Leiðarlok á ferli Friðriks Dórs: Flytur úr landi til að læra innanhússhönnun Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2018 10:35 Friðrik Dór ætlar að flýja land á næsta ári. Vísir/Eyþór Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson stendur á tímamótum en hann fagnar þrítugsafmæli sínu í október með stórtónleikum undir yfirskriftinni „Í síðasta skipti“. Tónleikarnir marka „ákveðin leiðarlok“ á ferli Friðriks sem hyggur á nám í innanhússhönnun á Ítalíu á næsta ári.Er Frikki Dór að hætta? Friðrik ræddi tónleikana og framtíðaráform sín í þættinum Í bítinu á Bylgjunni í morgun. Margir ráku upp stór augu þegar tónleikaboð tóku að berast á samfélagsmiðlum, þar eð í lýsingu á viðburðunum segir að tónleikarnir „endurspegli ákveðin leiðarlok á ferli Friðriks“. Þá er nafn tónleikanna „Í síðasta skipti“, eins og áður sagði, og því hafa margir velt því fyrir sér hvort Friðrik hyggist leggja hljóðnemann á hilluna fyrir fullt og allt. „Þetta er vísun í lagið auðvitað,“ segir Friðrik, inntur eftir því hvað yfirskrift tónleikanna tákni. Þá sé vissulega um að ræða ákveðin tímamót á ferlinum. „Þetta er í síðasta skipti sem ég held mína eigin tónleika í einhvern tíma en ég verð áfram í þessum verkefnum sem maður er í dagsdaglega í þessu blessaða starfi.“Gamall draumur að læra innanhússhönnun Þá verður einhver bið á næstu tónleikum þar sem Friðrik ætlar að láta gamlan draum rætast og setjast aftur á skólabekk á næsta ári. „En eins og ég segi, tónleikarnir verða þeir síðustu í bili vegna þess að 2019 stefni ég á að fara í nám erlendis,“ segir Friðrik og bætir jafnframt við að innanhússhönnun hafi orðið fyrir valinu. „Þegar ég var yngri þá var þetta alltaf stefnan að fara í innanhússhönnun en það frestaðist af hinum ýmsu ástæðum og aðallega út af tónlistinni. Svo fór ég í viðskiptafræði og kláraði hana, það var aðallega fyrir mömmu mína til að vera með einhverja gráðu.“Tvennir tónleikar í Kaplakrika Að sögn Friðriks hefur hann og fjölskylduna lengi langað að búa erlendis. Þá eru allar líkur á að ítölsku borgirnar Mílanó eða Flórens verði fyrir valinu, enda hefur Ítalía löngum verið talin mekka hönnunar í heiminum. Friðrik ítrekar þó að ekki sé um að ræða formleg lok á tónlistarferlinum. „Ég er ekkert búinn að renna fyrir munninn á mér.“ Tvennir tónleikar undir yfirskriftinni „Friðrik Dór – Í síðasta skipti“ verða haldnir þann 6. október næstkomandi í Kaplakrika í Hafnarfirði en Friðrik verður þrítugur daginn eftir. Fyrri tónleikarnir eru fjölskyldutónleikar og hefjast klukkan 15 og þá verður blásið til kvöldtónleika klukkan 21. Miðasala á tónleikana hefst á morgun, 12. júlí.Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Friðrik Dór í heild sinni.Og hér að neðan má hlusta á lagið Leiðarlok af fyrstu plötu Friðriks Dórs, Allt sem þú átt, sem verður að teljast viðeigandi á þessu stigi málsins. Tónlist Tengdar fréttir Friðrik Dór með „kósí ballöðu í bílinn“ Friðrik Dór tilkynnir um afmælistónleika í haust og flytur nýtt lag. 3. apríl 2018 23:00 Kviknaði í Frikka Dór í beinni Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands í gær. Lokaþátturinn var sýndur á Stöð 2 og kórinn hlaut fjórar milljónir króna í sigurlaun. 13. nóvember 2017 14:30 Hlustaðu á Þjóðhátíðarlög Friðriks Dórs og Jóns Annað hugljúft en hitt hart. 8. júní 2018 09:57 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson stendur á tímamótum en hann fagnar þrítugsafmæli sínu í október með stórtónleikum undir yfirskriftinni „Í síðasta skipti“. Tónleikarnir marka „ákveðin leiðarlok“ á ferli Friðriks sem hyggur á nám í innanhússhönnun á Ítalíu á næsta ári.Er Frikki Dór að hætta? Friðrik ræddi tónleikana og framtíðaráform sín í þættinum Í bítinu á Bylgjunni í morgun. Margir ráku upp stór augu þegar tónleikaboð tóku að berast á samfélagsmiðlum, þar eð í lýsingu á viðburðunum segir að tónleikarnir „endurspegli ákveðin leiðarlok á ferli Friðriks“. Þá er nafn tónleikanna „Í síðasta skipti“, eins og áður sagði, og því hafa margir velt því fyrir sér hvort Friðrik hyggist leggja hljóðnemann á hilluna fyrir fullt og allt. „Þetta er vísun í lagið auðvitað,“ segir Friðrik, inntur eftir því hvað yfirskrift tónleikanna tákni. Þá sé vissulega um að ræða ákveðin tímamót á ferlinum. „Þetta er í síðasta skipti sem ég held mína eigin tónleika í einhvern tíma en ég verð áfram í þessum verkefnum sem maður er í dagsdaglega í þessu blessaða starfi.“Gamall draumur að læra innanhússhönnun Þá verður einhver bið á næstu tónleikum þar sem Friðrik ætlar að láta gamlan draum rætast og setjast aftur á skólabekk á næsta ári. „En eins og ég segi, tónleikarnir verða þeir síðustu í bili vegna þess að 2019 stefni ég á að fara í nám erlendis,“ segir Friðrik og bætir jafnframt við að innanhússhönnun hafi orðið fyrir valinu. „Þegar ég var yngri þá var þetta alltaf stefnan að fara í innanhússhönnun en það frestaðist af hinum ýmsu ástæðum og aðallega út af tónlistinni. Svo fór ég í viðskiptafræði og kláraði hana, það var aðallega fyrir mömmu mína til að vera með einhverja gráðu.“Tvennir tónleikar í Kaplakrika Að sögn Friðriks hefur hann og fjölskylduna lengi langað að búa erlendis. Þá eru allar líkur á að ítölsku borgirnar Mílanó eða Flórens verði fyrir valinu, enda hefur Ítalía löngum verið talin mekka hönnunar í heiminum. Friðrik ítrekar þó að ekki sé um að ræða formleg lok á tónlistarferlinum. „Ég er ekkert búinn að renna fyrir munninn á mér.“ Tvennir tónleikar undir yfirskriftinni „Friðrik Dór – Í síðasta skipti“ verða haldnir þann 6. október næstkomandi í Kaplakrika í Hafnarfirði en Friðrik verður þrítugur daginn eftir. Fyrri tónleikarnir eru fjölskyldutónleikar og hefjast klukkan 15 og þá verður blásið til kvöldtónleika klukkan 21. Miðasala á tónleikana hefst á morgun, 12. júlí.Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Friðrik Dór í heild sinni.Og hér að neðan má hlusta á lagið Leiðarlok af fyrstu plötu Friðriks Dórs, Allt sem þú átt, sem verður að teljast viðeigandi á þessu stigi málsins.
Tónlist Tengdar fréttir Friðrik Dór með „kósí ballöðu í bílinn“ Friðrik Dór tilkynnir um afmælistónleika í haust og flytur nýtt lag. 3. apríl 2018 23:00 Kviknaði í Frikka Dór í beinni Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands í gær. Lokaþátturinn var sýndur á Stöð 2 og kórinn hlaut fjórar milljónir króna í sigurlaun. 13. nóvember 2017 14:30 Hlustaðu á Þjóðhátíðarlög Friðriks Dórs og Jóns Annað hugljúft en hitt hart. 8. júní 2018 09:57 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Sjá meira
Friðrik Dór með „kósí ballöðu í bílinn“ Friðrik Dór tilkynnir um afmælistónleika í haust og flytur nýtt lag. 3. apríl 2018 23:00
Kviknaði í Frikka Dór í beinni Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands í gær. Lokaþátturinn var sýndur á Stöð 2 og kórinn hlaut fjórar milljónir króna í sigurlaun. 13. nóvember 2017 14:30