Einhugur á Alþingi um hátíðartillögur Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2018 18:52 Alþingi kom saman til aukafundar í dag til að ræða tvær þingsályktunartillögur formanna allra flokka á þinginu um stofnun Barnamenningarsjóðs og kaupa á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun. Fundurinn í dag var raunar undanfari fyrir hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum á morgun í tilefni hundrað ára afmælis fullveldis Íslands. En þá verða tillögurnar tvær bornar upp formlega til samþykktar. Í ræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra kom fram að í tillögunni um Barnamenningarsjóðs sé meðal annars reiknað með að boðað verði til barnaþings annað hvort ár. „Þátttaka barna og ungmenna í menningu er mikilvægur þáttur þess að lifa í frjálsu samfélagi og menningarlæsi og menningarþátttaka eru veigamikil atriði í uppvexti barna og unglinga. Kynni barna og ungmenna af menningu og listum eykur víðsýni og umburðarlyndi. Þátttaka í menningarstarfi vekur vitund um lýðræði, réttlæti og sögulegt samhengi,” sagði Katrín. Barnamenningarsjóður muni einnig horfa sérstaklega til þess að efla samfélagslega þátttöku barna innflytjenda og flóttafólks og barna sem búa við bágan efnahag, Þá verður þrjú hundruð milljónum króna varið til hönnunar á nýju rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun á næsta ári og 1,6 milljörðum til smíði skipsins hvort ár á árunum 2020 og 2021. „Nýting sjávarfangs lagði grunninn að efnahagslegu sjálfstæði Íslendinga og þar með fullveldinu. Og það er stefna stjórnvalda að nýting lifandi auðlinda sjávar sé byggð á bestu fáanlegri þekkingu og ráðgjöf hverju sinni,” sagði forsætisráðherra. Nýja skipið kemur í stað eldra skips Hafrannsóknarstofnunar, Bjarna Sæmundssonar, sem orðið er hálfrar aldar gamalt. Alþingi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Alþingi kom saman til aukafundar í dag til að ræða tvær þingsályktunartillögur formanna allra flokka á þinginu um stofnun Barnamenningarsjóðs og kaupa á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun. Fundurinn í dag var raunar undanfari fyrir hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum á morgun í tilefni hundrað ára afmælis fullveldis Íslands. En þá verða tillögurnar tvær bornar upp formlega til samþykktar. Í ræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra kom fram að í tillögunni um Barnamenningarsjóðs sé meðal annars reiknað með að boðað verði til barnaþings annað hvort ár. „Þátttaka barna og ungmenna í menningu er mikilvægur þáttur þess að lifa í frjálsu samfélagi og menningarlæsi og menningarþátttaka eru veigamikil atriði í uppvexti barna og unglinga. Kynni barna og ungmenna af menningu og listum eykur víðsýni og umburðarlyndi. Þátttaka í menningarstarfi vekur vitund um lýðræði, réttlæti og sögulegt samhengi,” sagði Katrín. Barnamenningarsjóður muni einnig horfa sérstaklega til þess að efla samfélagslega þátttöku barna innflytjenda og flóttafólks og barna sem búa við bágan efnahag, Þá verður þrjú hundruð milljónum króna varið til hönnunar á nýju rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun á næsta ári og 1,6 milljörðum til smíði skipsins hvort ár á árunum 2020 og 2021. „Nýting sjávarfangs lagði grunninn að efnahagslegu sjálfstæði Íslendinga og þar með fullveldinu. Og það er stefna stjórnvalda að nýting lifandi auðlinda sjávar sé byggð á bestu fáanlegri þekkingu og ráðgjöf hverju sinni,” sagði forsætisráðherra. Nýja skipið kemur í stað eldra skips Hafrannsóknarstofnunar, Bjarna Sæmundssonar, sem orðið er hálfrar aldar gamalt.
Alþingi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira