Alþingi fagnar því að 100 ár eru liðin frá samningi þess við Dani um fullveldi Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2018 12:30 Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. Kostnaður við hátíðarfundinn hafi aðallega vaxið vegna kostnaðar við þriggja tíma beina útsendingu frá Þingvöllum. Alþingi kemur saman í dag í Alþingishúsinu til fyrri umræðu um tvær þingsályktunartillögur formanna allra flokka á þingi í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Tillögurnar eru annars vegar um stofnun Barnamenningarsjóðs með fimm hundruð milljóna framlagi sem dreifist á næstu fimm ár og hins vegar um kaup á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun. Á morgun kemur Alþingi síðan saman til hátíðarfundar á Þingvöllum þar sem seinni umræða um þessar þingsályktanir fer fram. Í Fréttablaðinu í dag segir að kostnaður við þann fund hafi farið langt fram úr áætlunum og muni kosta um 80 milljónir króna. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir þennan kostnaðarauka aðallega hafa orðið til vegna óvænts kostnaðar við mikla og langa beina útsendingu Ríkissjónvarpsins frá fundinum. „En það er lagt í hana og við vinnum það með Sjónvarpinu til að auðvelda þjóðinni að eiga hlutdeild í fundinum með góðri og vandaðri sjónvarpsútsendingu. Það er nú það sem ég er upplýstur um að sé dýrara en menn höfðu gert ráð fyrir. En að öðru leyti er þetta með hefðbundnu og ef eitthvað er látlausara sniði,“ segir Steingrímur. En þótt þjóðin geti fylgst með hátíðarfundinum í sjónvarpi segir Steingrímur langt í frá að fólk sé ekki velkomið til Þingvalla til að minnast fullveldisafmælisins. „Almenningur er velkominn á Þingvöll. Þetta er þingfundur í heyranda hljóði og opinn eins og þeir eru jafnan. Fólk er að sjálfsögðu velkomið og við fögnum því að þeir sem áhuga hafa á komi og fylgist með fundinum og eiga vonandi þá með okkur notarlegan dag á Þingvöllum,“ segir forseti Alþingis. Hins vegar sé þetta ekki skipulagt eins og þjóðhátíð þar sem mikill fjöldi kæmi saman og því töluvert lagt upp úr vandaðri sjónvarpsútsendingu. Steingrímur býst ekki við að þingmenn taki upp önnur mál en sett hafi verið fyrir fundinn enda sé fundurinn unninn í mikilli og góðri samvinnu formanna allra flokka á Alþingi. Það sé aftur á móti full ástæða til að Alþingi fagni þessum merku tímamótum í sögu þjóðarinnar. „Hlutdeild Alþingis í þessu er auðvitað mikil. Vegna þess að það voru þingmenn og það var þingið sem stóð að samningum við Dani á sínum tíma. Það voru danska og íslenska þjóðþingið sem veittu í raun og veru umboðið til samninganna. Þesss vegna er þetta atburður sem Alþingi og reyndar danska þjóðþingið eru tengd mjög sterkum böndum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýna vinnubrögð þingsins við bókastyrk vegna fullveldisafmælis Átta bókaútgefendur gagnrýna styrkveitingu Alþingi til Hins íslenska bókmenntafélags vegna útgáfu tveggja verka í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. 17. júlí 2018 08:48 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. Kostnaður við hátíðarfundinn hafi aðallega vaxið vegna kostnaðar við þriggja tíma beina útsendingu frá Þingvöllum. Alþingi kemur saman í dag í Alþingishúsinu til fyrri umræðu um tvær þingsályktunartillögur formanna allra flokka á þingi í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Tillögurnar eru annars vegar um stofnun Barnamenningarsjóðs með fimm hundruð milljóna framlagi sem dreifist á næstu fimm ár og hins vegar um kaup á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun. Á morgun kemur Alþingi síðan saman til hátíðarfundar á Þingvöllum þar sem seinni umræða um þessar þingsályktanir fer fram. Í Fréttablaðinu í dag segir að kostnaður við þann fund hafi farið langt fram úr áætlunum og muni kosta um 80 milljónir króna. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir þennan kostnaðarauka aðallega hafa orðið til vegna óvænts kostnaðar við mikla og langa beina útsendingu Ríkissjónvarpsins frá fundinum. „En það er lagt í hana og við vinnum það með Sjónvarpinu til að auðvelda þjóðinni að eiga hlutdeild í fundinum með góðri og vandaðri sjónvarpsútsendingu. Það er nú það sem ég er upplýstur um að sé dýrara en menn höfðu gert ráð fyrir. En að öðru leyti er þetta með hefðbundnu og ef eitthvað er látlausara sniði,“ segir Steingrímur. En þótt þjóðin geti fylgst með hátíðarfundinum í sjónvarpi segir Steingrímur langt í frá að fólk sé ekki velkomið til Þingvalla til að minnast fullveldisafmælisins. „Almenningur er velkominn á Þingvöll. Þetta er þingfundur í heyranda hljóði og opinn eins og þeir eru jafnan. Fólk er að sjálfsögðu velkomið og við fögnum því að þeir sem áhuga hafa á komi og fylgist með fundinum og eiga vonandi þá með okkur notarlegan dag á Þingvöllum,“ segir forseti Alþingis. Hins vegar sé þetta ekki skipulagt eins og þjóðhátíð þar sem mikill fjöldi kæmi saman og því töluvert lagt upp úr vandaðri sjónvarpsútsendingu. Steingrímur býst ekki við að þingmenn taki upp önnur mál en sett hafi verið fyrir fundinn enda sé fundurinn unninn í mikilli og góðri samvinnu formanna allra flokka á Alþingi. Það sé aftur á móti full ástæða til að Alþingi fagni þessum merku tímamótum í sögu þjóðarinnar. „Hlutdeild Alþingis í þessu er auðvitað mikil. Vegna þess að það voru þingmenn og það var þingið sem stóð að samningum við Dani á sínum tíma. Það voru danska og íslenska þjóðþingið sem veittu í raun og veru umboðið til samninganna. Þesss vegna er þetta atburður sem Alþingi og reyndar danska þjóðþingið eru tengd mjög sterkum böndum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Tengdar fréttir Gagnrýna vinnubrögð þingsins við bókastyrk vegna fullveldisafmælis Átta bókaútgefendur gagnrýna styrkveitingu Alþingi til Hins íslenska bókmenntafélags vegna útgáfu tveggja verka í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. 17. júlí 2018 08:48 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Gagnrýna vinnubrögð þingsins við bókastyrk vegna fullveldisafmælis Átta bókaútgefendur gagnrýna styrkveitingu Alþingi til Hins íslenska bókmenntafélags vegna útgáfu tveggja verka í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. 17. júlí 2018 08:48
80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00