórnarráðherra skipar í embættið. Umræddur ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson vék frá ráðningu vegna vinskaps hans og Bergþóru og var Lilja Alfreðsdóttir sett ráðherra. Svo fór að samgönguráðherra gleymdi að auglýsa starfið í Lögbirtingablaðinu eins og lög gera ráð fyrir. Því þurfti að framlengja umsóknarfresti um tvær vikur. En vegna framlengingar fjölgaði umsækjendum úr 15 í 25. Skipuð var þriggja manna nefnd til að meta hæfni umsækjenda. Sérstaka athygli vakti að engrar sérmenntunar á borð við verkfræðimenntun var krafist í auglýstu starfi, líkt og gert var árið 2008 þegar Hreinn Haraldsson var ráðinn. Ekki náðist í Ara Kristinn Jónsson, formann nefndarinnar við vinnslu fréttarinnar.Bergþóra Þorkelsdóttir er menntaður dýralæknir en hefur sinnt stjórnunarstöðum síðustu tuttugu ár.vísir/gvaVerkfræðingafélag Íslands hefur gagnrýnt ráðninguna, en félagið óskaði eftir skýringum frá ráðuneytinu vegna hæfniskrafna. Félagið gerir alvarlegar athugasemdir við að ekki sé gerð krafa um viðeigandi háskólamenntun. „Við hjá Verkfræðingafélaginu gerðum athugasemd við það að í auglýsingunni var sagt var menntun eða reynsla væri nægjanleg. Við teljum að í svona mikilvægum störfum á borð við stjórnun umfangsmikla ríkisstofnanna líkt og Vegagerðin er, þurfi menntun og reynslu, segir Páll Gíslason, formaður Verkfræðingafélags Íslands. Í skriflegu svari frá ráðuneytinu kemur fram að: „Ráðuneytið ákvað að leggja fyrst og fremst áherslu á að finna hæfasta stjórnandann sem völ væri á, óháð tiltekinni menntun. Leitað var eftir einstaklingi með leiðtogahæfileika, sem væri framsýnn í hugsun, hefði sýnt hæfni í samskiptum og samvinnu og hefði metnað til að ná árangri í þágu almennings og atvinnulífs“ „Forstjórinn er sá sem rekur Vegagerðina, sem er veghaldari og rekur því vegakerfi landsins. Mikilvægt er að til staðar sé ekki einungis stjórnunarþekking. Það þarf eitthvað fleira. Þetta snýst um að menn geri kröfur um menntun og reynslu þegar verið er að ráða í mikilvæg störf ríkisins,“ segir Páll.
Ráðningar Tengdar fréttir Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17 Segist ekkert hafa rætt við Sigurð Inga um skipan vegamálastjóra Fjórir voru kallaðir í viðtöl. Bergþóra Þorkelsdóttir var metin hæfust, bæði af hæfisnefnd og ráðherra. 2. júlí 2018 14:05 Skipun forstjóra Vegagerðarinnar: Níu stiga munur á tveimur efstu í einkunnagjöf hæfnisnefndar Nýskipaður forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, dýralæknir, fékk alls 365 stig af 400 mögulegum í einkunnagjöf hæfnisnefndar sem skipuð var til að meta umsækjendur um starf forstjórans. 2. júlí 2018 20:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent „Það er óákveðið“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Bergþóra skipuð forstjóri Vegagerðarinnar Bergþóra Þorkelsdóttir dýralæknir hefur verið skipuð forstjóri Vegagerðarinnar. 1. júlí 2018 14:17
Segist ekkert hafa rætt við Sigurð Inga um skipan vegamálastjóra Fjórir voru kallaðir í viðtöl. Bergþóra Þorkelsdóttir var metin hæfust, bæði af hæfisnefnd og ráðherra. 2. júlí 2018 14:05
Skipun forstjóra Vegagerðarinnar: Níu stiga munur á tveimur efstu í einkunnagjöf hæfnisnefndar Nýskipaður forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, dýralæknir, fékk alls 365 stig af 400 mögulegum í einkunnagjöf hæfnisnefndar sem skipuð var til að meta umsækjendur um starf forstjórans. 2. júlí 2018 20:00