Fær 16 milljónir í bætur vegna rangrar meðferðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2018 10:14 Héraðsdómur Reykjavíkur. Fréttablaðið/valli Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða karlmanni sextán milljónir króna vegna mistaka við sjúkdómsgreiningu þegar maðurinn leitaði til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja vegna langvarandi verkja á milli herðablaða. Á nýársdag 2011 leitaði maðurinn til heilbrigðisstofnunarinnar og kvartaði undan fyrrgreindu ástandi. Sagðist maðurinn hafa verið stanslausan verk á milli herðablaðanna í nokkra daga. Var maðurinn greindur með bakflæði og voru honum ávísuð lyf vegna þess. Í september 2012 leitaði hann aftur til heilbrigðisstofnunarinnar vegna mikilla verkja á milli herðablaða. Var hann þá greindur með kransæðastíflu og sendur með sjúkrabíl í forgangsakstri til Reykjavíkur. Gekkst maðurinn undir hjartaþræðingu en alls fór hann í þrjár slíkar á nokkurra vikna tímabili.Hafði veruleg áhrif á störf mannsins að mati matsmanna Sjúkratryggingar Íslands greiddu manninum bætur vegna málsins, alls rúmlega tíu milljónir og taldi íslensa ríkið því að tjón mannsins hafi verið bætt. Í matsgerð sem lögð var fyrir dóminn kom fram það mat álitsmanna að sú meðferð sem stefnandi fékk á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á nýársdag 2011 hefði verið með öllu ófullnægjandi, hefði hann verið skoðaður með fullnægjandi hætti hefði mögulega mátt koma í veg fyrir hjartaáfallið í september 2012. Töldu matsmenn líklegt að maðurinn myndi þurfa að minnka vinnu í framtíðinni, gæti ekki unnið vaktavinnu og að hann gæti þurft að skipta um starfsvettvang og stunda léttari störf auk þess sem hætta á uppsögn væri til staðar. Í skýrslu hjartalæknis var einnig skýrt að drep í hjartavöðva mannsins væri til þess fallið að draga verulega úr starfsgetu hans og að ólíklegra væri að hann gæti stundað vinnu til lengri tíma litið en einstaklingur með heilbrigt hjarta. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að íslenska ríkinu hafi ekki tekist að sýna fram á að matsgerðin væri haldin slíkum göllum að hún væri ekki lögð til grundvallar í málinu og var hún því lögð til grundvallar. Fallist var á að heildartjón mannsins næmi 16,6 milljónum króna, auk vaxta, að frádregnum þeim bótum sem hann hafði þegar fengið greitt frá Sjúkratryggingum Íslands.Þá þarf íslenska ríkið einnig að greiða málskostnað, 1,4 milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða karlmanni sextán milljónir króna vegna mistaka við sjúkdómsgreiningu þegar maðurinn leitaði til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja vegna langvarandi verkja á milli herðablaða. Á nýársdag 2011 leitaði maðurinn til heilbrigðisstofnunarinnar og kvartaði undan fyrrgreindu ástandi. Sagðist maðurinn hafa verið stanslausan verk á milli herðablaðanna í nokkra daga. Var maðurinn greindur með bakflæði og voru honum ávísuð lyf vegna þess. Í september 2012 leitaði hann aftur til heilbrigðisstofnunarinnar vegna mikilla verkja á milli herðablaða. Var hann þá greindur með kransæðastíflu og sendur með sjúkrabíl í forgangsakstri til Reykjavíkur. Gekkst maðurinn undir hjartaþræðingu en alls fór hann í þrjár slíkar á nokkurra vikna tímabili.Hafði veruleg áhrif á störf mannsins að mati matsmanna Sjúkratryggingar Íslands greiddu manninum bætur vegna málsins, alls rúmlega tíu milljónir og taldi íslensa ríkið því að tjón mannsins hafi verið bætt. Í matsgerð sem lögð var fyrir dóminn kom fram það mat álitsmanna að sú meðferð sem stefnandi fékk á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á nýársdag 2011 hefði verið með öllu ófullnægjandi, hefði hann verið skoðaður með fullnægjandi hætti hefði mögulega mátt koma í veg fyrir hjartaáfallið í september 2012. Töldu matsmenn líklegt að maðurinn myndi þurfa að minnka vinnu í framtíðinni, gæti ekki unnið vaktavinnu og að hann gæti þurft að skipta um starfsvettvang og stunda léttari störf auk þess sem hætta á uppsögn væri til staðar. Í skýrslu hjartalæknis var einnig skýrt að drep í hjartavöðva mannsins væri til þess fallið að draga verulega úr starfsgetu hans og að ólíklegra væri að hann gæti stundað vinnu til lengri tíma litið en einstaklingur með heilbrigt hjarta. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að íslenska ríkinu hafi ekki tekist að sýna fram á að matsgerðin væri haldin slíkum göllum að hún væri ekki lögð til grundvallar í málinu og var hún því lögð til grundvallar. Fallist var á að heildartjón mannsins næmi 16,6 milljónum króna, auk vaxta, að frádregnum þeim bótum sem hann hafði þegar fengið greitt frá Sjúkratryggingum Íslands.Þá þarf íslenska ríkið einnig að greiða málskostnað, 1,4 milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira