Afmælisbarnið látið Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2018 06:42 Lögreglumenn girtu af veislusvæðið. Vísir/AP Þriggja ára stúlka í Idaho, sem stungin var í afmælisveislu sinni á laugardagskvöld, lést af sárum sínum. Maður réðst inn í veisluna og náði að stinga níu manns áður en hann var yfirbugaður. Maðurinn, Timmy Kinner, hefur verið ákærður fyrir að stinga börnin og foreldra þeirra, sem reyndu að koma börnunum til bjargar. Árásin átti sér stað í fjölbýlishúsi, en í frétt Guardian kemur fram að íbúar hússins séu nær alfarið flóttamenn. Hin særðu eru frá Sýrlandi, Írak og Eþíópíu en Kinner sjálfur er bandarískur. Engu að síður telur lögreglan í borginni að ekkert bendi til þess á þessari stundu að um hatursglæp sé að ræða. Hann var leiddur fyrir dómara í gær en sagðist ekki skilja fyrir hvað hann væri ákærður. Þar að auki sagðist Kinner ekki þurfa lögmann, hann hefði í hyggju að verja sig sjálfur.Sjá einnig: Sex börn í hópi særðra eftir stunguárás í IdahoKinner er sagður hafa búið í húsinu en að hann hafi verið borinn út á föstudag vegna hegðunarvandamála. Talið er að árás hans á veislugestina hafi því verið einhvers konar hefndaraðgerð. Þrír þolendur mannsins eru fullorðnir en hinir eru börn; fyrrnefnd þriggja ára stúlka, tveir eru 4 ára, einn 6 ára, annar 8 ára og síðasti þolandinn er 12 ára. Lögreglumenn segja að Kinner hafi ekki þekkt þolendur sína. Svo virðist sem hann hafi einungis ætlað sér að ráðast á hvern þann íbúa hússins sem á vegi hans varð. Verði Kinner fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér dauðadóm. Ekki liggur þó fyrir á þessari stundu hvort að saksóknari fari fram á svo þungan dóm, ákvörðun um það verði tekin þegar allar staðreyndir málsins liggja fyrir. Bandaríkin Tengdar fréttir Sex börn í hópi særðra eftir stunguárás í Idaho Mannskæð stunguárás átti sér stað í Bandaríkjunum í gær. Níu eru særðir og sex af fórnarlömbunum eru börn. 1. júlí 2018 17:21 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Sjá meira
Þriggja ára stúlka í Idaho, sem stungin var í afmælisveislu sinni á laugardagskvöld, lést af sárum sínum. Maður réðst inn í veisluna og náði að stinga níu manns áður en hann var yfirbugaður. Maðurinn, Timmy Kinner, hefur verið ákærður fyrir að stinga börnin og foreldra þeirra, sem reyndu að koma börnunum til bjargar. Árásin átti sér stað í fjölbýlishúsi, en í frétt Guardian kemur fram að íbúar hússins séu nær alfarið flóttamenn. Hin særðu eru frá Sýrlandi, Írak og Eþíópíu en Kinner sjálfur er bandarískur. Engu að síður telur lögreglan í borginni að ekkert bendi til þess á þessari stundu að um hatursglæp sé að ræða. Hann var leiddur fyrir dómara í gær en sagðist ekki skilja fyrir hvað hann væri ákærður. Þar að auki sagðist Kinner ekki þurfa lögmann, hann hefði í hyggju að verja sig sjálfur.Sjá einnig: Sex börn í hópi særðra eftir stunguárás í IdahoKinner er sagður hafa búið í húsinu en að hann hafi verið borinn út á föstudag vegna hegðunarvandamála. Talið er að árás hans á veislugestina hafi því verið einhvers konar hefndaraðgerð. Þrír þolendur mannsins eru fullorðnir en hinir eru börn; fyrrnefnd þriggja ára stúlka, tveir eru 4 ára, einn 6 ára, annar 8 ára og síðasti þolandinn er 12 ára. Lögreglumenn segja að Kinner hafi ekki þekkt þolendur sína. Svo virðist sem hann hafi einungis ætlað sér að ráðast á hvern þann íbúa hússins sem á vegi hans varð. Verði Kinner fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér dauðadóm. Ekki liggur þó fyrir á þessari stundu hvort að saksóknari fari fram á svo þungan dóm, ákvörðun um það verði tekin þegar allar staðreyndir málsins liggja fyrir.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sex börn í hópi særðra eftir stunguárás í Idaho Mannskæð stunguárás átti sér stað í Bandaríkjunum í gær. Níu eru særðir og sex af fórnarlömbunum eru börn. 1. júlí 2018 17:21 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Sjá meira
Sex börn í hópi særðra eftir stunguárás í Idaho Mannskæð stunguárás átti sér stað í Bandaríkjunum í gær. Níu eru særðir og sex af fórnarlömbunum eru börn. 1. júlí 2018 17:21