Segja landgræðslu við Kárahnjúka hafa gengið betur en búist var við Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júlí 2018 21:30 Bændurnir Agnar Benediktsson og Jón Björgvin Vernharðsson í viðtali í Desjarárdal. Kárahnjúkar í baksýn. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur af Jökuldal, sem annast landgræðslu við Kárahnjúka, segja að mun betur hafi gengið að græða svæðið upp en vonir stóðu til. Þeir segjast einstaka sinnum finna fyrir áfoki niður í byggð. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Þegar við nálguðumst Kárahnjúkastíflu á dögunum mátti sjá talsverðan rykmökk þyrlast upp af bökkum Hálslóns, en lónið var myndað með stíflugerðinni. Áfokið virtist þó ekki ná út fyrir svæðið þótt talsvert blési.Horft að Kárahnjúkum og Hálslóni. Kárahnjúkastífla fyrir miðri mynd. Sjá má fok við lónið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í yfir sexhundruð metra hæð yfir sjávarmáli rekumst við á bændur við landgræðslu. Þeir eru af Jökuldal og eru í verktöku hjá Landsvirkjun að dreifa áburði. „Það er verið að dreifa hérna 72 tonnum þetta árið í kringum Kárahnjúka og inn með Hálslóni og hluti af þessu fer svo á Eyjabakka, á Hraunasvæðið,“ segir Jón Björgvin Vernharðsson, bóndi á Teigaseli 2 á Jökuldal. Bændurnir voru að dreifa í Desjarárdal við Fremri-Kárahnjúk, neðan Desjarárstíflu, á svæði sem var gróðurlítil auðn þegar framkvæmdirnar stóðu yfir fyrir rúmum áratug. Athyglisvert er að það dugar að dreifa eingöngu áburði en uppgræðslan hófst árið 2007.Áburði dreift neðan Desjarárstíflu, sem gnæfir yfir traktornum. Svæðið er orðið vel gróið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég trúði því eiginlega ekki að það væri hægt að vera í landgræðslu svona hátt, - upphaflega þegar var byrjað á þessu. Það var farið í tilraunaverkefni fyrst, aðeins frá þessu svæði, og síðan bara virkaði það svo vel að það var bara dúndrað af fullum krafti hér í,“ segir Agnar Benediktsson, bóndi á Hvanná 2 á Jökuldal. Við sjáum að svæðið er orðið vel gróið, áratug eftir að framkvæmdum lauk. „Já, já, þetta er rosalega skemmtilegt landgræðslusvæði með það að gera að við sjáum mun meiri árangur heldur en meira að segja verktakarnir trúðu,“ segir Jón Björgvin.Hér má sjá þéttan gróður kominn þar sem áður var gróðurlítil auðn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Með Hálslóni var sökkt um 32 ferkílómetrum af grónu landi en með þessum aðgerðum fæst nýtt gróðurlendi í staðinn. „Og þetta er náttúrlega líka til þess að fanga ef það er eitthvað moldrok úr bökkunum. Landgræðsla er langbesta vopnið við áfoki.“ -Finnið þið niðri í dal fyrir foki héðan? „Einstaka sinnum. Ekki eitthvað sem er stöðugt,“ svarar Agnar. „En þegar koma langvarandi vestanáttir, og ekki komið meira í lónið, þá getur fokið aðeins úr þessu. Það er ekkert mjög oft. En þegar það gerist þá verður það dálítið öflugt,“ svarar Jón Björgvin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15 Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Bændur af Jökuldal, sem annast landgræðslu við Kárahnjúka, segja að mun betur hafi gengið að græða svæðið upp en vonir stóðu til. Þeir segjast einstaka sinnum finna fyrir áfoki niður í byggð. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Þegar við nálguðumst Kárahnjúkastíflu á dögunum mátti sjá talsverðan rykmökk þyrlast upp af bökkum Hálslóns, en lónið var myndað með stíflugerðinni. Áfokið virtist þó ekki ná út fyrir svæðið þótt talsvert blési.Horft að Kárahnjúkum og Hálslóni. Kárahnjúkastífla fyrir miðri mynd. Sjá má fok við lónið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í yfir sexhundruð metra hæð yfir sjávarmáli rekumst við á bændur við landgræðslu. Þeir eru af Jökuldal og eru í verktöku hjá Landsvirkjun að dreifa áburði. „Það er verið að dreifa hérna 72 tonnum þetta árið í kringum Kárahnjúka og inn með Hálslóni og hluti af þessu fer svo á Eyjabakka, á Hraunasvæðið,“ segir Jón Björgvin Vernharðsson, bóndi á Teigaseli 2 á Jökuldal. Bændurnir voru að dreifa í Desjarárdal við Fremri-Kárahnjúk, neðan Desjarárstíflu, á svæði sem var gróðurlítil auðn þegar framkvæmdirnar stóðu yfir fyrir rúmum áratug. Athyglisvert er að það dugar að dreifa eingöngu áburði en uppgræðslan hófst árið 2007.Áburði dreift neðan Desjarárstíflu, sem gnæfir yfir traktornum. Svæðið er orðið vel gróið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég trúði því eiginlega ekki að það væri hægt að vera í landgræðslu svona hátt, - upphaflega þegar var byrjað á þessu. Það var farið í tilraunaverkefni fyrst, aðeins frá þessu svæði, og síðan bara virkaði það svo vel að það var bara dúndrað af fullum krafti hér í,“ segir Agnar Benediktsson, bóndi á Hvanná 2 á Jökuldal. Við sjáum að svæðið er orðið vel gróið, áratug eftir að framkvæmdum lauk. „Já, já, þetta er rosalega skemmtilegt landgræðslusvæði með það að gera að við sjáum mun meiri árangur heldur en meira að segja verktakarnir trúðu,“ segir Jón Björgvin.Hér má sjá þéttan gróður kominn þar sem áður var gróðurlítil auðn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Með Hálslóni var sökkt um 32 ferkílómetrum af grónu landi en með þessum aðgerðum fæst nýtt gróðurlendi í staðinn. „Og þetta er náttúrlega líka til þess að fanga ef það er eitthvað moldrok úr bökkunum. Landgræðsla er langbesta vopnið við áfoki.“ -Finnið þið niðri í dal fyrir foki héðan? „Einstaka sinnum. Ekki eitthvað sem er stöðugt,“ svarar Agnar. „En þegar koma langvarandi vestanáttir, og ekki komið meira í lónið, þá getur fokið aðeins úr þessu. Það er ekkert mjög oft. En þegar það gerist þá verður það dálítið öflugt,“ svarar Jón Björgvin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15 Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15
Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15