Segir ISAVIA hafa lagt á skatt með gjöldunum Hersir Aron Ólafsson skrifar 18. júlí 2018 20:00 Forsvarsmenn ISAVIA segja bráðabirgðaniðurstöðu um að hætta skuli gjaldtöku í fjarstæðum við Leifsstöð koma á óvart. Þeir hafi talið gjaldtökuna eiga fullan rétt á sér en ákvörðuninni verði þó hlýtt. Stjórnarformaður Gray Line fagnar niðurstöðunni og segir að um óheimila skattheimtu hafi verið að ræða. Gjaldtaka á svokölluðum fjarstæðum við Leifsstöð var kynnt í desember. Gjaldið átti að vera 7900 krónur fyrir hverja ferð fyrir rútur sem taka 19 eða færri farþega og 19900 krónur fyrir stærri bíla, og gjaldtakan skyldi hefjast í mars. Verðskráin breyttist þó lítillega síðar, en í janúar kvartaði Gray Line, eitt fyrirtækjanna sem notar fjarstæðin til samkeppniseftirlitsins.Sögðu ISAVIA misnota einokunarstöðu Forsvarsmenn þess töldu ISAVIA misnota einokunarstöðu sína með ofurgjaldtöku og bentu á að gjöldin væru langtum hærri en tíðkuðust í nágrannalöndum.Frétt Vísis: Gray Line kærir ISAVIA fyrir „ofurgjaldtöku“Í gær birti Samkeppniseftirlitið svo bráðabirgðaákvörðun þar sem ISAVIA er gert að stöðva gjaldtökuna tímabundið. Þar segir m.a. að hún muni hafa veruleg skaðleg áhrif á rekstarforsendur fyrirtækja sem stæðin nýta og rekstarforsendur þeirra séu brostnar að óbreyttu. „Niðurstaðan er náttúrulega í takt við það sem við gerðum ráð fyrir í upphafi þegar við fórum af stað í þessi málaferli, vegna þess að þessi gjaldtaka er með öllu óhófleg, úr hófi fram,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line.Flugvöllurinn ekki á fjárlögum Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir niðurstöðuna koma á óvart. Henni verði fylgt, en forsvarsmenn hafi talið það sanngjarnt og eðlilegt. „Keflavíkurflugvöllur er rekinn fyrir notendagjöld þar sem aðilar sem eru að nýta sér þjónustuaðstöðu við flugvöllinn greiða fyrir það og það fé fer í ýmislegt sem tengist rekstri og uppbyggingu á flugvellinum. Keflavíkurflugvöllur er ekki á fjárlögum,“ segir Guðjón.Ekki hundruð milljóna kostnaður við að reka bílastæðin Stjórnarformaður segir hins vegar um hreina og klára skattlagningu að ræða. „Þetta er náttúrulega ekkert annað en skattlagning, vegna þess að þetta er opinbert fyrirtæki og eins og er með opinber fyrirtæki geta þau aðeins innheimt gjöld fyrir það sem kostar að veita þá þjónustu sem menn eru að nýta á flugvellinum. Kostnaðurinn við að byggja og reka þetta bílastæði eru ekki fleiri hundruð milljónir á ári. Það vitum við,“ segir Þórir. Samkeppnismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Forsvarsmenn ISAVIA segja bráðabirgðaniðurstöðu um að hætta skuli gjaldtöku í fjarstæðum við Leifsstöð koma á óvart. Þeir hafi talið gjaldtökuna eiga fullan rétt á sér en ákvörðuninni verði þó hlýtt. Stjórnarformaður Gray Line fagnar niðurstöðunni og segir að um óheimila skattheimtu hafi verið að ræða. Gjaldtaka á svokölluðum fjarstæðum við Leifsstöð var kynnt í desember. Gjaldið átti að vera 7900 krónur fyrir hverja ferð fyrir rútur sem taka 19 eða færri farþega og 19900 krónur fyrir stærri bíla, og gjaldtakan skyldi hefjast í mars. Verðskráin breyttist þó lítillega síðar, en í janúar kvartaði Gray Line, eitt fyrirtækjanna sem notar fjarstæðin til samkeppniseftirlitsins.Sögðu ISAVIA misnota einokunarstöðu Forsvarsmenn þess töldu ISAVIA misnota einokunarstöðu sína með ofurgjaldtöku og bentu á að gjöldin væru langtum hærri en tíðkuðust í nágrannalöndum.Frétt Vísis: Gray Line kærir ISAVIA fyrir „ofurgjaldtöku“Í gær birti Samkeppniseftirlitið svo bráðabirgðaákvörðun þar sem ISAVIA er gert að stöðva gjaldtökuna tímabundið. Þar segir m.a. að hún muni hafa veruleg skaðleg áhrif á rekstarforsendur fyrirtækja sem stæðin nýta og rekstarforsendur þeirra séu brostnar að óbreyttu. „Niðurstaðan er náttúrulega í takt við það sem við gerðum ráð fyrir í upphafi þegar við fórum af stað í þessi málaferli, vegna þess að þessi gjaldtaka er með öllu óhófleg, úr hófi fram,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line.Flugvöllurinn ekki á fjárlögum Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir niðurstöðuna koma á óvart. Henni verði fylgt, en forsvarsmenn hafi talið það sanngjarnt og eðlilegt. „Keflavíkurflugvöllur er rekinn fyrir notendagjöld þar sem aðilar sem eru að nýta sér þjónustuaðstöðu við flugvöllinn greiða fyrir það og það fé fer í ýmislegt sem tengist rekstri og uppbyggingu á flugvellinum. Keflavíkurflugvöllur er ekki á fjárlögum,“ segir Guðjón.Ekki hundruð milljóna kostnaður við að reka bílastæðin Stjórnarformaður segir hins vegar um hreina og klára skattlagningu að ræða. „Þetta er náttúrulega ekkert annað en skattlagning, vegna þess að þetta er opinbert fyrirtæki og eins og er með opinber fyrirtæki geta þau aðeins innheimt gjöld fyrir það sem kostar að veita þá þjónustu sem menn eru að nýta á flugvellinum. Kostnaðurinn við að byggja og reka þetta bílastæði eru ekki fleiri hundruð milljónir á ári. Það vitum við,“ segir Þórir.
Samkeppnismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira