Kærasta Annie Mistar boðið á heimsleikana eftir að keppandi féll á lyfjaprófi Birgir Olgeirsson skrifar 16. júlí 2018 22:53 Annie Mist Thorisdóttir. Vísir Crossfit-drottningin Annie Mist Thorisdóttir greindi frá því í gær að kærasta hennar, Dananum Fredrik Ægidius, hefði verið formlega boðið að taka þátt á heimsleikunum í Crossfit sem fara fram í borginni Madison í Wisconsin-fylki Bandaríkjanna í ágúst næstkomandi. Annie réð sér vart úr kæti þegar hún tilkynnti þetta á samfélagsmiðlinum Instagram í gærkvöldi og sagði þau skötuhjúin fá að keppa aftur á sama tíma á heimsleikunum. Annie hefur unnið heimsleikana í tvígang, 2011 og 2012, og varð um leið fyrsta konan til að gera það.Hún og Fredrik kepptu saman á Crossfit-leikunum árið 2017. Fredrik endaði í sjötta sæti í undankeppni leikanna í Evrópu í Berlín í maí síðastliðnum. Fimm efstu sætin þar gáfu sæti á heimsleikunum.Svo fór að sá sem endaði í fjórða sæti, Rússinn Andrey Ganin, féll á lyfjaprófi og hefur verið dæmdur í fjögurra ára keppnisbann frá Crossfit-keppnum. Reyndust testósterón-gildi í blóði hans of há sem þýddi að hann missti sæti sitt á leikunum og var Fredrik boðið hans sæti í staðinn. Íslendingurinn Björgvin Karl Guðmundsson endaði í fimmta sæti á Evrópuleikunum og fékk því sæti á heimsleikunum.Katrín Tanja Davíðsdóttir verður á meðal keppenda á heimsleikunum í ágúst.Instagram/KatrintanjaÁsamt Fredrik, Annie og Björgvins munu Íslendingarnir Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Eik Gylfadóttir keppa á heimsleikunum.Í júní síðastliðnum tilkynnti alþjóða CrossFit-sambandið að þrír keppendur hefðu verið dæmdir í fjögurra ára keppnisbann fyrir notkun á frammistöðubætandi efnum, en öll kepptu þau í undankeppnum fyrir heimsleikana. Í fyrra hafnaði Ástralinn Ricky Garard í þriðja sæti á heimsleikunum í Madison. Hann var sviptur verðlaununum og dæmdur í fjögurra ára keppnisbann eftir að upp komst að hann hafði notað stera. Fjallað var um mál Ricky Garard í heimildarmyndinni The Redeemed and the Dominant: Fittest on Earth sem fjallar um heimsleikanna árið 2017 þar sem Annie Mist hafnaði til að mynda í þriðja sæti. Þar eru þessar fregnir bornar undir þá sem standa fremst í CrossFit-heiminum í dag. Þar á meðal CrossFit-meistarann Mat Fraser sem hafði minna en ekkert álit á fólki sem notar frammistöðubætandi efni sem eru á bannlista. Fregnirnar voru einnig bornar undir Söru Sigmundsdóttur og Katrínu Tönju. Í myndinni segir Katrín Tanja að hún gæti aldrei hugsað sér að standa á verðlaunapalli vitandi að hún hefði viljandi notað ólögleg frammistöðubætandi efni. „Gæti ég verið stolt af því? Vil ég vinna þannig?,“ spyr Katrín Tanja í myndinni. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Madison dagana 1. til 5. ágúst næstkomandi.Til mikils er að vinna en keppandi sem vinnur CrossFit-leikanna fær að launum 300 þúsund dollara, eða tæplega 32 milljónir króna. Annað sætið gefur 100 þúsund dollara, eða tæplega 11 milljónir króna, þriðja sætið 75 þúsund dollara, eða tæplega 8 milljónir króna og fjórða sætið 50 þúsund dollara, eða rúmlega 5 milljónir króna. CrossFit Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Crossfit-drottningin Annie Mist Thorisdóttir greindi frá því í gær að kærasta hennar, Dananum Fredrik Ægidius, hefði verið formlega boðið að taka þátt á heimsleikunum í Crossfit sem fara fram í borginni Madison í Wisconsin-fylki Bandaríkjanna í ágúst næstkomandi. Annie réð sér vart úr kæti þegar hún tilkynnti þetta á samfélagsmiðlinum Instagram í gærkvöldi og sagði þau skötuhjúin fá að keppa aftur á sama tíma á heimsleikunum. Annie hefur unnið heimsleikana í tvígang, 2011 og 2012, og varð um leið fyrsta konan til að gera það.Hún og Fredrik kepptu saman á Crossfit-leikunum árið 2017. Fredrik endaði í sjötta sæti í undankeppni leikanna í Evrópu í Berlín í maí síðastliðnum. Fimm efstu sætin þar gáfu sæti á heimsleikunum.Svo fór að sá sem endaði í fjórða sæti, Rússinn Andrey Ganin, féll á lyfjaprófi og hefur verið dæmdur í fjögurra ára keppnisbann frá Crossfit-keppnum. Reyndust testósterón-gildi í blóði hans of há sem þýddi að hann missti sæti sitt á leikunum og var Fredrik boðið hans sæti í staðinn. Íslendingurinn Björgvin Karl Guðmundsson endaði í fimmta sæti á Evrópuleikunum og fékk því sæti á heimsleikunum.Katrín Tanja Davíðsdóttir verður á meðal keppenda á heimsleikunum í ágúst.Instagram/KatrintanjaÁsamt Fredrik, Annie og Björgvins munu Íslendingarnir Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Eik Gylfadóttir keppa á heimsleikunum.Í júní síðastliðnum tilkynnti alþjóða CrossFit-sambandið að þrír keppendur hefðu verið dæmdir í fjögurra ára keppnisbann fyrir notkun á frammistöðubætandi efnum, en öll kepptu þau í undankeppnum fyrir heimsleikana. Í fyrra hafnaði Ástralinn Ricky Garard í þriðja sæti á heimsleikunum í Madison. Hann var sviptur verðlaununum og dæmdur í fjögurra ára keppnisbann eftir að upp komst að hann hafði notað stera. Fjallað var um mál Ricky Garard í heimildarmyndinni The Redeemed and the Dominant: Fittest on Earth sem fjallar um heimsleikanna árið 2017 þar sem Annie Mist hafnaði til að mynda í þriðja sæti. Þar eru þessar fregnir bornar undir þá sem standa fremst í CrossFit-heiminum í dag. Þar á meðal CrossFit-meistarann Mat Fraser sem hafði minna en ekkert álit á fólki sem notar frammistöðubætandi efni sem eru á bannlista. Fregnirnar voru einnig bornar undir Söru Sigmundsdóttur og Katrínu Tönju. Í myndinni segir Katrín Tanja að hún gæti aldrei hugsað sér að standa á verðlaunapalli vitandi að hún hefði viljandi notað ólögleg frammistöðubætandi efni. „Gæti ég verið stolt af því? Vil ég vinna þannig?,“ spyr Katrín Tanja í myndinni. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Madison dagana 1. til 5. ágúst næstkomandi.Til mikils er að vinna en keppandi sem vinnur CrossFit-leikanna fær að launum 300 þúsund dollara, eða tæplega 32 milljónir króna. Annað sætið gefur 100 þúsund dollara, eða tæplega 11 milljónir króna, þriðja sætið 75 þúsund dollara, eða tæplega 8 milljónir króna og fjórða sætið 50 þúsund dollara, eða rúmlega 5 milljónir króna.
CrossFit Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira