Erlent

Fagnaðarlætin breyttust í óeirðir

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lögreglan notaði öflugar vatnsbyssur til að dreifa mannfjöldanum.
Lögreglan notaði öflugar vatnsbyssur til að dreifa mannfjöldanum. Vísir/getty
Fögnuður stuðningsmanna franska karlalandsliðsins í knattspyrnu fór úr böndunum í París í nótt. Þúsundir Frakka höfðu komið saman á Champs-Élysées til að fagna öðrum heimsmeistaratitli þjóðarinnar en gamaði kárnaði fljótt þegar leið á nóttina. Út brutust fjöldaslagsmál og greina þarlendir miðlar frá innbrotum í verslanir, sem standa við götuna.

Lögreglan varpaði táragasi inn í mannfjöldann og notaði gríðarlega öflugar vatnsbyssur til að dreifa hópnum. Óeiðarseggirnir svöruðu í sömu mynt og grýttu flöskum, steinum og öðrum lausamunum í átt að lögreglunni. Þá eiga þeir einnig að hafa skotið flugeldum að óeiðarlögreglunni, sem þó náði fljótt tökum á ástandinu.

Sjá einnig: Sennilegast illa mætt til vinnu í París í dag

„Svona á maður ekki að fagna,“ er haft eftir einum stuðningsmanni sem varð fyrir táragasi lögreglunnar. Ekki fylgir sögunni hvort einhver hafi verið handtekinn í aðgerðum gærdagsins.

Hér að neðan má sjá myndband sem breska ríkisútvarpið tók saman um fagnaðarlætin í nótt.


Tengdar fréttir

Sennilegast illa mætt til vinnu í París í dag

Parísarbúar fögnuðu sigri á HM fram eftir nóttu. Friðrika Benónýsdóttir rithöfundur hreifst með í gleðinni og spáir lélegri mætingu á vinnustaði borgarinnar í dag. Hún segir dásamlegt að fá að upplifa gleðina með Frökkum í sigurvímu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×