Fimm keppendur sem voru á leið á CrossFit-leikana féllu á lyfjaprófi Birgir Olgeirsson skrifar 17. júlí 2018 21:59 Greint var frá þessu á vef heimsleikanna í gær en þar var birtur listi yfir keppendur sem höfðu tekið þátt í undankeppnum heimsleikanna og fallið á lyfjaprófi eftir þær. Vísir/Getty Fimm keppendur, sem höfðu unnið sér inn þátttökurétt á heimsleikunum í CrossFit, hafa verið úrskurðaðir í keppnisbann fyrir að falla á lyfjaprófi.Greint var frá þessu á vef heimsleikanna í gær en þar var birtur listi yfir keppendur sem höfðu tekið þátt í undankeppnum heimsleikanna og fallið á lyfjaprófi eftir þær. Af þeim voru tveir keppendur sem tóku þátt í einstaklingskeppni og höfðu unnið sér inn sæti á heimsleikunum, Um varð að ræða þau Emily Abbot frá Kanada og Andrey Ganin frá Rússlandi en bæði urðu þau uppvís að því að nota ólögleg frammistöðu bætandi efni og voru úrskurðuð í fjögurra ára keppnisbann. Þrír keppendur til viðbótar sem voru hluti af liðum sem höfðu unnið sér inn þáttökurétt á heimsleikunum, Dean Shaw, Laura Hosier og Maria Ceballos, féllu einnig á lyfjaprófi. Voru þau öll dæmd í fjögurra ára keppnisbann og liðum þeirra meinuð þátttaka á heimsleikunum.Áfrýjunarferli nokkurra til viðbótar enn í gangi Alls féllu fjórtán þátttakendur í undankeppnunum á lyfjaprófi en tekið er fram á vef heimsleikanna að þeir hafi allir fengið þriggja sólarhringa frest til að áfrýja eftir að í ljós kom að þeir hefðu fallið á lyfjaprófi. Tekið er fram á vef heimsleikanna að áfrýjunarferli nokkurra keppenda til viðbótar sé enn í gangi. CrossFit er í samstarfi við fyrirtækið Drug Free Sport sem sér um lyfjapróf á keppendum. Drug Free Sport er einnig í samstarfi við bandarísku íþróttasamböndin NFL, NBA, MLB og NCAA, ásamt 300 öðrum íþróttasamböndum. Á vef heimsleikanna er tekið fram að rannsóknarstofa, sem vottuð er af Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnuninni, sjái um að greina blóð- og þvagsýni sem keppendur á heimsleikunum í CrossFit veita.Ellefu féllu í fyrra Í fyrra féllu ellefu keppendur, sem tóku þátt á mótum tengdum CrossFit-leikunum, á lyfjaprófi, en fimm árið 2016. Fjórir féllu árið 2015 og tveir árið 2014.Í fyrra hafnaði Ástralinn Ricky Garard í þriðja sæti á heimsleikunum í Madison í Bandaríkjunum. Hann var sviptur verðlaununum og dæmdur í fjögurra ára keppnisbann eftir að upp komst að hann hafði notað stera.Greint var frá því í gær að kærasta Annie Mistar Þórisdóttur, Dananum Fredrik Ægidius, hefði verið formlega boðið að taka þátt á heimsleikunum í Crossfit. Fredrik endaði í sjötta sæti í undankeppni leikanna í Evrópu í Berlín í maí síðastliðnum. Fimm efstu sætin þar gáfu sæti á heimsleikunum.Svo fór að sá sem endaði í fjórða sæti, Rússinn Andrey Ganin, féll á lyfjaprófi og hefur verið dæmdur í fjögurra ára keppnisbann frá Crossfit-keppnum. Reyndust testósterón-gildi í blóði hans of há sem þýddi að hann missti sæti sitt á leikunum og var Fredrik boðið hans sæti í staðinn.Til mikils að vinna Fjöldi Íslendinga keppir á heimsleikunum í ár en þeir eru fyrrnefnd Annie Mist ásamt Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur, Eik Gylfadóttur og Björgvini Karli Guðmundssyni. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Madison dagana 1. til 5. ágúst næstkomandi.Til mikils er að vinna en keppandi sem vinnur CrossFit-leikanna fær að launum 300 þúsund dollara, eða tæplega 32 milljónir króna. Annað sætið gefur 100 þúsund dollara, eða tæplega 11 milljónir króna, þriðja sætið 75 þúsund dollara, eða tæplega 8 milljónir króna og fjórða sætið 50 þúsund dollara, eða rúmlega 5 milljónir króna. CrossFit Mest lesið Getur alls ekki verið einn Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Sjá meira
Fimm keppendur, sem höfðu unnið sér inn þátttökurétt á heimsleikunum í CrossFit, hafa verið úrskurðaðir í keppnisbann fyrir að falla á lyfjaprófi.Greint var frá þessu á vef heimsleikanna í gær en þar var birtur listi yfir keppendur sem höfðu tekið þátt í undankeppnum heimsleikanna og fallið á lyfjaprófi eftir þær. Af þeim voru tveir keppendur sem tóku þátt í einstaklingskeppni og höfðu unnið sér inn sæti á heimsleikunum, Um varð að ræða þau Emily Abbot frá Kanada og Andrey Ganin frá Rússlandi en bæði urðu þau uppvís að því að nota ólögleg frammistöðu bætandi efni og voru úrskurðuð í fjögurra ára keppnisbann. Þrír keppendur til viðbótar sem voru hluti af liðum sem höfðu unnið sér inn þáttökurétt á heimsleikunum, Dean Shaw, Laura Hosier og Maria Ceballos, féllu einnig á lyfjaprófi. Voru þau öll dæmd í fjögurra ára keppnisbann og liðum þeirra meinuð þátttaka á heimsleikunum.Áfrýjunarferli nokkurra til viðbótar enn í gangi Alls féllu fjórtán þátttakendur í undankeppnunum á lyfjaprófi en tekið er fram á vef heimsleikanna að þeir hafi allir fengið þriggja sólarhringa frest til að áfrýja eftir að í ljós kom að þeir hefðu fallið á lyfjaprófi. Tekið er fram á vef heimsleikanna að áfrýjunarferli nokkurra keppenda til viðbótar sé enn í gangi. CrossFit er í samstarfi við fyrirtækið Drug Free Sport sem sér um lyfjapróf á keppendum. Drug Free Sport er einnig í samstarfi við bandarísku íþróttasamböndin NFL, NBA, MLB og NCAA, ásamt 300 öðrum íþróttasamböndum. Á vef heimsleikanna er tekið fram að rannsóknarstofa, sem vottuð er af Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnuninni, sjái um að greina blóð- og þvagsýni sem keppendur á heimsleikunum í CrossFit veita.Ellefu féllu í fyrra Í fyrra féllu ellefu keppendur, sem tóku þátt á mótum tengdum CrossFit-leikunum, á lyfjaprófi, en fimm árið 2016. Fjórir féllu árið 2015 og tveir árið 2014.Í fyrra hafnaði Ástralinn Ricky Garard í þriðja sæti á heimsleikunum í Madison í Bandaríkjunum. Hann var sviptur verðlaununum og dæmdur í fjögurra ára keppnisbann eftir að upp komst að hann hafði notað stera.Greint var frá því í gær að kærasta Annie Mistar Þórisdóttur, Dananum Fredrik Ægidius, hefði verið formlega boðið að taka þátt á heimsleikunum í Crossfit. Fredrik endaði í sjötta sæti í undankeppni leikanna í Evrópu í Berlín í maí síðastliðnum. Fimm efstu sætin þar gáfu sæti á heimsleikunum.Svo fór að sá sem endaði í fjórða sæti, Rússinn Andrey Ganin, féll á lyfjaprófi og hefur verið dæmdur í fjögurra ára keppnisbann frá Crossfit-keppnum. Reyndust testósterón-gildi í blóði hans of há sem þýddi að hann missti sæti sitt á leikunum og var Fredrik boðið hans sæti í staðinn.Til mikils að vinna Fjöldi Íslendinga keppir á heimsleikunum í ár en þeir eru fyrrnefnd Annie Mist ásamt Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur, Eik Gylfadóttur og Björgvini Karli Guðmundssyni. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Madison dagana 1. til 5. ágúst næstkomandi.Til mikils er að vinna en keppandi sem vinnur CrossFit-leikanna fær að launum 300 þúsund dollara, eða tæplega 32 milljónir króna. Annað sætið gefur 100 þúsund dollara, eða tæplega 11 milljónir króna, þriðja sætið 75 þúsund dollara, eða tæplega 8 milljónir króna og fjórða sætið 50 þúsund dollara, eða rúmlega 5 milljónir króna.
CrossFit Mest lesið Getur alls ekki verið einn Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Sjá meira