Kaflaskiptur dagur hjá Ólafíu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. júlí 2018 19:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heltist úr lestinni í dag og á nær engan möguleika á að blanda sér í toppbaráttuna nema hún eigi framúrskarandi dag á morgun. vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukyflingur úr GR, lék þriðja hringinn á Marathon Classic mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi á pari vallarins. Fyrir hringinn í dag var Ólafía jöfn í 16. sæti á fjórum höggum undir pari, fimm höggum frá efstu konum. Dagurinn byrjaði þokkalega og hún fékk par á fyrstu þremur holunum. Fyrsti skolli dagnsins kom á fjórðu holu en hún svaraði honum strax á fimmtu holu með fugli. Ólafía kláraði fyrri níu holurnar með fugli á 7. og 9. holu og var kominn á sex högg undir pari eftir fyrri níu holurnar og var jöfn í 12. sæti, aðeins örfáum höggum frá efstu konum. Seinni níu holurnar áttu hins vegar eftir að verða íþróttamanni ársins 2017 mjög erfiðar. Hún fékk þrjá skolla en náði að bjarga sér með fugli á 17. holu og kláraði hringinn í dag á pari vallarins og er því samtals á fjórum höggum undir pari í mótinu, líkt og í byrjun dags. Hún hefur hins vegar fallið niður töfluna frá því í upphafi dagsins og var jöfn í 38. sæti þegar hún kláraði. Þegar þessi frétt er skrifuð er hin kanadíska Brooke Henderson í forystu í mótinu á 11 höggum undir pari. Sýnt er frá mótinu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukyflingur úr GR, lék þriðja hringinn á Marathon Classic mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi á pari vallarins. Fyrir hringinn í dag var Ólafía jöfn í 16. sæti á fjórum höggum undir pari, fimm höggum frá efstu konum. Dagurinn byrjaði þokkalega og hún fékk par á fyrstu þremur holunum. Fyrsti skolli dagnsins kom á fjórðu holu en hún svaraði honum strax á fimmtu holu með fugli. Ólafía kláraði fyrri níu holurnar með fugli á 7. og 9. holu og var kominn á sex högg undir pari eftir fyrri níu holurnar og var jöfn í 12. sæti, aðeins örfáum höggum frá efstu konum. Seinni níu holurnar áttu hins vegar eftir að verða íþróttamanni ársins 2017 mjög erfiðar. Hún fékk þrjá skolla en náði að bjarga sér með fugli á 17. holu og kláraði hringinn í dag á pari vallarins og er því samtals á fjórum höggum undir pari í mótinu, líkt og í byrjun dags. Hún hefur hins vegar fallið niður töfluna frá því í upphafi dagsins og var jöfn í 38. sæti þegar hún kláraði. Þegar þessi frétt er skrifuð er hin kanadíska Brooke Henderson í forystu í mótinu á 11 höggum undir pari. Sýnt er frá mótinu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.
Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira