Lífið

Fréttamaður RÚV rifjar upp óbærilega þögn í beinni frá Rússlandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðmundur stóð sig vel í útsendingunni en þetta var langur tími.
Guðmundur stóð sig vel í útsendingunni en þetta var langur tími.
Fréttamaðurinn Guðmundur Björn Þorbjörnsson rifjar upp heldur skemmtilegt atvik sem átti sér stað í fréttatíma RÚV á dögunum.

Guðmundur var þá staddur í Rússlandi að fjalla um heimsmeistaramótið í Rússlandi og var í beinni útsendingu að loknu 2-1 tapi Íslands gegn Króatíu í Rostov við Don.

Bogi Ágústsson, þulur hjá RÚV, sendi þá boltann úr Efstaleitinu til Rostov þar sem Guðmundur var staddur með íslenskum stuðningsmönnum. Mikil töf, svokallað delay, var í útsendingunni eins og sjá má í myndbandinu að neðan.

Þögnin er hreinlega ærandi og mjög vandræðalegt augnablik sem fréttamaðurinn rifjar sjálfur upp á Instagram. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×