Katrín vekur kátínu á forsíðu NY-Times: „Æi, pabbi! Getum við faaaaarið!“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2018 12:02 Forsíða alþjóðlegu útgáfu New York Times föstudaginn 13. júlí 2018. Skjáskot/New York Times Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands prýðir forsíðu alþjóðlegu útgáfu dagblaðsins New York Times í dag. Hún er í nokkuð merkilegum félagsskap en með henni á myndinni eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Theresa May forsætisráðherra Bretlands. Svipur og líkamstjáning Katrínar á myndinni hefur vakið nokkuð umtal það sem af er degi.Sjá einnig: NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Myndin er tekin á nýafstöðnum fundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel og fjallar forsíðufréttin um stirt samband Bandaríkjanna og Bretlands, sem hafði þótt gott áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti. Ljóst er að Trump og May eru í aðalhlutverki, enda fjallar fréttin um samband ríkja þeirra, en ætla má að ritstjórn hafi valið myndina af mikilli kostgæfni. Þar hefur svipur Katrínar mögulega spilað inn í til að kalla fram ákveðin áhrif en hægt er að fullyrða að íslenski forsætisráðherrann virðist ekki sérlega ánægður með kollegana við hlið sér. Netverjar hafa nokkrir gert sér mat úr forsíðumyndinni og sett hana í skoplegt samhengi. Grínistinn Sólmundur Hólm birtir skjáskot af forsíðumyndinni á Twitter-reikningi sínum og skrifar með því: „Æi, pabbi! Getum við faaaaarið!“ Æi, pabbi! Getum við faaaaarið! pic.twitter.com/AxdTaKd6Mh— Sóli Hólm (@SoliHolm) July 13, 2018 Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústafsson svarar Sóla á Twitter og spyr hvort að Katrín sé ekki að sleikja sólina eftir vætusamt sumar á Íslandi.er @katrinjak ekki bara að ná sèr í smá lit eftir alla rigninguna á Íslandi? #íslendinguríútlöndum— Björgvin Gústavsson (@BjoggiGustavs) July 13, 2018 Leikarinn og sjónvarpsmaðurinn Felix Bergsson kættist einnig yfir myndinni á Facebook-síðu sinni. Hann skýrir deilinguna einnig á ensku fyrir alþjóðlegan vinahóp sinn en þar örlar vissulega á kaldhæðni: „Íslenski forsætisráðherrann skemmtir sér konunglega á leiðtogafundi NATO.“ Arnór Bogason skefur ekki utan af því.'Djöfull er þetta lið FOKKING ÓÞOLANDI“ pic.twitter.com/dB4aPh3ikZ— Arnór Bogason (@arnorb) July 13, 2018 Og fyrrverandi þingkonan Ásta Helgadóttir segir Katrínu draga djúpt andann á myndinni til að halda ró sinni meðal NATO-leiðtoganna.Sometimes, one picture says more than thousand words. The Icelandic PM, on the right, demonstrating how to take a deep breath in order to keep calm in the utter madness the NATO meeting was. pic.twitter.com/8Bive5FeXy— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) July 13, 2018 Donald Trump Ríkisstjórn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins kannast ekki við að hafa samþykkt neina aukningu á útgjöldum til varnarmála á nýafstöðnum fundi þrátt fyrir yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 12. júlí 2018 19:03 Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52 Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands prýðir forsíðu alþjóðlegu útgáfu dagblaðsins New York Times í dag. Hún er í nokkuð merkilegum félagsskap en með henni á myndinni eru Donald Trump Bandaríkjaforseti og Theresa May forsætisráðherra Bretlands. Svipur og líkamstjáning Katrínar á myndinni hefur vakið nokkuð umtal það sem af er degi.Sjá einnig: NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Myndin er tekin á nýafstöðnum fundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel og fjallar forsíðufréttin um stirt samband Bandaríkjanna og Bretlands, sem hafði þótt gott áður en Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti. Ljóst er að Trump og May eru í aðalhlutverki, enda fjallar fréttin um samband ríkja þeirra, en ætla má að ritstjórn hafi valið myndina af mikilli kostgæfni. Þar hefur svipur Katrínar mögulega spilað inn í til að kalla fram ákveðin áhrif en hægt er að fullyrða að íslenski forsætisráðherrann virðist ekki sérlega ánægður með kollegana við hlið sér. Netverjar hafa nokkrir gert sér mat úr forsíðumyndinni og sett hana í skoplegt samhengi. Grínistinn Sólmundur Hólm birtir skjáskot af forsíðumyndinni á Twitter-reikningi sínum og skrifar með því: „Æi, pabbi! Getum við faaaaarið!“ Æi, pabbi! Getum við faaaaarið! pic.twitter.com/AxdTaKd6Mh— Sóli Hólm (@SoliHolm) July 13, 2018 Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústafsson svarar Sóla á Twitter og spyr hvort að Katrín sé ekki að sleikja sólina eftir vætusamt sumar á Íslandi.er @katrinjak ekki bara að ná sèr í smá lit eftir alla rigninguna á Íslandi? #íslendinguríútlöndum— Björgvin Gústavsson (@BjoggiGustavs) July 13, 2018 Leikarinn og sjónvarpsmaðurinn Felix Bergsson kættist einnig yfir myndinni á Facebook-síðu sinni. Hann skýrir deilinguna einnig á ensku fyrir alþjóðlegan vinahóp sinn en þar örlar vissulega á kaldhæðni: „Íslenski forsætisráðherrann skemmtir sér konunglega á leiðtogafundi NATO.“ Arnór Bogason skefur ekki utan af því.'Djöfull er þetta lið FOKKING ÓÞOLANDI“ pic.twitter.com/dB4aPh3ikZ— Arnór Bogason (@arnorb) July 13, 2018 Og fyrrverandi þingkonan Ásta Helgadóttir segir Katrínu draga djúpt andann á myndinni til að halda ró sinni meðal NATO-leiðtoganna.Sometimes, one picture says more than thousand words. The Icelandic PM, on the right, demonstrating how to take a deep breath in order to keep calm in the utter madness the NATO meeting was. pic.twitter.com/8Bive5FeXy— Ásta Helgadóttir (@asta_fish) July 13, 2018
Donald Trump Ríkisstjórn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins kannast ekki við að hafa samþykkt neina aukningu á útgjöldum til varnarmála á nýafstöðnum fundi þrátt fyrir yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 12. júlí 2018 19:03 Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52 Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Fleiri fréttir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Sjá meira
NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins kannast ekki við að hafa samþykkt neina aukningu á útgjöldum til varnarmála á nýafstöðnum fundi þrátt fyrir yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 12. júlí 2018 19:03
Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). 12. júlí 2018 10:52