Dagskráin á Airwaves með jafnt kynjahlutfall Stefán Þór Hjartarson skrifar 17. júlí 2018 06:00 Áheyrendur á Airwaves hafa í mörg ár verið í jöfnum kynjahlutföllum. Í ár mun það vera endurspeglað á sviðinu. Iceland Airwaves hátíðin er meðlimur í Keychange átakinu, evrópskt átak til að breyta tónlistarbransanum og koma fleiri konum í sviðsljósið. Átakið snýst um að fá tónlistarhátíðir með og að þær nái að vera með að minnsta kosti helmingshlutfall kvenna á dagskránni hjá sér fyrir árið 2022. Iceland Airwaves hátíðin er í ár búin að ná þessu hlutfalli. „Okkur hjá Airwaves finnst það að vinna með Keychange ekki vera það að „uppfylla kvóta“. Tónlistin sem við völdum þetta árið og í framtíðinni er valin með gæði í huga og einnig það að passa inn í hátíðina. Vegna þessa erum við með heilan helling af tónlist sem er með konum í forgrunni: Fever Ray, Eivør og miklu, miklu fleiri. Fyrir utan íslensku böndin sem eru stútfull af konum eins og Bríet, Between Mountains, Cyber, Mammút, Mr. Silla og fleiri. Hlutirnir hafa breyst svo mikið upp á síðkastið hvað varðar konur í tónlist. Ég er frá Ástralíu og ég man vel eftir því að hafa verið sagt af útvarpsstöðvunum þar í landi að þær gætu aðeins spilað og stutt einn kvenkyns listamann í einu. Þessa dagana er þetta orðið allt öðruvísi sem betur fer og hellingur af spennandi dóti fær meiri og meiri athygli. Það er einnig gaman að segja frá því að kynjahlutfall tónleikagesta Airwaves hátíðarinnar hafa verið jöfn um árabil og því gaman að það endurspeglist nú á sviðinu hjá okkur,“ segir Will Larnach-Jones hjá Iceland Airwaves.Konur standa jafnfætis körlum á Iceland Airwaves í ár.VísirÞær tónlistarhátíðir sem taka þátt í verkefninu eru meðal annars Musikcentrum Öst, Reeperbahn Festival, BIME, Tallinn Music Week, Way Out West, Liverpool Sound City og Mutek. Einn hluti Keychange átaksins er sá að 60 listamenn og frumkvöðlar alls staðar að úr Evrópu munu taka þátt í tónlistarhátíðum um víða veröld þar sem þau munu koma fram, vinna með öðrum listamönnum og taka þátt í listasmiðjum. „Í ár verðum við hjá Airwaves með fimm frábæra listamenn sem taka þátt í því – þetta eru Kat Frankie frá Þýskalandi, Mueveloreina frá Spáni, Vaz dúó frá Svíþjóð, Mari Kalkun frá Eistlandi og Tawiah frá Bretlandi. Einnig kemur slatti af Keychange fulltrúum á hátíðina til að upplifa stemminguna og sjá íslenska listamenn. Keychange styrkir einnig íslenskar konur í að taka þátt í tónlistartengdum ráðstefnum og sýningum. Meðal annars eru þetta þær Anna Ásthildur, Hildur Maral, María Rut, Melina Rathjen og Steinunn Camilla. Og einnig eru styrkt nokkrar tónlistarkonur og bönd skipuð konum, meðal annars dj flugvél og geimskip, Fever Dream, Kría og Milkywhale.” Iceland Airwaves hátíðin fer fram 7. – 10. nóvember í ár. Um 120 sveitir hafa þegar verið kynntar til leiks. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Airwaves fær 22 milljónir Á borgarráðsfundi borgarinnar var lagður fram samningur við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves þar sem fjárstyrkur út árið 2019 var kynntur. Þar kennir ýmissa grasa eins og að hátíðin fái tugi milljóna. 26. maí 2018 06:00 Fimmtíu ný atriði kynnt á Airwaves Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves gaf í dag út sína þriðju tilkynningu þegar forsvarsmenn Airwaves kynntu fimmtíu atriði sem koma fram. 24. maí 2018 15:15 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Iceland Airwaves hátíðin er meðlimur í Keychange átakinu, evrópskt átak til að breyta tónlistarbransanum og koma fleiri konum í sviðsljósið. Átakið snýst um að fá tónlistarhátíðir með og að þær nái að vera með að minnsta kosti helmingshlutfall kvenna á dagskránni hjá sér fyrir árið 2022. Iceland Airwaves hátíðin er í ár búin að ná þessu hlutfalli. „Okkur hjá Airwaves finnst það að vinna með Keychange ekki vera það að „uppfylla kvóta“. Tónlistin sem við völdum þetta árið og í framtíðinni er valin með gæði í huga og einnig það að passa inn í hátíðina. Vegna þessa erum við með heilan helling af tónlist sem er með konum í forgrunni: Fever Ray, Eivør og miklu, miklu fleiri. Fyrir utan íslensku böndin sem eru stútfull af konum eins og Bríet, Between Mountains, Cyber, Mammút, Mr. Silla og fleiri. Hlutirnir hafa breyst svo mikið upp á síðkastið hvað varðar konur í tónlist. Ég er frá Ástralíu og ég man vel eftir því að hafa verið sagt af útvarpsstöðvunum þar í landi að þær gætu aðeins spilað og stutt einn kvenkyns listamann í einu. Þessa dagana er þetta orðið allt öðruvísi sem betur fer og hellingur af spennandi dóti fær meiri og meiri athygli. Það er einnig gaman að segja frá því að kynjahlutfall tónleikagesta Airwaves hátíðarinnar hafa verið jöfn um árabil og því gaman að það endurspeglist nú á sviðinu hjá okkur,“ segir Will Larnach-Jones hjá Iceland Airwaves.Konur standa jafnfætis körlum á Iceland Airwaves í ár.VísirÞær tónlistarhátíðir sem taka þátt í verkefninu eru meðal annars Musikcentrum Öst, Reeperbahn Festival, BIME, Tallinn Music Week, Way Out West, Liverpool Sound City og Mutek. Einn hluti Keychange átaksins er sá að 60 listamenn og frumkvöðlar alls staðar að úr Evrópu munu taka þátt í tónlistarhátíðum um víða veröld þar sem þau munu koma fram, vinna með öðrum listamönnum og taka þátt í listasmiðjum. „Í ár verðum við hjá Airwaves með fimm frábæra listamenn sem taka þátt í því – þetta eru Kat Frankie frá Þýskalandi, Mueveloreina frá Spáni, Vaz dúó frá Svíþjóð, Mari Kalkun frá Eistlandi og Tawiah frá Bretlandi. Einnig kemur slatti af Keychange fulltrúum á hátíðina til að upplifa stemminguna og sjá íslenska listamenn. Keychange styrkir einnig íslenskar konur í að taka þátt í tónlistartengdum ráðstefnum og sýningum. Meðal annars eru þetta þær Anna Ásthildur, Hildur Maral, María Rut, Melina Rathjen og Steinunn Camilla. Og einnig eru styrkt nokkrar tónlistarkonur og bönd skipuð konum, meðal annars dj flugvél og geimskip, Fever Dream, Kría og Milkywhale.” Iceland Airwaves hátíðin fer fram 7. – 10. nóvember í ár. Um 120 sveitir hafa þegar verið kynntar til leiks.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Airwaves fær 22 milljónir Á borgarráðsfundi borgarinnar var lagður fram samningur við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves þar sem fjárstyrkur út árið 2019 var kynntur. Þar kennir ýmissa grasa eins og að hátíðin fái tugi milljóna. 26. maí 2018 06:00 Fimmtíu ný atriði kynnt á Airwaves Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves gaf í dag út sína þriðju tilkynningu þegar forsvarsmenn Airwaves kynntu fimmtíu atriði sem koma fram. 24. maí 2018 15:15 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Airwaves fær 22 milljónir Á borgarráðsfundi borgarinnar var lagður fram samningur við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves þar sem fjárstyrkur út árið 2019 var kynntur. Þar kennir ýmissa grasa eins og að hátíðin fái tugi milljóna. 26. maí 2018 06:00
Fimmtíu ný atriði kynnt á Airwaves Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves gaf í dag út sína þriðju tilkynningu þegar forsvarsmenn Airwaves kynntu fimmtíu atriði sem koma fram. 24. maí 2018 15:15