Ópin reyndust vera frygðarstunur Benedikt Bóas skrifar 12. júlí 2018 06:00 Parið skemmti sér trúlega vel þó að nágrönnunum hafi ekki verið skemmt. Fannst hljóðin heldur há og mikil. „Maðurinn var bara að stunda kynlíf,“ segir stjórnarmaður í íþróttafélagi hér á landi en stjórn félagsins boðaði leikmanninn á fund því ótrúlegur hávaði barst úr íbúð hans, yfirleitt seint að kveldi. Stunur og dynkir. Óttuðust stjórnarmenn jafnvel að leikmaðurinn hefði gerst sekur um heimilisofbeldi en það var einn stór misskilningur. Hávaðinn og lætin voru slík við iðju mannsins og konu að nágrönnum hans stóð ekki á sama. Létu þeir stjórnarmenn félagsins vita og báðu þá um að taka á málinu. Leikmaðurinn er vel metinn innan félagsins og kom þetta flatt upp stjórnarmennina. Þeir boðuðu leikmanninn á fund þar sem farið var yfir málin og kvartanir gagnvart honum. Leikmaðurinn kom af fjöllum þar sem ekkert ofbeldi hafi átt sér stað. Eftir örlitlar útskýringar kom hið sanna í ljós. Rúmið lamdist fast í vegginn, stunurnar voru háværar og úthaldið var slíkt hjá leikmanninum að nágrannarnir trúðu vart sínum eigin eyrum. „Ég var aðeins að stunda kynlíf,“ sagði leikmaðurinn á fundinum samkvæmt stjórnarmanninum og gátu stjórnarmenn lítið annað en brosað út í annað. Honum var því sleppt með áminningu gegn loforði um að festa rúmið og minnka stunurnar – til að fullnægja kröfum nágrannanna.Kynlíf stoppaði tennisleik Tennisköppum og áhorfendum brá heldur í brún í Sarasota í Flórída í fyrra þegar háværar stunur ómuðu yfir tennisvöll þar sem þeir Frances Tiafoe og Mitchell Krueger öttu kappi. Í fyrstu hélt lýsandi viðureignarinnar að einhver á áhorfendapöllunum hefði verið að horfa á klám í síma sínum, en í ljós kom að óhljóðin komu úr nærliggjandi íbúð. Tiafoe var að fara að gefa á Krueger þegar hljóðin heyrðust fyrst og stöðvaði hann leikinn um stund með bros á vör. Áhorfendur hlógu og leikurinn hélt áfram, bæði á vellinum og inni í svefnherberginu því skömmu síðar heyrðust hljóðin aftur. Kallaði Tiafoe þá: „Þetta getur ekki verið svona gott,“ við mikinn fögnuð áhorfenda. Birtist í Fréttablaðinu Kynlíf Tengdar fréttir Háværar samfarir trufluðu tennisleik Í fyrstu hélt lýsandi viðreignarinnar að einhver í áhorfendapöllunum hefði verið að horfa á klám í síma sínum. 22. apríl 2017 13:13 Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Lífið Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
„Maðurinn var bara að stunda kynlíf,“ segir stjórnarmaður í íþróttafélagi hér á landi en stjórn félagsins boðaði leikmanninn á fund því ótrúlegur hávaði barst úr íbúð hans, yfirleitt seint að kveldi. Stunur og dynkir. Óttuðust stjórnarmenn jafnvel að leikmaðurinn hefði gerst sekur um heimilisofbeldi en það var einn stór misskilningur. Hávaðinn og lætin voru slík við iðju mannsins og konu að nágrönnum hans stóð ekki á sama. Létu þeir stjórnarmenn félagsins vita og báðu þá um að taka á málinu. Leikmaðurinn er vel metinn innan félagsins og kom þetta flatt upp stjórnarmennina. Þeir boðuðu leikmanninn á fund þar sem farið var yfir málin og kvartanir gagnvart honum. Leikmaðurinn kom af fjöllum þar sem ekkert ofbeldi hafi átt sér stað. Eftir örlitlar útskýringar kom hið sanna í ljós. Rúmið lamdist fast í vegginn, stunurnar voru háværar og úthaldið var slíkt hjá leikmanninum að nágrannarnir trúðu vart sínum eigin eyrum. „Ég var aðeins að stunda kynlíf,“ sagði leikmaðurinn á fundinum samkvæmt stjórnarmanninum og gátu stjórnarmenn lítið annað en brosað út í annað. Honum var því sleppt með áminningu gegn loforði um að festa rúmið og minnka stunurnar – til að fullnægja kröfum nágrannanna.Kynlíf stoppaði tennisleik Tennisköppum og áhorfendum brá heldur í brún í Sarasota í Flórída í fyrra þegar háværar stunur ómuðu yfir tennisvöll þar sem þeir Frances Tiafoe og Mitchell Krueger öttu kappi. Í fyrstu hélt lýsandi viðureignarinnar að einhver á áhorfendapöllunum hefði verið að horfa á klám í síma sínum, en í ljós kom að óhljóðin komu úr nærliggjandi íbúð. Tiafoe var að fara að gefa á Krueger þegar hljóðin heyrðust fyrst og stöðvaði hann leikinn um stund með bros á vör. Áhorfendur hlógu og leikurinn hélt áfram, bæði á vellinum og inni í svefnherberginu því skömmu síðar heyrðust hljóðin aftur. Kallaði Tiafoe þá: „Þetta getur ekki verið svona gott,“ við mikinn fögnuð áhorfenda.
Birtist í Fréttablaðinu Kynlíf Tengdar fréttir Háværar samfarir trufluðu tennisleik Í fyrstu hélt lýsandi viðreignarinnar að einhver í áhorfendapöllunum hefði verið að horfa á klám í síma sínum. 22. apríl 2017 13:13 Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Lífið Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Háværar samfarir trufluðu tennisleik Í fyrstu hélt lýsandi viðreignarinnar að einhver í áhorfendapöllunum hefði verið að horfa á klám í síma sínum. 22. apríl 2017 13:13
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning