Loka Kvennagjá vegna slæmrar umgengni: Ferðamenn drekka, grilla, þvo föt og skó og hægja sér í gjánni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2018 09:08 Grindverk hefur verið sett upp til að loka Kvennagjá. ólöf hallgrímsdóttir Landeigendur í Vogum í Mývatnssveit hafa brugðið á það ráð að loka Kvennagjá, vinsælum ferðamannastað í sveitinni, vegna slæmrar umgengni. Ólöf Hallgrímsdóttir, einn landeigenda, segir að verið sé að koma í veg fyrir að fólk fari í gjána og baði sig en þrátt fyrir skilti á fjórum tungumálum um að ekki sé leyfilegt að baða sig í gjánni þá geri fólk það samt. Fyrst var greint frá málinu í Morgunblaðinu í dag. Í samtali við Vísi segir Ólöf að um neyðarúrræði sé að ræða þar sem einhver hluti ferðamanna virði ekki það sem komi fram um umgengni við staðinn á upplýsingaskiltum. Grindverk hefur verið sett upp til að loka Kvennagjá en Ólöf tekur það fram að um afturkræfa og vonandi tímabundna aðgerð sé að ræða. Til að mynda hafi verið passað upp á að hvergi væri borað í grjót við uppsetningu grindverksins. Þá geti fólk eftir sem áður komið og skoðað svæðið og tekið myndir.Kvennagjá er hluti Grjótagjár sem er vinsæll ferðamannastaður í Mývatnssveit.ólöf hallgrímsdóttir„Það eru þarna upplýsingaskilti fyrir utan gjárnar en fólk fer samt og baðar sig þarna, þarna er pappír og það er verið að drekka bjór svo það eru glerflöskur í gjánni. Síðan höfum við lent í því nokkrum sinnum að verka upp mannaskít en fólk er líka að þvo fötin sín þarna og skóna, grilla og svo höfum við meira að segja komið að fólki sem ætlar að sofa í gjánni,“ segir Ólöf. Kvennagjá og Karlagjá eru hluti Grjótagjár en síðustu ár og áratugi hefur Kvennagjá verið vinsælli baðstaður en Karlagjá þar sem vatnið í þeirri síðarnefndu er mun heitara. Að sögn Ólafar koma nokkur hundruð manns að gjánum á dag yfir sumartímann og gefur því augaleið að umgangur um svæðið hefur verið mikill. Ólöf segir að samhliða lokuninni hafi landeigendur sett upp þurrkamar á svæðinu sem þeir vonast til að fólk noti frekar heldur en gjárnar og allt svæðið í kring til að losa hægðir. Það sé síðan unnið að því að gera nýtt deiliskipulag fyrir svæðið sem sé forsenda fyrir því að landeigendur geti byggt upp innviði og tekið á móti ferðamönnum af myndarskap. „Okkar draumur er að önnur gjáin geti orðið baðstaður en þá undir eftirliti og að við getum haft þarna starfsmann allan daginn sem leiðbeinir fólki, stýrir umferð og lítur eftir að allir geri eins og á að gera,“ segir Ólöf. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Erlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Landeigendur í Vogum í Mývatnssveit hafa brugðið á það ráð að loka Kvennagjá, vinsælum ferðamannastað í sveitinni, vegna slæmrar umgengni. Ólöf Hallgrímsdóttir, einn landeigenda, segir að verið sé að koma í veg fyrir að fólk fari í gjána og baði sig en þrátt fyrir skilti á fjórum tungumálum um að ekki sé leyfilegt að baða sig í gjánni þá geri fólk það samt. Fyrst var greint frá málinu í Morgunblaðinu í dag. Í samtali við Vísi segir Ólöf að um neyðarúrræði sé að ræða þar sem einhver hluti ferðamanna virði ekki það sem komi fram um umgengni við staðinn á upplýsingaskiltum. Grindverk hefur verið sett upp til að loka Kvennagjá en Ólöf tekur það fram að um afturkræfa og vonandi tímabundna aðgerð sé að ræða. Til að mynda hafi verið passað upp á að hvergi væri borað í grjót við uppsetningu grindverksins. Þá geti fólk eftir sem áður komið og skoðað svæðið og tekið myndir.Kvennagjá er hluti Grjótagjár sem er vinsæll ferðamannastaður í Mývatnssveit.ólöf hallgrímsdóttir„Það eru þarna upplýsingaskilti fyrir utan gjárnar en fólk fer samt og baðar sig þarna, þarna er pappír og það er verið að drekka bjór svo það eru glerflöskur í gjánni. Síðan höfum við lent í því nokkrum sinnum að verka upp mannaskít en fólk er líka að þvo fötin sín þarna og skóna, grilla og svo höfum við meira að segja komið að fólki sem ætlar að sofa í gjánni,“ segir Ólöf. Kvennagjá og Karlagjá eru hluti Grjótagjár en síðustu ár og áratugi hefur Kvennagjá verið vinsælli baðstaður en Karlagjá þar sem vatnið í þeirri síðarnefndu er mun heitara. Að sögn Ólafar koma nokkur hundruð manns að gjánum á dag yfir sumartímann og gefur því augaleið að umgangur um svæðið hefur verið mikill. Ólöf segir að samhliða lokuninni hafi landeigendur sett upp þurrkamar á svæðinu sem þeir vonast til að fólk noti frekar heldur en gjárnar og allt svæðið í kring til að losa hægðir. Það sé síðan unnið að því að gera nýtt deiliskipulag fyrir svæðið sem sé forsenda fyrir því að landeigendur geti byggt upp innviði og tekið á móti ferðamönnum af myndarskap. „Okkar draumur er að önnur gjáin geti orðið baðstaður en þá undir eftirliti og að við getum haft þarna starfsmann allan daginn sem leiðbeinir fólki, stýrir umferð og lítur eftir að allir geri eins og á að gera,“ segir Ólöf.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Erlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira