Ísraelsk mannréttindasamtök saka hermann um morð Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 17. júlí 2018 16:21 Mótmælendur bera myndir af Rezu al Najjar sem féll fyrir hendi ísraelsks hermanns í byrjun síðasta mánaðar Vísir/Getty Ísraelsku mannréttindasamtökin B‘Tselem segjast hafa sannanir fyrir því að ísraelskur hermaður hafi viljandi myrt palestínskan sjúkraliða í byrjun síðasta mánaðar. Sjúkraliðinn var tvítug kona að nafni Razan al-Najjar. Rannsókn ísraelska hersins komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði orðið fyrir voðaskoti þegar hún var að reyna að hjálpa særðum Palestínumönnum við landamæragirðingu Ísraels. B‘Tselem samtökin hafa nú lokið sjálfstæðri rannsókn á atvikinu og komust að þeirri niðurstöðu að ekki geti hafa verið um slys að ræða. Í skýrslu samtakanna segir að Najjar hafi staðið 25 metrum frá landamærgirðingu Ísraelsmanna og verið klædd sem sjúkraflutningamaður frá toppi til táar. Engin minnsta hætta hafi stafað af henni þegar ísraelskur hermaður tók skyndilega upp riffil og skaut hana í bringuna að ástæðulausu. Engir mótmælendur voru nálægir þegar Najjar var skotin til bana, hún stóð tíu metrum frá þeim og hermaðurinn sem skaut hana notaði byssukíki til að miða á hana. Amit Giluz, talsmaður B‘Tselem segir að eina mögulega niðurstaðan í málinu sé að um morð hafi verið að ræða. B‘Tselem samtökin voru stofnuð af hópi Ísraelsmanna árið 1989 til að rannsaka og skjalfesta glæpi gegn Palestínumönnum á hernumdu svæðunum. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ísraelskar herþotur gerðu loftárásir á Gaza-svæðinu Þetta er ein stærsta hernaðaraðgerð af hálfu Ísrael frá árinu 2014 þegar stríð geisaði á milli landsins og Hamas-samtakanna. 14. júlí 2018 20:08 Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30 Segja hættulegt fyrir blaðamenn að starfa í Palestínu Fræðimenn við Birzeit háskóla í Palestínu segja fréttamenn vera skotmörk Ísraelshers. 24. maí 2018 20:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Ísraelsku mannréttindasamtökin B‘Tselem segjast hafa sannanir fyrir því að ísraelskur hermaður hafi viljandi myrt palestínskan sjúkraliða í byrjun síðasta mánaðar. Sjúkraliðinn var tvítug kona að nafni Razan al-Najjar. Rannsókn ísraelska hersins komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði orðið fyrir voðaskoti þegar hún var að reyna að hjálpa særðum Palestínumönnum við landamæragirðingu Ísraels. B‘Tselem samtökin hafa nú lokið sjálfstæðri rannsókn á atvikinu og komust að þeirri niðurstöðu að ekki geti hafa verið um slys að ræða. Í skýrslu samtakanna segir að Najjar hafi staðið 25 metrum frá landamærgirðingu Ísraelsmanna og verið klædd sem sjúkraflutningamaður frá toppi til táar. Engin minnsta hætta hafi stafað af henni þegar ísraelskur hermaður tók skyndilega upp riffil og skaut hana í bringuna að ástæðulausu. Engir mótmælendur voru nálægir þegar Najjar var skotin til bana, hún stóð tíu metrum frá þeim og hermaðurinn sem skaut hana notaði byssukíki til að miða á hana. Amit Giluz, talsmaður B‘Tselem segir að eina mögulega niðurstaðan í málinu sé að um morð hafi verið að ræða. B‘Tselem samtökin voru stofnuð af hópi Ísraelsmanna árið 1989 til að rannsaka og skjalfesta glæpi gegn Palestínumönnum á hernumdu svæðunum.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ísraelskar herþotur gerðu loftárásir á Gaza-svæðinu Þetta er ein stærsta hernaðaraðgerð af hálfu Ísrael frá árinu 2014 þegar stríð geisaði á milli landsins og Hamas-samtakanna. 14. júlí 2018 20:08 Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30 Segja hættulegt fyrir blaðamenn að starfa í Palestínu Fræðimenn við Birzeit háskóla í Palestínu segja fréttamenn vera skotmörk Ísraelshers. 24. maí 2018 20:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Ísraelskar herþotur gerðu loftárásir á Gaza-svæðinu Þetta er ein stærsta hernaðaraðgerð af hálfu Ísrael frá árinu 2014 þegar stríð geisaði á milli landsins og Hamas-samtakanna. 14. júlí 2018 20:08
Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30
Segja hættulegt fyrir blaðamenn að starfa í Palestínu Fræðimenn við Birzeit háskóla í Palestínu segja fréttamenn vera skotmörk Ísraelshers. 24. maí 2018 20:00