Tulipop með nýja seríu í bígerð Stefán Þór Hjartarson skrifar 18. júlí 2018 06:00 Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir, eigendur Tulipop, stofnuðu fyrirtækið árið 2010. SARA SIG Tulipop vinnur nú að framleiðslu stórrar sjónvarpsþáttaraðar byggðar á ævintýraheimi fyrirtækisins og persónum. Með þeim í verkefninu er stórfyrirtækið Zodiak Kids en það mun framleiða seríuna í samstarfi við Tulipop og sjá um alþjóðlega sölu og dreifingu. „Vinnan við þróun þessarar sjónvarpsseríu hófst fyrir 18 mánuðum en þá fengum við til liðs við okkur sterkan hóp reynslubolta í teiknimyndabransanum til að þróa handrit og búa til stuttmynd sem sýnir útlitið sem við viljum hafa á seríunni. Við kynntum verkefnið á Cartoon Forum í Toulouse í Frakklandi í september í fyrra og á MIP Junior í Cannes í október sem það fékk frábærar viðtökur og í kjölfarið hófust viðræður við aðila sem lýstu yfir áhuga á samstarfi. Eftir að hafa rætt við marga mögulega meðframleiðendur þá leist okkur best á Zodiak. Fyrirtækið deilir okkar sýn á hvernig sjónvarpsserían á að vera auk þess sem það er traust og stórt fyrirtæki sem hefur burði til búa til hágæðasjónvarpsseríu og koma henni í sýningu um allan heim. Zodiak er mjög virt fyrirtæki í þessum geira og af því fer gott orð sem skiptir miklu máli,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Tulipop. Zodiak Kids er krakkaarmur franska fyrirtækisins Zodiak Media sem hefur framleitt efni og dreift um allan heim um árabil. Í seríunni sem Zodiak Kids framleiðir með Tulipop verða 52 þættir og verður hver þáttur ellefu mínútur. Framleiðslan mun kosta um 700 milljónir króna. Helga segir að Tulipop njóti dýrmæts stuðnings frá Kvikmyndasjóði við verkefnið. Seríunni verði dreift víða um heiminn og á fjölda tungumála. „Hér er um að ræða lengri teiknimyndaþætti en við höfum áður framleitt og það verður mjög mikið lagt í þessa seríu. Nú fer af stað lokahnykkurinn í þróunarvinnu á þáttunum og vinna með handritshöfundum. Formleg sala mun hefjast á MIP-hátíðinni í Cannes í október og ef allt gengur að óskum fer svo framleiðsla af stað fyrir lok næsta árs og serían í sýningar fyrir lok árs 2020. Zodiak mun sjá um alþjóðlega sölu og dreifingu á seríunni, en Norðurlöndin eru undanskilin og gert er ráð fyrir að Tulipop selji beint til þeirra landa,“ segir Helga. Tulipop hefur framleitt örstutta þætti, tveggja og hálfrar mínútu langa, sem nú eru sýndir á RÚV en líka á ensku á YouTube þar sem þeir hafa notið mikilla vinsælda og eru með hátt í tvær milljónir áhorfa. „Við erum að undirbúa að setja þættina í loftið á þýsku og spænsku á næstu vikum á YouTube og erum með seríu tvö í framleiðslu sem fer í loftið á RÚV í haust. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Björg ráðin til Tulipop Björg Arnardóttir hefur verið ráðin til Tulipop sem sérfræðingur í nytjaleyfum. 19. desember 2017 12:56 66°Norður og Tulipop i samstarf á HönnunarMars Um er að ræða hina klassísku húfukollu 66°Norður sem fyrirtækið hefur framleitt í áratugi og hefur Tulipop nú sett svip sinn á þær með ævintýraheimi sínum. 14. mars 2018 10:15 Ævintýrapersónur Tulipop á forsíðu Kidscreen, tímarits um afþreyingu krakka 17. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Tulipop vinnur nú að framleiðslu stórrar sjónvarpsþáttaraðar byggðar á ævintýraheimi fyrirtækisins og persónum. Með þeim í verkefninu er stórfyrirtækið Zodiak Kids en það mun framleiða seríuna í samstarfi við Tulipop og sjá um alþjóðlega sölu og dreifingu. „Vinnan við þróun þessarar sjónvarpsseríu hófst fyrir 18 mánuðum en þá fengum við til liðs við okkur sterkan hóp reynslubolta í teiknimyndabransanum til að þróa handrit og búa til stuttmynd sem sýnir útlitið sem við viljum hafa á seríunni. Við kynntum verkefnið á Cartoon Forum í Toulouse í Frakklandi í september í fyrra og á MIP Junior í Cannes í október sem það fékk frábærar viðtökur og í kjölfarið hófust viðræður við aðila sem lýstu yfir áhuga á samstarfi. Eftir að hafa rætt við marga mögulega meðframleiðendur þá leist okkur best á Zodiak. Fyrirtækið deilir okkar sýn á hvernig sjónvarpsserían á að vera auk þess sem það er traust og stórt fyrirtæki sem hefur burði til búa til hágæðasjónvarpsseríu og koma henni í sýningu um allan heim. Zodiak er mjög virt fyrirtæki í þessum geira og af því fer gott orð sem skiptir miklu máli,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Tulipop. Zodiak Kids er krakkaarmur franska fyrirtækisins Zodiak Media sem hefur framleitt efni og dreift um allan heim um árabil. Í seríunni sem Zodiak Kids framleiðir með Tulipop verða 52 þættir og verður hver þáttur ellefu mínútur. Framleiðslan mun kosta um 700 milljónir króna. Helga segir að Tulipop njóti dýrmæts stuðnings frá Kvikmyndasjóði við verkefnið. Seríunni verði dreift víða um heiminn og á fjölda tungumála. „Hér er um að ræða lengri teiknimyndaþætti en við höfum áður framleitt og það verður mjög mikið lagt í þessa seríu. Nú fer af stað lokahnykkurinn í þróunarvinnu á þáttunum og vinna með handritshöfundum. Formleg sala mun hefjast á MIP-hátíðinni í Cannes í október og ef allt gengur að óskum fer svo framleiðsla af stað fyrir lok næsta árs og serían í sýningar fyrir lok árs 2020. Zodiak mun sjá um alþjóðlega sölu og dreifingu á seríunni, en Norðurlöndin eru undanskilin og gert er ráð fyrir að Tulipop selji beint til þeirra landa,“ segir Helga. Tulipop hefur framleitt örstutta þætti, tveggja og hálfrar mínútu langa, sem nú eru sýndir á RÚV en líka á ensku á YouTube þar sem þeir hafa notið mikilla vinsælda og eru með hátt í tvær milljónir áhorfa. „Við erum að undirbúa að setja þættina í loftið á þýsku og spænsku á næstu vikum á YouTube og erum með seríu tvö í framleiðslu sem fer í loftið á RÚV í haust.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Björg ráðin til Tulipop Björg Arnardóttir hefur verið ráðin til Tulipop sem sérfræðingur í nytjaleyfum. 19. desember 2017 12:56 66°Norður og Tulipop i samstarf á HönnunarMars Um er að ræða hina klassísku húfukollu 66°Norður sem fyrirtækið hefur framleitt í áratugi og hefur Tulipop nú sett svip sinn á þær með ævintýraheimi sínum. 14. mars 2018 10:15 Ævintýrapersónur Tulipop á forsíðu Kidscreen, tímarits um afþreyingu krakka 17. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Björg ráðin til Tulipop Björg Arnardóttir hefur verið ráðin til Tulipop sem sérfræðingur í nytjaleyfum. 19. desember 2017 12:56
66°Norður og Tulipop i samstarf á HönnunarMars Um er að ræða hina klassísku húfukollu 66°Norður sem fyrirtækið hefur framleitt í áratugi og hefur Tulipop nú sett svip sinn á þær með ævintýraheimi sínum. 14. mars 2018 10:15