Bókunarrisi hættir viðskiptum við Seaworld Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2018 17:41 Háhyrningahald er umdeilt. Seaworld Bókunarþjónustan Thomas Cook mun hætta sölu á ferðum í sædýragarða þar sem finna má háhyrninga. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu, sem birtist á heimasíðu þess í dag, segir að um 90% allra viðskiptavina Thomas Cook hafi áhyggjur af velferð dýranna. Aðgerðir Thomas Cook beinast að tveimur sædýragörðum; annars vegar Seaworld á Flórída og hins vegar Loro Parque á Tenerife. Haft er eftir framkvæmdastjóra fyrirtækisins að ákvörðunin hafi ekki verið auðveld. Þrátt fyrir að umræddir garðar hafi gripið til ýmissa aðgerða á síðustu misserum til að bæta vist háhyrninganna telji Thomas Cook það ekki duga til. Ferðarisinn hafi fundað með dýraverndunarsamtökum og sérfræðingum sem lýst hafi miklum áhyggjum af aðstæðum dýranna. „Þar að auki bendir endurgjöf frá viðskiptavinum okkar til að um 90% þeirra telji mikilvægt að fyrirtækið hafi velferð dýra í fyrirúmi,“ segir í yfirlýsingunni. Í ljósi þessarar samstöðu hafi Thomas Cook ekki getað látið skoðanir viðskiptavinanna framhjá sér fara. Seaworld hefur lýst því yfir að sædýragarðurinn muni ekki fá til sín fleiri háhyrninga í framtíðinni. Dýrin sem nú má finna í garðinum verði þar þó áfram - „þar sem viðskiptavinir okkar geta áfram heilsað upp á þau á næstu árum,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu frá Seaworld. Garðurinn muni að sama skapi „halda áfram að bæta aðstæður“ dýranna. Háhyrningahald hefur verið harðlega gagnrýnt á síðustu árum, ekki síst eftir útgáfu myndarinnar Blackfish sem frumsýnd var árið 2013. Þar var fylgst með raunum og vist háhyrningsins Tilikum í Seaworld, en hann drapst í fyrra.Thomas Cook innleiddi nýja dýravelferðarstefnu á síðasta ári. Hún fól meðal annars í sér endurskoðun á því við hvaða dýragarða fyrirtækið verslaði. Endurskoðunin varð til þess að um 29 fyrirtæki lentu á svörtum lista Thomas Cook. Þeim er gert að bæta aðbúnað dýranna, vilji þau að ferðarisinn haldi áfram viðskiptum við garðana. Dýr Tengdar fréttir Seaworld stórtapar á kvikmyndinni Blackfish Hlutabréf garðsins hafa fallið um 56 prósent frá frumsýningu heimildarmyndarinnar. 14. nóvember 2014 16:06 Harry Styles kennt um versnandi orðspor SeaWorld Slæm umfjöllun um garðinn hófst þegar heimildarmyndin Blackfish var frumsýnd. 1. september 2015 16:28 Framkvæmdastjóri SeaWorld segir af sér SeaWorld hefur mistekist að lokka til sín gesti í kjölfar frumsýningar heimildarmyndarinnar Blackfish þar sem meðferð garðsins á háhyrningum er harðlega gagnrýnd. 12. desember 2014 09:49 Íslenski drápshvalurinn Tilikum dauður Tilikum var stórstjarna í lifanda lífi eftir að kvikmyndin Blackfish fór sigurför um heiminn. 6. janúar 2017 16:01 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Bókunarþjónustan Thomas Cook mun hætta sölu á ferðum í sædýragarða þar sem finna má háhyrninga. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu, sem birtist á heimasíðu þess í dag, segir að um 90% allra viðskiptavina Thomas Cook hafi áhyggjur af velferð dýranna. Aðgerðir Thomas Cook beinast að tveimur sædýragörðum; annars vegar Seaworld á Flórída og hins vegar Loro Parque á Tenerife. Haft er eftir framkvæmdastjóra fyrirtækisins að ákvörðunin hafi ekki verið auðveld. Þrátt fyrir að umræddir garðar hafi gripið til ýmissa aðgerða á síðustu misserum til að bæta vist háhyrninganna telji Thomas Cook það ekki duga til. Ferðarisinn hafi fundað með dýraverndunarsamtökum og sérfræðingum sem lýst hafi miklum áhyggjum af aðstæðum dýranna. „Þar að auki bendir endurgjöf frá viðskiptavinum okkar til að um 90% þeirra telji mikilvægt að fyrirtækið hafi velferð dýra í fyrirúmi,“ segir í yfirlýsingunni. Í ljósi þessarar samstöðu hafi Thomas Cook ekki getað látið skoðanir viðskiptavinanna framhjá sér fara. Seaworld hefur lýst því yfir að sædýragarðurinn muni ekki fá til sín fleiri háhyrninga í framtíðinni. Dýrin sem nú má finna í garðinum verði þar þó áfram - „þar sem viðskiptavinir okkar geta áfram heilsað upp á þau á næstu árum,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu frá Seaworld. Garðurinn muni að sama skapi „halda áfram að bæta aðstæður“ dýranna. Háhyrningahald hefur verið harðlega gagnrýnt á síðustu árum, ekki síst eftir útgáfu myndarinnar Blackfish sem frumsýnd var árið 2013. Þar var fylgst með raunum og vist háhyrningsins Tilikum í Seaworld, en hann drapst í fyrra.Thomas Cook innleiddi nýja dýravelferðarstefnu á síðasta ári. Hún fól meðal annars í sér endurskoðun á því við hvaða dýragarða fyrirtækið verslaði. Endurskoðunin varð til þess að um 29 fyrirtæki lentu á svörtum lista Thomas Cook. Þeim er gert að bæta aðbúnað dýranna, vilji þau að ferðarisinn haldi áfram viðskiptum við garðana.
Dýr Tengdar fréttir Seaworld stórtapar á kvikmyndinni Blackfish Hlutabréf garðsins hafa fallið um 56 prósent frá frumsýningu heimildarmyndarinnar. 14. nóvember 2014 16:06 Harry Styles kennt um versnandi orðspor SeaWorld Slæm umfjöllun um garðinn hófst þegar heimildarmyndin Blackfish var frumsýnd. 1. september 2015 16:28 Framkvæmdastjóri SeaWorld segir af sér SeaWorld hefur mistekist að lokka til sín gesti í kjölfar frumsýningar heimildarmyndarinnar Blackfish þar sem meðferð garðsins á háhyrningum er harðlega gagnrýnd. 12. desember 2014 09:49 Íslenski drápshvalurinn Tilikum dauður Tilikum var stórstjarna í lifanda lífi eftir að kvikmyndin Blackfish fór sigurför um heiminn. 6. janúar 2017 16:01 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Seaworld stórtapar á kvikmyndinni Blackfish Hlutabréf garðsins hafa fallið um 56 prósent frá frumsýningu heimildarmyndarinnar. 14. nóvember 2014 16:06
Harry Styles kennt um versnandi orðspor SeaWorld Slæm umfjöllun um garðinn hófst þegar heimildarmyndin Blackfish var frumsýnd. 1. september 2015 16:28
Framkvæmdastjóri SeaWorld segir af sér SeaWorld hefur mistekist að lokka til sín gesti í kjölfar frumsýningar heimildarmyndarinnar Blackfish þar sem meðferð garðsins á háhyrningum er harðlega gagnrýnd. 12. desember 2014 09:49
Íslenski drápshvalurinn Tilikum dauður Tilikum var stórstjarna í lifanda lífi eftir að kvikmyndin Blackfish fór sigurför um heiminn. 6. janúar 2017 16:01