G! Festival í Færeyjum í blússandi gangi Stefán Þór Hjartarson skrifar 13. júlí 2018 06:00 Úlfur Úlfur í sumarblíðunni í Færeyjum. Kapteinn Per Jakobsen skutlaði drengjunum út á fjörð á trillunni sinni. Spúnarnir voru miklu stærri en nokkur fiskur sem bitið hefur á hjá þeim áður. Fréttablaðið/Stefán Þór Um þessar mundir fer fram tónlistarhátíðin G! Festival í Færeyjum, sem er nokkurs konar Iceland Airwaves og Þjóðhátíð í Eyjum slegið saman í eina hátíð. Blaðamaður Lífsins er á svæðinu til að skrásetja það sem fram fer á þessari færeysku hátíð. Hljómsveitin Úlfur Úlfur er fulltrúi Íslands á hátíðinni þetta árið enda vinsæl hjá frændum vorum, sem geta sungið með Brennum allt eins og það væri Stál og hnífur í týpískri tjaldútilegu. Sólin hefur ekki látið sig vanta á hátíðinni, annað en er á sunnanverðu Fróni, og því ekki vitlaust fyrir Sunnlendinga að renna út á Reykjavíkurflugvöll og taka þetta stutta flug suður til Færeyja þar sem hægt er að ná smá lit. Fróðustu menn hér í Færeyjum tala um að þetta sé eitt besta veður sem komið hefur langa lengi og því um að gera að drífa í að panta miða. „Það er geggjað að vera hérna, ég er ógeðslega peppaður,“ segir Arnar Freyr, sem er annars kátur yfir því að fá loksins smá lit eftir grátt sumarið á Íslandi.Það beit ekkert á hjá Helga en hann lét það ekki stoppa sig í að njóta G! Festival.Fréttablaðið/Stefán Þór„Þetta er auðvitað draumur að rætast – ég sótti persónulega um að spila á G! Festival árið 2011 eða 2012. Ég hef lengi vitað af þessari hátíð og alltaf langað til að koma, en nú erum við hér og það er auðvitað frábært. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu – Færeyingar eru svo góðir gestgjafar, ótrúlega næs og til í að gera allt fyrir mann.“ Strákarnir hituðu upp fyrir giggið með því að skella sér á sjóinn og anda að sér sjávarlofti. Úlfur Úlfur sem er frá Sauðárkróki, þar sem seltan liggur í loftinu, þarf auðvitað á því að halda að taka inn anganina af hafinu sem minnir á æskuslóðirnar til þess að koma sér í gírinn. Reyndar beit ekkert á þennan daginn en það kom ekkert að sök. Náttúrufegurðarinnar í Færeyjum sem er ótrúleg, hrikalegra fjallanna sem liggja snarbrött beint ofan í sjó og fallegra fjarðanna er best að njóta frá þilfari skips úti á spegilsléttum sjónum. „Okkar besti maður, kapteinn Per Jakobsen, skutlaði okkur út á fjörð á trillunni sinni. Spúnarnir voru miklu stærri en nokkur fiskur sem bitið hefur á hjá mér áður í lífinu. Leiðinlegt að við höfum ekki veitt nokkurn skapaðan hlut annað en einhvern þara – en við skemmtum okkur konunglega í góða veðrinu með honum Per – okkar besta manni. Þetta dregur ekkert úr okkur eða hitt þó heldur, við verðum ótrúlega hressir á sviðinu í kvöld.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sjá meira
Um þessar mundir fer fram tónlistarhátíðin G! Festival í Færeyjum, sem er nokkurs konar Iceland Airwaves og Þjóðhátíð í Eyjum slegið saman í eina hátíð. Blaðamaður Lífsins er á svæðinu til að skrásetja það sem fram fer á þessari færeysku hátíð. Hljómsveitin Úlfur Úlfur er fulltrúi Íslands á hátíðinni þetta árið enda vinsæl hjá frændum vorum, sem geta sungið með Brennum allt eins og það væri Stál og hnífur í týpískri tjaldútilegu. Sólin hefur ekki látið sig vanta á hátíðinni, annað en er á sunnanverðu Fróni, og því ekki vitlaust fyrir Sunnlendinga að renna út á Reykjavíkurflugvöll og taka þetta stutta flug suður til Færeyja þar sem hægt er að ná smá lit. Fróðustu menn hér í Færeyjum tala um að þetta sé eitt besta veður sem komið hefur langa lengi og því um að gera að drífa í að panta miða. „Það er geggjað að vera hérna, ég er ógeðslega peppaður,“ segir Arnar Freyr, sem er annars kátur yfir því að fá loksins smá lit eftir grátt sumarið á Íslandi.Það beit ekkert á hjá Helga en hann lét það ekki stoppa sig í að njóta G! Festival.Fréttablaðið/Stefán Þór„Þetta er auðvitað draumur að rætast – ég sótti persónulega um að spila á G! Festival árið 2011 eða 2012. Ég hef lengi vitað af þessari hátíð og alltaf langað til að koma, en nú erum við hér og það er auðvitað frábært. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu – Færeyingar eru svo góðir gestgjafar, ótrúlega næs og til í að gera allt fyrir mann.“ Strákarnir hituðu upp fyrir giggið með því að skella sér á sjóinn og anda að sér sjávarlofti. Úlfur Úlfur sem er frá Sauðárkróki, þar sem seltan liggur í loftinu, þarf auðvitað á því að halda að taka inn anganina af hafinu sem minnir á æskuslóðirnar til þess að koma sér í gírinn. Reyndar beit ekkert á þennan daginn en það kom ekkert að sök. Náttúrufegurðarinnar í Færeyjum sem er ótrúleg, hrikalegra fjallanna sem liggja snarbrött beint ofan í sjó og fallegra fjarðanna er best að njóta frá þilfari skips úti á spegilsléttum sjónum. „Okkar besti maður, kapteinn Per Jakobsen, skutlaði okkur út á fjörð á trillunni sinni. Spúnarnir voru miklu stærri en nokkur fiskur sem bitið hefur á hjá mér áður í lífinu. Leiðinlegt að við höfum ekki veitt nokkurn skapaðan hlut annað en einhvern þara – en við skemmtum okkur konunglega í góða veðrinu með honum Per – okkar besta manni. Þetta dregur ekkert úr okkur eða hitt þó heldur, við verðum ótrúlega hressir á sviðinu í kvöld.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sjá meira