Komnir í hóp með stórstjörnum Benedikt Bóas skrifar 2. júlí 2018 06:00 Vintage Caravan er nýbúin að taka upp plötu og er fyrsta lagið farið að hljóma á ljósvakamiðlunum. Verði ljós „Við höfum verið hjá sama fyrirtæki síðan 2013, hjá austurrísku fyrirtæki, en við fengum flott tilboð frá X-Ray Touring og okkur langaði að prófa eitthvað nýtt – sérstaklega af því við erum að gefa út nýja plötu,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari rokkhljómsveitarinnar The Vintage Caravan. X-Ray Touring er gríðarlega stórt breskt bókunarfyrirtæki sem er með fjölmarga heimsþekkta tónlistarmenn undir sínum hatti. Rapparinn Eminem er þar á bæ eins og Íslandsvinirnir í Coldplay og Blur auk Robbies Williams svo nokkrir séu nefndir. Þá eru rokkhundar eins og Alice in Chains, Manic Street Preachers og Belle and Sebastian þar einnig. Það skal því engan undra að Óskar bendi á að með þessu skrefi séu þeir komnir upp um eitt þrep í hinum langa tónlistarstiga. „Þetta er virt fyrirtæki sem hefur verið í gangi í langan tíma,“ segir hann. X-Ray Touring hefur heldur ekki setið auðum höndum því á heimasíðuna eru þegar komnir 26 tónleikar víða um heim. Og það er bara byrjunin. „Þetta eru ekki einu sinni allir tónleikarnir sem við spilum á. Það á eftir að tilkynna nokkra og ég held að það verði allt í allt 32 tónleikar sem við spilum á. Við verðum á ferðinni í rúman mánuð í rútu og höfum það kósí.“Coldplay er meðal þeirra hljómsveita sem eru á mála hjá X-Ray TouringMeð því að skrifa undir samning við svo stórt bókunarfyrirtæki er hljómsveitin með betri sambönd og á því auðveldara með að komast að á stórum tónlistarhátíðum eins og Download festival og fleirum. „Það eru um 500 listamenn hjá þeim og þegar við fengum þetta tilboð var ég ekki mikið búinn að skoða þetta fyrirtæki. Þegar ég lagðist yfir samninginn og skoðaði fyrirtækið þá sá ég hvaða listamenn eru þarna og það eru mörg stór nöfn þarna.“ Ný plata er væntanleg frá þeim sem Óskar segir að sé þroskaðri en þetta verður fjórða breiðskífan. The Vintage Caravan kom út árið 2011, Voyage ári síðar og Arrival árið 2015. Fyrsta smáskífan byrjaði að hljóma á X-inu fyrir helgi. „Við vorum í stúdíóinu í 20 daga og við erum stoltir af henni. Við tókum hana upp í Sundlauginni í Mosfellsbæ og þeir sem hafa hlustað segja að hún sé þroskaðri en fyrri verk okkar. Kannski er hún eins og þetta skref okkar með bókunarskrifstofuna. Nýtt þrep á okkar ferli.“Hljómsveitir undir hatti X-Ray Touring Alice in Chains Ash Bad Rabbits Belle and Sebastian Blur The Cardigans Coldplay Courtney Love Cypress Hill The Darkness Echo & The Bunnymen Eminem Fergie Jimmy Eat World Manic Street Preachers The Offspring Pixies Queens of the Stone Age Robbie Williams Snow Patrol Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
„Við höfum verið hjá sama fyrirtæki síðan 2013, hjá austurrísku fyrirtæki, en við fengum flott tilboð frá X-Ray Touring og okkur langaði að prófa eitthvað nýtt – sérstaklega af því við erum að gefa út nýja plötu,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari rokkhljómsveitarinnar The Vintage Caravan. X-Ray Touring er gríðarlega stórt breskt bókunarfyrirtæki sem er með fjölmarga heimsþekkta tónlistarmenn undir sínum hatti. Rapparinn Eminem er þar á bæ eins og Íslandsvinirnir í Coldplay og Blur auk Robbies Williams svo nokkrir séu nefndir. Þá eru rokkhundar eins og Alice in Chains, Manic Street Preachers og Belle and Sebastian þar einnig. Það skal því engan undra að Óskar bendi á að með þessu skrefi séu þeir komnir upp um eitt þrep í hinum langa tónlistarstiga. „Þetta er virt fyrirtæki sem hefur verið í gangi í langan tíma,“ segir hann. X-Ray Touring hefur heldur ekki setið auðum höndum því á heimasíðuna eru þegar komnir 26 tónleikar víða um heim. Og það er bara byrjunin. „Þetta eru ekki einu sinni allir tónleikarnir sem við spilum á. Það á eftir að tilkynna nokkra og ég held að það verði allt í allt 32 tónleikar sem við spilum á. Við verðum á ferðinni í rúman mánuð í rútu og höfum það kósí.“Coldplay er meðal þeirra hljómsveita sem eru á mála hjá X-Ray TouringMeð því að skrifa undir samning við svo stórt bókunarfyrirtæki er hljómsveitin með betri sambönd og á því auðveldara með að komast að á stórum tónlistarhátíðum eins og Download festival og fleirum. „Það eru um 500 listamenn hjá þeim og þegar við fengum þetta tilboð var ég ekki mikið búinn að skoða þetta fyrirtæki. Þegar ég lagðist yfir samninginn og skoðaði fyrirtækið þá sá ég hvaða listamenn eru þarna og það eru mörg stór nöfn þarna.“ Ný plata er væntanleg frá þeim sem Óskar segir að sé þroskaðri en þetta verður fjórða breiðskífan. The Vintage Caravan kom út árið 2011, Voyage ári síðar og Arrival árið 2015. Fyrsta smáskífan byrjaði að hljóma á X-inu fyrir helgi. „Við vorum í stúdíóinu í 20 daga og við erum stoltir af henni. Við tókum hana upp í Sundlauginni í Mosfellsbæ og þeir sem hafa hlustað segja að hún sé þroskaðri en fyrri verk okkar. Kannski er hún eins og þetta skref okkar með bókunarskrifstofuna. Nýtt þrep á okkar ferli.“Hljómsveitir undir hatti X-Ray Touring Alice in Chains Ash Bad Rabbits Belle and Sebastian Blur The Cardigans Coldplay Courtney Love Cypress Hill The Darkness Echo & The Bunnymen Eminem Fergie Jimmy Eat World Manic Street Preachers The Offspring Pixies Queens of the Stone Age Robbie Williams Snow Patrol
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira