Ögrar Vopnfirðingum til að hreyfa sig úti í náttúrunni Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júlí 2018 14:30 Bjarney Guðrún Jónsdóttir, íþróttafræðingur á Vopnafirði. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Íþróttafræðingur á Vopnafirði hefur upp á sitt eigið einsdæmi hafið átak til að hvetja heimamenn og ferðamenn til aukinnar hreyfingar og útivistar í héraðinu í sumar. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Bjarney Guðrún Jónsdóttir stendur á bak við átakið, sem hún kallar Ögrun í Vopnafirði, og miðar að bættri lýðheilsu. Bjarney kveðst hafa byrjað á því að búa til ratleik í fyrrasumar. Hún bjó síðan til bækling í vetur og bar hann út á hvert einasta heimili á Vopnafirði í lok maímánaðar. Í honum er bent á fjörutíu mismunandi möguleika til útivistar og samveru í héraðinu. „Svo bara merkir fólk við og getur skilað þessu inn í lok sumars, og farið í pott og fengið verðlaun,“ segir Bjarney. Í ár hefur hún sérstakt fossaþema. „Þar er ég að hvetja Vopnfirðinga til að skoða fossa í öllum þessum vatnsföllum sem við höfum hérna út um allt, taka myndir af þeim og pósta þeim á netinu, setja myllumerki og reyna að auglýsa Vopnafjörð í leiðinni til þess að fá ferðafólkið til okkar.“Á rölti í Búðaröxl ofan byggðarinnar á Vopnafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En virkar þetta á Vopnfirðinga? „Ég hef alveg fengið góð viðbrögð og það er fólk að taka þátt. Ég svo sem veit ekki alveg hversu margir gera það, - ég er allavegana að reyna. Til þess að hvetja fólk til þess að fara, því að stundum þarftu bara svona smá.. að svona ýta á þig.“ En jafnframt vekur hún athygli á náttúrunni. „Ég er líka að reyna að benda okkur Vopnfirðingum á hvað við höfum það gott hérna. Við eigum hérna frábæru náttúru, ótrúlega fallega staði, sem sumir hérna vita kannski ekki af og eru bara hérna við bæjardyrnar hjá okkur.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vopnafjörður Tengdar fréttir Vopnfirðingar segjast vona að sumarið verði allt svona Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. 2. júlí 2018 21:15 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Sjá meira
Íþróttafræðingur á Vopnafirði hefur upp á sitt eigið einsdæmi hafið átak til að hvetja heimamenn og ferðamenn til aukinnar hreyfingar og útivistar í héraðinu í sumar. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Bjarney Guðrún Jónsdóttir stendur á bak við átakið, sem hún kallar Ögrun í Vopnafirði, og miðar að bættri lýðheilsu. Bjarney kveðst hafa byrjað á því að búa til ratleik í fyrrasumar. Hún bjó síðan til bækling í vetur og bar hann út á hvert einasta heimili á Vopnafirði í lok maímánaðar. Í honum er bent á fjörutíu mismunandi möguleika til útivistar og samveru í héraðinu. „Svo bara merkir fólk við og getur skilað þessu inn í lok sumars, og farið í pott og fengið verðlaun,“ segir Bjarney. Í ár hefur hún sérstakt fossaþema. „Þar er ég að hvetja Vopnfirðinga til að skoða fossa í öllum þessum vatnsföllum sem við höfum hérna út um allt, taka myndir af þeim og pósta þeim á netinu, setja myllumerki og reyna að auglýsa Vopnafjörð í leiðinni til þess að fá ferðafólkið til okkar.“Á rölti í Búðaröxl ofan byggðarinnar á Vopnafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En virkar þetta á Vopnfirðinga? „Ég hef alveg fengið góð viðbrögð og það er fólk að taka þátt. Ég svo sem veit ekki alveg hversu margir gera það, - ég er allavegana að reyna. Til þess að hvetja fólk til þess að fara, því að stundum þarftu bara svona smá.. að svona ýta á þig.“ En jafnframt vekur hún athygli á náttúrunni. „Ég er líka að reyna að benda okkur Vopnfirðingum á hvað við höfum það gott hérna. Við eigum hérna frábæru náttúru, ótrúlega fallega staði, sem sumir hérna vita kannski ekki af og eru bara hérna við bæjardyrnar hjá okkur.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vopnafjörður Tengdar fréttir Vopnfirðingar segjast vona að sumarið verði allt svona Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. 2. júlí 2018 21:15 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Sjá meira
Vopnfirðingar segjast vona að sumarið verði allt svona Hitinn á Austurlandi fór í tuttugu og þrjár gráður í dag með sól og blíðu en þar njóta íbúar nú einhverrar bestu sumarbyrjunar um langt árabil. 2. júlí 2018 21:15