75 dæmdir til dauða í Egyptalandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2018 18:24 Úr réttarsalnum í dag. Vísir/AFP Dómstóll í Egyptalandi hefur dæmt 75 einstaklinga til dauða fyrir þátt þeirra í ofbeldisöldunni sem skall á landinu eftir að forsetanum Mohammed Morsi var vikið úr embætti árið 2013. Í hópi þeirra eru meðal annars leiðtogar Bræðralags múslima, en samtökin eru ólögleg í landinu. Aftökudómarnir voru meðal niðurstaðna fjöldaréttarhalda þar sem dómar voru kveðnir upp yfir rúmlega 700 manns. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt réttarhöldin og bent á að þau stangist á við stjórnarskrá Egyptalands. Amnesty International telur þar að auki að þau hafi verið „stórkostlega ósanngjörn.“ Til að mynda hafi meðlimir öryggisveita, sem talin eru hafa myrt tuga mótmælenda í óeirðunum, aldrei verið yfirheyrðir. Mál hinna dauðadæmdu hefur verið vísað til æðsta-múfta landsins, sem tekur lokaákvörðun um hvenær aftökurnar munu fara fram. Um mánuði eftir að forsetanum Morsi var steypt af stóli brutust út mikil átök í Egyptalandi. Hundruð mótmælenda og tugir lögreglumanna féllu í óeirðunum. Meðal þeirra sem handtekin voru eftir átökin var hinn margverðlaunaði ljósmyndari Mahmoud Abou Zeid, sem er betur þekktur sem Shawkan. Hann hafði verið að ljósmynda óeirðirnar þegar hann var handtekinn. Shawkan hefur setið á bakvið lás og slá allar götur síðan. Kveða átti upp dóm í máli hans í dag en dómararnir frestuðu dómsuppkvaðningunni. Eftir óeirðirnar voru stuðningsmenn forsetans ofsóttir af yfirvöldum, sem og meðlimir Bræðralagsins - samtaka sem egypsk stjórnvöld telja nú til hryðjuverkahreyfinga. Mið-Austurlönd Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Dómstóll í Egyptalandi hefur dæmt 75 einstaklinga til dauða fyrir þátt þeirra í ofbeldisöldunni sem skall á landinu eftir að forsetanum Mohammed Morsi var vikið úr embætti árið 2013. Í hópi þeirra eru meðal annars leiðtogar Bræðralags múslima, en samtökin eru ólögleg í landinu. Aftökudómarnir voru meðal niðurstaðna fjöldaréttarhalda þar sem dómar voru kveðnir upp yfir rúmlega 700 manns. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt réttarhöldin og bent á að þau stangist á við stjórnarskrá Egyptalands. Amnesty International telur þar að auki að þau hafi verið „stórkostlega ósanngjörn.“ Til að mynda hafi meðlimir öryggisveita, sem talin eru hafa myrt tuga mótmælenda í óeirðunum, aldrei verið yfirheyrðir. Mál hinna dauðadæmdu hefur verið vísað til æðsta-múfta landsins, sem tekur lokaákvörðun um hvenær aftökurnar munu fara fram. Um mánuði eftir að forsetanum Morsi var steypt af stóli brutust út mikil átök í Egyptalandi. Hundruð mótmælenda og tugir lögreglumanna féllu í óeirðunum. Meðal þeirra sem handtekin voru eftir átökin var hinn margverðlaunaði ljósmyndari Mahmoud Abou Zeid, sem er betur þekktur sem Shawkan. Hann hafði verið að ljósmynda óeirðirnar þegar hann var handtekinn. Shawkan hefur setið á bakvið lás og slá allar götur síðan. Kveða átti upp dóm í máli hans í dag en dómararnir frestuðu dómsuppkvaðningunni. Eftir óeirðirnar voru stuðningsmenn forsetans ofsóttir af yfirvöldum, sem og meðlimir Bræðralagsins - samtaka sem egypsk stjórnvöld telja nú til hryðjuverkahreyfinga.
Mið-Austurlönd Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira