Uppáhalds embættismaður Trump hélt leynilega dagskrá Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2018 13:19 Þrátt fyrir röð hneykslismála situr Scott Pruitt enn sem fastast í embætti forstjóra EPA, meðal annars vegna ánægju Trump forseta með framgöngu hans í að afnema umhverfisreglur. Vísir/EPA Forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna og aðstoðarmenn hans héldu leynilega dagskrá til að fela fundi sem hann átti með fulltrúum hagsmunaaðila og umdeildum einstaklingum, þar á meðal áströlskum kardinála sem er sakaður um barnaníð. Aðstoðarmenn forstjórans hafa lýst því hvernig hann lét þá hlaupa fjölda persónulegra erinda fyrir hann. Kevin Chmielewski, fyrrverandi aðstoðarstarfsmannastjóri Scott Pruitt, forstjóra Umhverfisstofnunarinnar (EPA), segir að starfsmenn hans hafi ítrekað þurrkað út úr, breytt og fjarlægt opinbera dagskrá hans vegna áhyggna af því að hún gæti „litið illa út“, að sögn CNN-fréttastofunnar. Gögn sem CNN hefur undir höndum sýna að á þriðja tug funda, viðburða og símtala hafi verið fjarlægðir úr opinberri dagskrá forstjórans. Slíkt gæti stangast á við bandarísk alríkislög. Chmielewski nefnir sem dæmi fund Pruitt og George Pell kardinála í Páfagarði í júní í fyrra, nokkrum vikum áður en Pell var ákærður fyrir fjölda kynferðisbrota. Sá fundur var viljandi máður út úr dagskrá Pruitt eftir að hann átti sér stað. Pell er eins og Pruitt einarður afneitari loftslagsvísinda. „Við áttum fundi þar sem við fórum yfir hvað við ætluðum að taka úr opinberri dagskrá. Á einum tímapunkti vorum við með þrjár mismunandi dagskrár. Ein af þeim var þannig að enginn annar sá hana nema þrjú eða fjögur okkar,“ segir Chmielewski við CNN.Fjöldi rannsókna á mögulegu misferli Pruitt hefur lengi verið undir smásjánni vegna áskana um spillingu. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að eyða opinberu fé í ferðalög á fyrsta farrými og með einkaþotum og öryggisgæslu auk sérstakra ráðstafana eins og að láta koma fyrir hljóðeinangruðum símaklefa á skrifstofu sinni. Þá vöktu húsnæðismál Pruitt verulega athygli fyrr á þessu ári. Í ljós kom að Pruitt leigði íbúð á vildarkjörum af konu talsmanns hagsmunaaðila sem átti mikið undir ákvörðunum EPA. Þrátt fyrir röð hneykslismála og fjölda rannsókna sem beinast að embættisfærslum hans hefur Donald Trump forseti haldið tryggð við Pruitt. Ástæðan er sögð hversu hart Pruitt hafi gengið fram í að afnema umhverfisverndarreglur frá því að hann tók við embætti í byrjun síðasta árs. Chmielewski heldur því fram að honum hafi verið bolað úr starfi hjá EPA eftir að hann gerði athugasemdir við fjáraustur Pruitt og stjórnun í febrúar.Engir tölvupóstar en sendi þakkarbréf til olíu- og gasforkólfa Politico hefur einnig greint frá því að Pruitt virðist ekki hafa sent neina tölvupósta úr opinberu póstfangi sínu utan stofnunarinnar. EPA afhenti aðeins einn póst eftir kröfu á grundvelli upplýsingalaga. Talsmenn EPA hafa sagt að samskipti Pruitt fari yfirleitt fram í gegnum fundi eða símtöl. Þetta hefur vakið upp spurningar um að hann haldi samskiptum sínum við hagsmunaaðila leyndum. Þekkt er að Pruitt hefur unnið náið með fulltrúum jarðefnaeldsneytisiðnaðarins og fleiri hagsmunaaðilum. Bréf sem New York Times komst yfir benda til þess að Pruitt hafi raunverulega átt í miklum samskiptum við fulltrúa iðnaðarins sem stofnunin sem hann stýrir á að hafa eftirlit með. Í þeim þakkar hann forsvarsmönnum olíu- og gasfyrirtækja fyrir fundi og viðburði.STICK WITH US FOR THIS THREAD: We know Scott Pruitt doesn't like to email (avoids creating a "paper trail") Turns out he DOES (or did) snail mail. Guess who he writes to? Oil & gas executives. Come along for the ride as we check out bit of his correspondence. BP America up first pic.twitter.com/FLQATlrmuo— Eric Lipton (@EricLiptonNYT) July 1, 2018 Starfsmenn áttu að aðstoða við atvinnuleit eiginkonunnar Nokkrir aðstoðarmanna Pruitt hafa borið vitni fyrir eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings undanfarna daga þar sem þeir hafa lýst persónulegum erindum sem forstjórinn lét þá reka fyrir sig. Washington Post segir að Pruitt hafi meðal annars falið þeim að finna vel launað starf fyrir eiginkonu sína og veita sér lögfræðilega aðstoð í deilu við leigusala sinn. Starfsmannastjóri Pruitt og fyrrverandi aðstoðarforstöðumaður stefnumótunarskrifstofu EPA lýstu því hvernig forstjórinn hefði þrýst á undirmenn sína að finna flug á fyrsta farrými eða einkaþotur fyrir hann þrátt fyrir viðvaranir um að slíkt stæðist ekki siðareglur. Eftirlitsmaður með siðareglum innan EPA tilkynnti í síðustu viku að hann hefði hvatt innri eftirlitsmann stofnunarinnar að bæta við rannsókn sem er þegar í gangi á framferði Pruitt eftir að hann uppgötvaði fleiri álitamál sem tengjast forstjóranum. Mögulegt er að Pruitt hafi brotið alríkislög með því að láta starfsmenn stofnunarinnar sinna persónulegum erindum hans. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00 Afkastamesta embættismanni Trump kastað út Eigendur íbúðar sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, var að leigja skiptu um lás til að losna við hann. 6. apríl 2018 22:07 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna og aðstoðarmenn hans héldu leynilega dagskrá til að fela fundi sem hann átti með fulltrúum hagsmunaaðila og umdeildum einstaklingum, þar á meðal áströlskum kardinála sem er sakaður um barnaníð. Aðstoðarmenn forstjórans hafa lýst því hvernig hann lét þá hlaupa fjölda persónulegra erinda fyrir hann. Kevin Chmielewski, fyrrverandi aðstoðarstarfsmannastjóri Scott Pruitt, forstjóra Umhverfisstofnunarinnar (EPA), segir að starfsmenn hans hafi ítrekað þurrkað út úr, breytt og fjarlægt opinbera dagskrá hans vegna áhyggna af því að hún gæti „litið illa út“, að sögn CNN-fréttastofunnar. Gögn sem CNN hefur undir höndum sýna að á þriðja tug funda, viðburða og símtala hafi verið fjarlægðir úr opinberri dagskrá forstjórans. Slíkt gæti stangast á við bandarísk alríkislög. Chmielewski nefnir sem dæmi fund Pruitt og George Pell kardinála í Páfagarði í júní í fyrra, nokkrum vikum áður en Pell var ákærður fyrir fjölda kynferðisbrota. Sá fundur var viljandi máður út úr dagskrá Pruitt eftir að hann átti sér stað. Pell er eins og Pruitt einarður afneitari loftslagsvísinda. „Við áttum fundi þar sem við fórum yfir hvað við ætluðum að taka úr opinberri dagskrá. Á einum tímapunkti vorum við með þrjár mismunandi dagskrár. Ein af þeim var þannig að enginn annar sá hana nema þrjú eða fjögur okkar,“ segir Chmielewski við CNN.Fjöldi rannsókna á mögulegu misferli Pruitt hefur lengi verið undir smásjánni vegna áskana um spillingu. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að eyða opinberu fé í ferðalög á fyrsta farrými og með einkaþotum og öryggisgæslu auk sérstakra ráðstafana eins og að láta koma fyrir hljóðeinangruðum símaklefa á skrifstofu sinni. Þá vöktu húsnæðismál Pruitt verulega athygli fyrr á þessu ári. Í ljós kom að Pruitt leigði íbúð á vildarkjörum af konu talsmanns hagsmunaaðila sem átti mikið undir ákvörðunum EPA. Þrátt fyrir röð hneykslismála og fjölda rannsókna sem beinast að embættisfærslum hans hefur Donald Trump forseti haldið tryggð við Pruitt. Ástæðan er sögð hversu hart Pruitt hafi gengið fram í að afnema umhverfisverndarreglur frá því að hann tók við embætti í byrjun síðasta árs. Chmielewski heldur því fram að honum hafi verið bolað úr starfi hjá EPA eftir að hann gerði athugasemdir við fjáraustur Pruitt og stjórnun í febrúar.Engir tölvupóstar en sendi þakkarbréf til olíu- og gasforkólfa Politico hefur einnig greint frá því að Pruitt virðist ekki hafa sent neina tölvupósta úr opinberu póstfangi sínu utan stofnunarinnar. EPA afhenti aðeins einn póst eftir kröfu á grundvelli upplýsingalaga. Talsmenn EPA hafa sagt að samskipti Pruitt fari yfirleitt fram í gegnum fundi eða símtöl. Þetta hefur vakið upp spurningar um að hann haldi samskiptum sínum við hagsmunaaðila leyndum. Þekkt er að Pruitt hefur unnið náið með fulltrúum jarðefnaeldsneytisiðnaðarins og fleiri hagsmunaaðilum. Bréf sem New York Times komst yfir benda til þess að Pruitt hafi raunverulega átt í miklum samskiptum við fulltrúa iðnaðarins sem stofnunin sem hann stýrir á að hafa eftirlit með. Í þeim þakkar hann forsvarsmönnum olíu- og gasfyrirtækja fyrir fundi og viðburði.STICK WITH US FOR THIS THREAD: We know Scott Pruitt doesn't like to email (avoids creating a "paper trail") Turns out he DOES (or did) snail mail. Guess who he writes to? Oil & gas executives. Come along for the ride as we check out bit of his correspondence. BP America up first pic.twitter.com/FLQATlrmuo— Eric Lipton (@EricLiptonNYT) July 1, 2018 Starfsmenn áttu að aðstoða við atvinnuleit eiginkonunnar Nokkrir aðstoðarmanna Pruitt hafa borið vitni fyrir eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings undanfarna daga þar sem þeir hafa lýst persónulegum erindum sem forstjórinn lét þá reka fyrir sig. Washington Post segir að Pruitt hafi meðal annars falið þeim að finna vel launað starf fyrir eiginkonu sína og veita sér lögfræðilega aðstoð í deilu við leigusala sinn. Starfsmannastjóri Pruitt og fyrrverandi aðstoðarforstöðumaður stefnumótunarskrifstofu EPA lýstu því hvernig forstjórinn hefði þrýst á undirmenn sína að finna flug á fyrsta farrými eða einkaþotur fyrir hann þrátt fyrir viðvaranir um að slíkt stæðist ekki siðareglur. Eftirlitsmaður með siðareglum innan EPA tilkynnti í síðustu viku að hann hefði hvatt innri eftirlitsmann stofnunarinnar að bæta við rannsókn sem er þegar í gangi á framferði Pruitt eftir að hann uppgötvaði fleiri álitamál sem tengjast forstjóranum. Mögulegt er að Pruitt hafi brotið alríkislög með því að láta starfsmenn stofnunarinnar sinna persónulegum erindum hans.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00 Afkastamesta embættismanni Trump kastað út Eigendur íbúðar sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, var að leigja skiptu um lás til að losna við hann. 6. apríl 2018 22:07 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00
Afkastamesta embættismanni Trump kastað út Eigendur íbúðar sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, var að leigja skiptu um lás til að losna við hann. 6. apríl 2018 22:07