Umtiti skaut Frakklandi í úrslit Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. júlí 2018 20:00 Olivier Giroud kyssir ennið sem kom Frökkum yfir Vísir/Getty Frakkar eru komnir í úrslit HM í Rússlandi eftir eins marks sigur á Belgum í undanúrslitunum í kvöld. Samuel Umtiti skoraði eina markið upp úr hornspyrnu í seinni hálfleik. Leikurinn var gríðarlega fjörugur strax frá upphafi og fengu bæði lið góð marktækifæri í fyrri hálfleik. Frakkar voru þó aðeins hættulegri í sínum aðgerðum og komst Olivier Giroud í upplagt færi eftir sendingu Kylian Mbappe eftir hálftíma leik en náði ekki að stýra boltanum á markið. Giroud hefur enn ekki náð að setja skot á markrammann í mótinu til þessa. Þrátt fyrir upplögð færi náði hvorugt lið að koma boltanum í netið í fyrri hálfleik. Umtiti fagnar markivísir/gettySnemma í seinni hálfleik fegnu Frakkar hornspyrnu sem Antoine Griezmann tók. Hann stýrði spyrnunni frábærlega í hlaupið hjá Samuel Umtiti sem skoraði með skalla. Það kom aðeins meiri ró í leikinn eftir mark Frakka, þeir lögðust aðeins meira til baka og Belgar reyndu hvað þeir gátu að brjóta þá niður. Það gekk hins vegar illa og þeir sköpuðu dauðafæri þó þeir næðu að ógna Hugo Lloris í marki Frakka. Síðustu tíu mínúturnar reyndu Belgar að keyra enn meira á frönsku vörnina og áttu nokkur fín færi en þeir fundu ekki marknetið og Frakkar sigruðu 1-0. Frakkar fara í úrslitaleikinn í þriðja skipti í sögunni. Það kemur í ljós á morgun hvort þeir mæta þar Króötum eða Englendingum. Belgar munu hins vegar leika um bronsverðlaun. HM 2018 í Rússlandi
Frakkar eru komnir í úrslit HM í Rússlandi eftir eins marks sigur á Belgum í undanúrslitunum í kvöld. Samuel Umtiti skoraði eina markið upp úr hornspyrnu í seinni hálfleik. Leikurinn var gríðarlega fjörugur strax frá upphafi og fengu bæði lið góð marktækifæri í fyrri hálfleik. Frakkar voru þó aðeins hættulegri í sínum aðgerðum og komst Olivier Giroud í upplagt færi eftir sendingu Kylian Mbappe eftir hálftíma leik en náði ekki að stýra boltanum á markið. Giroud hefur enn ekki náð að setja skot á markrammann í mótinu til þessa. Þrátt fyrir upplögð færi náði hvorugt lið að koma boltanum í netið í fyrri hálfleik. Umtiti fagnar markivísir/gettySnemma í seinni hálfleik fegnu Frakkar hornspyrnu sem Antoine Griezmann tók. Hann stýrði spyrnunni frábærlega í hlaupið hjá Samuel Umtiti sem skoraði með skalla. Það kom aðeins meiri ró í leikinn eftir mark Frakka, þeir lögðust aðeins meira til baka og Belgar reyndu hvað þeir gátu að brjóta þá niður. Það gekk hins vegar illa og þeir sköpuðu dauðafæri þó þeir næðu að ógna Hugo Lloris í marki Frakka. Síðustu tíu mínúturnar reyndu Belgar að keyra enn meira á frönsku vörnina og áttu nokkur fín færi en þeir fundu ekki marknetið og Frakkar sigruðu 1-0. Frakkar fara í úrslitaleikinn í þriðja skipti í sögunni. Það kemur í ljós á morgun hvort þeir mæta þar Króötum eða Englendingum. Belgar munu hins vegar leika um bronsverðlaun.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti